Vísbending


Vísbending - 10.02.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 10.02.2006, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 10. febrúar 2006 5. tölublað 24. árgangur Verjumst veikleikum innan frá r rekstri fyrirtækja einbeita menn sér oftast að uppbyggingu og samkeppni við aðra á markaðinum. Stundum er vandinn samt ekki samkeppnisaðilamir eða markaðsaðstæður almennt heldur lenda menn í vanda innandyra. Þetta er oft erfiðasti vandinn því að menn eiga sér einskis ills vonúr eigin herbúðum. Stund- um liggur vandinn í því að starfsmenn brjóta af sér, til dæmis þegar gjaldkeri gerist fingralangur. Miklu oftar er þó ekki óheiðarleika um að kenna heldur miklu fremur vankunnáttu eða því að vinnuaðferðum er áfátt. Allt þetta kallar á innra eftirlit í fyrirtækjunum. Hvað er innra eftirlit? Hér á landi hefur innri endurskoðandi oft verið í svipuðu hlutverki og ytri endurskoðandi, það erað farayfirbókhald og fj árreiður. Þessi skilgreining er algeng, en allt ofþröng. Það er margt annað sem getur bilað í rekstri fyrirtækja en það sem beinlínis snýr að bókhaldinu. Innri endurskoðandi á að fylgjast með því að allir þættir rekstrarins séu í góðu lagi, þarmeð taliðbókhaldið, en í nútímafyrir- tæki er svo margt fleira sem fara þarf yfír. Fer fyrirtækið að öllum þeim reglum sem um starfsemina gilda? Þetta geta verið reglur um mengun, upplýsingar á fjármálamarkaði eða samkeppnislög, svo að dæmi séu tekin. Astæða þess að óháðir endurskoðendur fara yfir bókhald fyrirtækja er einmitt sú að þeir eru óháðir og allir þeir sem að málum koma geta treyst þeim, hluthafar, stjórnvöld, starfsmenn og keppinautar. í raun eru endurskoðendur oft undir mikl- um þrýstingi frá framkvæmdastjórum og stundum má efast um það að þeir séu í raun jafnóháðir og af er látið. Þeir eru háðir framkvæmdastjórum og eigendum um verkefni í framtíðinni. Markmiðið með innra eftirliti er fyrst og fremst að stjórnendur geti haft trúverðugar upplýsingar um einstaka þætti rekstrarins. Spumingar sem svara þarf geta verið: Eru verkferlar í samræmi við það sem ákveðið hefúr verið? Er pant- að á lager eftir skynsamlegu kerfi? Innra eftirlit er alls ekki endilega bund- ið við einn mann eða eina deild. Miklu frekar er það fólgið í vinnuaðferðum og ferlum sem auðvelda öllum að hafa eftirlit með því að rétt sé unnið. Eitt af mark- miðunum er að koma í veg fyrir svik eða óheiðarleika starfsmanna en meginatriði er að menn vinni rétt á öllum sviðum. I Bandaríkjunum tóku nokkrir hags- munaaðilar saman höndum og mynduðu samstarfshóp um hlutverkið með innra eftirliti og aðferðir við það. Hópurinn nefndist Committee of Sponsoring Org- anizations og skýrsla hans, sem kom út árið 1992, erkölluð COSO-skýrslan. Enn er hún fyrinnynd þeirra sem vilja standa vel að innra eftirliti. Meginatriði Gamalt máltæki segir: Betra er heilt en vel gróið. Þetta er aðalinntak þeirrar stefnu sem fram kemur í COSO-skýrslunni og er undirstaða undir góða stjómarhætti almennt. í meðfylgjandi töflu em borin saman hefðbundin vinnubrögð og þau sem menn vilja viðhafa nú. Það er miklu betra að koma í veg fyrir mistök en þurfa að leiðrétta þau. Flestir telja sig eflaust vera heiðarlega og mörg fyrirtæki setj a sér siðareglur sem oft em ekki annað og meira en nafnið tómt. Nauðsynlegt er að halda stöðugt uppi fræðslu um hver stefnan er og stj óm- endum ber að sýna gott fordæmi. „Hvað höfðingjamir hafast að hinir halda að sér leyfíst það“, segir máltækið. Mistök eða yfirsjónir á að leiðrétta strax. Ef það er ekki gert er hætt við að mistökin vindi upp á sig og smávillur verði að skelfilegri kreppu. Þeir sem bera ábyrgð á innra eftirliti verða að hafa beinan aðgang að æðstu yfirmönnum og stjóm. Ahættumat Eitt af því sem mestu skiptir við rekstur fyrirtækja er áhættumatið. Hversu líklegt er að fyrirtækið standi sig? Fyrirtækin setja sér markmið, en þau verða einnig að átta sig á því getur orðið til þess að markmiðin náist ekki. Enn og aftur þarf að leggja áherslu á það að ekki eru öll markmið fjárhagsleg. Fyrirtæki þurfa að huga að fleiri þáttum í núthnaþjóðfélagi, hvort sem þeim líkar betur eða verr, jafnréttisáætlunum, umhverfismálum, listastefnu og afstöðu eða hlutleysi í stjómmálum, svo að fátt eitt sé nefnt. AUt em þetta atriði sem stór fyrirtæki þurfa að gefa gaum. A öllum þessum sviðum á innra eftirlit við. Eitt af því sem mjög oft gleymist er að gera áætlanir um hvemig bregðast á við þegar óhöpp eiga sér stað. Góður rekstrarmaður er eins og skákmaður sem metur viðbrögð við mörgum hugsanlegum leikjum and- stæðingsins. Upplýsingar Enginn getur bmgðist við ástandi sem hann veit ekki af. Þeir sem sáu myndina Fallið, sem fjallaði um síðustu daga Hitlers, sáu hvernig hann var sífellt að (Framhald á síðu 4) Hefðbundin vinnubrögð Innra eftirlit (COSO-skýrslan) Viðbrögð Forvamir Finna Varast mistök Leiðrétta Fylgjast með Gæðaeftirlit Gæðaferlar Svör við endurskoðun Lausnir byggðar á rekstri 1 Innra eftirliti í fyrir- tækjum er ekki ætlað að fmna mistök heldur fýrst og fremst að koma í veg fyrir að þau séu gerð. Hvemig verður ísland árið 2015? Halldór B. Þorbergsson setur fram dæmi um hvemig framtíðin getur orðið. 3Er lífið allt tilviljunum háð? Verða smáatriði til þess að breyta gangi sögunnar? Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Flestir hafa áhyggjur af mataræði, en nýjar rannsóknir benda til þess að ekki sé alltaf þörf á slíkum áhyggjum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.