Vísbending


Vísbending - 02.06.2006, Síða 1

Vísbending - 02.06.2006, Síða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 2. júní 2006 20. tölublað 24. árgangur ISSN 1021-8483 Núna í vikunni voru fyrrverandi yfírmenn bandaríska stórfyrir- tækisins Enrons, þeir Kenneth Lay og Jeffrey Skilling, dæmdir fyrir samsæri og svik. Líklega hefur ekki verið fjallað jafnmikið um neitt mál í viðskiptum og Enron-málið. Það hefur verið tekið sem dæmi um hve lágt menn geta lagst til þess að blekkja fjárfesta og auðga sjálfa sig. Arthur Andersen, eitt helsta endurskoðunarfyrirtæki í heim- inum, leystist hreinlega upp í kjölfar Enron-málsins. Samt sem áður virðast fáir skilja um hvað málið snerist í raun og veru. Dáðasta fyrirtækið r Asíðasta áratug 20. aldarinnar var fyrirtækið Enron talið glæsilegasti fulltrúi „nýjahagkerfisins” í Bandaríkjun- um. Bandaríkjaforsetar kepptust við að vingast við Kenneth Lay. Bæði Bush og Clinton sóttust eftir því að vera með þess- ummikla viðskiptajöfri. í febrúar2001 fjallaði tímaritið Fortune um dáðustu fyrirtæki í Bandaríkjunum og setti Enron í fyrsta sæti fyrir frumlega hugsun (e. innovativeness) og í annað sæti fyrir bestu stjórnendur. Nokkrum mánuðum seinna voru þessir sömu rnenn taldir verstu skúrkar viðskiptasögunnar. Nú gætu þeir átt eftir að eyða ævikvöldinu í fangelsi. Vandræðin árið 2001 voru ekki þau fyrstu í sögu fyrirtækisins. Árið 1987 höfðu starfsmenn í fjárfestingardeild þess orðið uppvísir að mistökum sem námu um milljarði dala. Lay var þá nýtekinn við sem forstjóri og ákvað að fara mildum höndum um sökudólgana þegar honum var fyrst bent á að eitthvað væri athugavert hjá þeim. Þessi mildi kostaði fyrirtækið stórfé. í málaferlun- um nú töldu saksóknarar að þetta sýndi að Lay hefði í gegnum tíðina sætt sig við óheiðarleika undirmanna. Árið 1989 kom Jeffrey Skilling inn í Enron-málið fyrirtækið, fyrst sem fjármálastjóri en varð framkvæmdastjóri árið 1996. Skill- ing er með M.B.A.-próf frá Harvard og var fyrrum ráðgjafí hjá McKinsey. Hann geislaði af greind og fólk hreifst af honum. Sagt er að allt frá því að hann var í skóla hafi menn hrifist af honum og verið vissirum að mikils væri af honum að vænta. Hann kom með hugmyndir um að breyta Enron úr gasfyrirtæki í orkufyrirtæki. Markaðir opnast r Arið 1994 var orkumarkaðurinn opnaður og einkaleyfi til sölu á ákveðnum svæðum voru afnumin. Enron- menn urðu fljótir til að selja orku víðs vegar um Bandaríkin og fyrirtækið óx hratt. Það bætti við sig orkufram- leiðendum hér og þar en á sama tima var ákveðið að stofna fjöldann allan af fyrirtækjum sem yrðu tengd Enron en kæmu ekki fram í bókum félagsins. Þessi fyrirtæki voru oft mjög skuldug og með lágt eiginfjárhlutfall en með því að fá aðra aðila sem meðeigendur kom aðeins hlutdeild Enrons í eiginfé félagsins fram í bókhaldi fyrirtækisins en ekki hlutdeild í skuldunum. Stundum voru meðeigendurnir sjóðir af ýmsu tagi, meðal annars lífeyrissjóðir, en oft voru starfsmenn Enrons eða aðilar tengdir þeim hluthafar. Maðurinn bak við hlutdeildarfélögin var Andrew Fastow, sérfræðingur í þvi að setja saman verðbréfapakka af ýmsu tagi og gera að markaðsvöru. Hugmynd- in bak við slíkt er að með því að safna saman mörgum skuldunautum minnki menn áhættuna en haldi jafnframt góðri ávöxtun. Þannig geta fleiri keypt sig inn í „pakkann”, aðilar sem ekki myndu taka áhættu við fjárfestingu í einu ein- stöku fyrirtæki. Þessi starfsemi var í upphafí fyrst og fremst hugsuð til þess að dreifa áhættu og fá meira ijármagn inn í fyrirtækið. Smám saman varð þessi frumskógur fyrirtækja þó til þess að æ erfíðara varð að átta sig á því hvernig raunverulega staða Enrons var. Reikn- ingar gáfu til kynna að áhættan væri mun minni en hún raunverulega var. Flott ávöxtun r Arið 1996 var Fastow farinn að setja upp aukafyrirtæki til þess að hann sjálfur og vinir hans gætu auðgast. Og ávöxtunin var oft vel viðunandi svo að ekki sé meira sagt. Ein vinkona hans, lögfræðingur fyrir Enron, setti 5.800 dali (420 þúsund krónur) i fyrirtæki sem tengdist Enron og Fastow. Nokkrum vikurn seinna var henni tilkynnt um að milljón dalir (72 milljónir króna) hefðu verið lagðir inn á reikning henn- ar. Ávöxtunin var 170-föld á nokkrum vikum. Fastow sjálfur og aðrir sem nær honum stóðu höfðu lagt rneira í púkkið og græddu því enn meira. Fastow-hjónin nutu þess vel að auðgast. Þau áttu hús sem kostaði á aðra milljón dala og Ferrari 911 sportbíl. Þau vildu þó líka láta gott af sér leiða og gáfu fé til ýmissa góðgerðarmála. Að auki voru þau áhugasamirmálverkasafnarar. Fólk senr nær svona góðri ávöxtun hefur líka efni á því að gefa ríkulega. Skapandi bókfærsla Eitt af því sem Skilling og félagar græddu vel á var langtímasamn- ingar um orkusölu. Auðvitað er ekkert óeðlilegt við að semja um sölu orku 25 ár frarn í tímann. Það getur verið öryggi að slíkum samningi bæði fyrir kaupendur og seljendur. Hjá Enron var hins vegar notuð sú bókhaldsaðferð að bókfæra strax núvirtan hagnað af allri orkusölunni. Tökum dærni: Segjum að af 25 ára samningi sé á hverju ári hverju gert ráð fyrir einum milljarði í hagnað. Með því að núvirða samninginn með (Framhald á síðit 4) 1 í dag em brögð í tafl i í grein- um Vísbendingar. Enron- málið hefur kollvarpað hugmyndum manna um vel rekin fyrirtæki. 2 Bréf frá Nígeríu eru kunn flestum í viðskiptum. Til cru menn sem falla fyrir loforðum um mikinn auð. 3 Væntingar og veruleiki gæti verið saga eftir Jane Austen, en eru væntingar mælanlegar? 4 Kosningamar eru búnar að sinni og allir segjast hafa unnið. Hverjir voru sigur- vegarar í raun?

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.