Vísbending


Vísbending - 02.06.2006, Síða 3

Vísbending - 02.06.2006, Síða 3
ISBENDING New Yorker ræddi við hann skömmu áður en hann fór í fangelsið sagðist hann enn eiga von á því að Mariam vinkona sín frá Nígeríu rnyndi koma sér til hjálpar. Enginn Nígeríumaður var ákærður. Nígeríubúamir sleppa nánast alltaf. Það er fátítt að þeir séu kærðir, enda vita fóm- arlömbin sjaldnast hverjir þeir eru í raun og veru. Þeir sem fara sjálfir til Nígeríu til að innheimta það sem þeim ber fá yfir- leitt slæmar viðtökur. Sumum er rænt og krafist er lausnargjalds, aðrir em barðir til óbóta. Vitað er um 15 útlendinga sem vom myrtir eftir að þeir reyndu að rétta sinn hlut með því að mæta á staðinn. Það kemur alltaf nýtt og nýtt svindl. Þess vegna eiga menn að hafa það hugfast að ef eitthvað virðist vera of ótrúlegt til að geta verið satt er það yfirleitt ósatt. Væntingar og veruleiki Það er alþekkt í hagfræðinni að ef markaður á von á einhverju get- ur hann kallað það fram. Einfalt dæmi er þegar menn eiga von á því að hlutabréf í einhverju fyrirtæki hækki í verði. Þá stökkva þeir til og vilja kaupa á góða verðinu. Eftirspum eykst og bréf- in hækka í verði vegna þess að þeir sem eiga bréf fyrir vilja síður láta þau af hendi og framboð minnkar. Annað dærni er að ef almenningur á von á samdrætti er lík- legt að hann haldi að sér höndum, byrji að spara og eyði minna. Það dregur úr eftirspurn og veldur kreppu. Þannig eru væntingar mjög mikilvægar í efnahagslífinu. Vandinn er hvernig eigi að mæla þær. IMG Gallup á í slandi hefur í fímm ár mælt þær með einföldum hætti. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins er væntingavísitala Gallups byggð á fimm spumingum: 1. Mati á núverandi efnahagsað- stæðum. 2. Væntingum til efnahagslífsins eftir 6 mánuði. 3. Mati á núverandi ástandi í atvinnu- málum. 4. Væntingum til ástands í atvinnumál- um eftir 6 mánuði. 5. Væntingum til heildartekna heimilis- ins eftir 6 mánuði. Fyrir hverja spurningu hér að ofan er deilt í fjölda jákvæðra svara með fjölda neikvæðra svara. Utkoman er hlutfall sem síðan er margfaldað með 200 og þá fæst tala sem getur tekið gildið 0-200. Ef væntingavisitala Gallups er 100 merkir það aðjafnmargir svarendur erujákvæðir og neikvæðir. Ef hún er hærri en 100 em fleiri jákvæðir og ef hún er lægri eru fleiri neikvæðir. Vísitalan byggist á meðaltali spurninga 1 til 5. Bjartsýnin mun ríkja... Undanfarin þrjú ár hafa landsmenn verið bjartsýnir, þ.e. vísitalan hefur verið yfir 100. Það er eðlilegt því að hér hefur ríkt góðæri í efnahagslífi. Lands- menn skynjuðu vel síðustu lægð árið 2002 og þeir voru svartsýnir árið 2001 en í sæmilegu jafnvægi allt árið 2002. Þetta er allt eðlilegt miðað við ástand í efnahags- og atvinnumálum. Aldrei hefur bjartsýnin verið meiri en í febrúar síð- Væntingavísitala Gallups 2001-6 Myntl I: VœiUingavísitala Gallnps 2001-6. Diikka líitait sýnir hlaupandi meðaltal. astliðnum. Þá voru verðbréfasalar líka jákvæðir og töldu að hlutabréfavísitala myndi hækka um tugi prósenta á árinu. Þannig byrjaði árið líka. Þetta var fyrir Danske Bank. Svo kom skæðadrífa af útlendum álit- um um að íslenskir bankar væru á leið til glötunar og þrátt fyrir að býsna hörð gagnsókn hafi verið af hálfu stjómvalda og bankanna sjálfra er ljóst að vænting- arþjóðarinnar hafa orðið jarðbundnari í kjölfarið um leið og hlutabréfavísitalan. Hlutabréfamarkaðurinn hefúr náð jafn- vægi á ný en engu að síður virðist fall á mörkuðum og illt umtal hafa skotið þjóðinni skelk í bringu. 1 maí fer vísital- an í fyrsta sinn niður fyrir 100 síðan í árslok 2002. ... eða víkja Bjartsýni er ekki áþreifanleg en vissu- lega er áhugavert og gagnlegt að reyna að mæla hana. En telja má að kaup á ákveðnum vömm séu viðkvæmari lýrir væntingum manna en aðrar. Þar má sér- staklega nefna bifreiðar og heimilistæki. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hafa sj aldan selstj afnmarg- ir bílar og i mars eða 2.879 nýskráningar. Þessa bí la hef- ur væntanlega verið búið að pantafyrirgengisfellingu. 1 apríl fór íjöldi nýskráninga í 1.752 og i maí voru þær 2.106 talsins. Enn em mán- aðarlegar skráningar vel yfir meðaltali ársins 2004. Kaup á heimilistækjum minnkuðuúr 1,534milljón- um í mars í 1.195 milljónir í apríl. Þrátt fy rir lækkunina var salan meiri en á sama tima i fyrra. Þess vegna er ekki rétt að tala um eitthvert svartnætti þó að væntingar séu vissu- lega minni nú en verið hef- ur á undanfomum mánuð- um. Ekkcit bendir til þess að menn ætli að kippa að sér hendinni í neyslu þó að aukningin verði ekki svipuð og verið hefur. Sú þróun hlaut að stöðvast. 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.