Vísbending


Vísbending - 02.06.2006, Blaðsíða 4

Vísbending - 02.06.2006, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 1) 10% ávöxtun fást 9,5 milljarðar sem hægt er að bókfæra strax sem hagnað. Það er í sjálfu sér ekkert rangt við að færa hagnaðinn með þessumhætti. Þetta gera menn oft þegarþeir kaupa fyrirtæki og kalla mismuninn þá viðskiptavild. Aðferðin er svo vel þekkt að endur- skoðendur eiga á ári hverju að prófa sérstaklega hvort viðskiptavildin standi undir væntingum. Gallinn við aðferð- ina er að hagnaðurinn kemur strax fram í bókhaldi en peningarnir sem fylgja honum dreifast á 25 ár. Þannig getur eignastaða fyrirtækis með mikla viðskiptavild virst ágæt þótt það sé samt komið í þrot, til dæmis eflán eru gjald- felld skyndilega. Þetta var einmitt það sem gerðist á endanunt. Öllu vafasamari voru önnur viðskipti. Enron tók þátt í orkuöflun víða um lönd. Þegar sum af fyrirtækjunum erlendis gengu illa var gripið til þess ráðs að selja „óskyldum” aðila hluta þeirra á háu verði. Til dæmis var árið 1999 fjórðung- ur í fyrirtæki í Nígeríu seldur Merrill Lynch, sem er þekkt fjármálafyrir- tæki. Enron gat bókfært bæði liag- naðinn á bréfunum sem voru seld og hinum hlutanum, sem var nú orðinn að verðmæti vegna kaupa óháðs aðila. Sex mánuðum seinnakeypti LJM2, fyrirtæki sem Enron hafði stofnað, hlutinn aftur af Merrill Lynch á fyrir fram ákveðnu verði. Salan til óskylda aðilans var því aðeins sýndargjörningur. Enn einn gjörningurinn var að færa tap milli deilda þannig að áætlanir stæðust á hverjum stað um sig. í sjálfu sér er það ekki ólöglegt en saksóknarar töldu að þetta hefði verið gert í þeint tilgangi að fela slaka afkomu. Reyfarakaup r Arið 2001 varð sögulegt hjá Enron. I upphafí árs hætti Kenneth Lay sem forstjóri og Skilling tók við. Ekki liðu nema sjö mánuðir þangað til Lay var aftur orðinn forstjóri og Skilling sagðist hætta til þess að geta sinnt fjölskyld- unni betur. Um þctta leyti voru ýmsir innan fyrirtækisins farnir að óttast að fyrirtækið væri í raun eins og spilaborg. Enginn gerði sér góða grein fyrir raun- verulegri stöðu fyrirtækisins vegna þess hve flókin uppsetningin var. Einn þeirra sem ekkert vissi um stöðuna var Kenneth Lay. Hann sagði á fundi með starfsmönnum í lok september að hlutabréfín, sem höfðu lækkað nokkuð, væru „reyfarakaup”. Jafnframt sagði hann að svo virtist sem fyrirtækið myndi ná markmiðum sínum á þriðja fjórðungi þess árs. Þrem vikum síðar var tilkynnt um 600 milljón dala tap hjá fyrirtækinu á þessu sarna tímabili. Viku síðar var Lay enn á fundi með starfsmönnum og hafði þar Andrew Fastow sér við hlið. Fundurinn snerist að mestu umjólagleði starfsmanna og önnur álíka mikilvæg mál. Þegar einhver spurði hvers vegna Fastow, sem hafði nýlega orðið uppvís að því að bera ábyrgð á stórtapi, væri enn i forystusveitinni. Lay sagði að Fastow væri mjög heiðarlegur og hann bæri fullt traust til hans. Daginn eftir var Fastow rekinn. Allt i einu virðist sem Lay hafí skilið hvað var um að vera og hann reri lífróður til þess að fá einhverja hjálp. En allt kom fyrir ekki. í byrjun desember var dauðastríðið búið og fyrirtækið varð gjaldþrota. Aður höfðu lánardrottnar og opinberir aðilir gert kröfur á hendur félaginu og allt í einu vildi enginn leng- ur koma nálægt því. Lay og Skilling, sem fáum mánuðum áður voru hetjur í bandarísku viðskiptalífi, urðu holdgerv- ingar spillingar og vankunnáttu. Dómarnir Andrew Fastow og kona hans voru dæmd i fangelsi árið 2004, hann fyrir svik og hún fyrir að undirrita falskt skattframtal. Miklu fleiri hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir svik. Skilling og Lay voru handteknir þegar þeim var birt kæra fyrir tveimur árum. Það þótti gott sjónvarpsefni að sýna þessa menn, sem áður höfðu verið glæstustu fulltrúar nýja hagkerfisins, niðurlægða. í liðinni viku voru þeir dæmdir. Báðir voru fundnir sekir um margvíslegar yfirsjónir. Þeireigayfírhöfði sérmargra ára fangelsi. Spurt hefur verið hvernig þetta gat gerst og menn hafa gagnrýnt stjórn fyrirtækisins fyrir að liafa ekki fylgst nægilega vel með. Lögum og reglum bandarísku kauphallarinnar hefur nú verið breytt. Samt sem áður virðist engin sérstök vissa fyrir því að þar með hafi verið girt fyrir að svipað gerist í framtíðinni. Öruggt má telja að ijölmargir aðrir kaupahéðnar hafi beitt svipuðum aðferðum og geri jafnvel enn í dag. Munurinn er sá að þeir hafa ekki náðst. Enron-málið er fullflókið til þess að menn geti dregið af því lærdóm. Enn og aftur hefur sést að eftirlit þarf að vera í lagi og framkvæmdastjórar mega ekki hafa endurskoðendur í vasanum. Það var aftur á móti erfitt í tilviki Enrons, eins og víðar, vegnaþess að endurskoðendurnir vissu að þeir gátu átt á hættu að missa margvísleg verkefni fyrir fyrirtækið ef þeir væru með múður vegna reikning- anna. Allir höfðu því hag af því að taka þátt í leikritinu. ISBENDING Aðrir sálmar Að venju voru margir sigurvegarar í kosningunum og fáir sem fóru með skarðan hlut frá borði. Fylgi kjósenda virðist vera sú kaka sem hægt er að skipta aftur og aftur milli jafnmargra þannig að allar sneiðarnar stækki í hvert sinn. En þó að menn beri sig mannalega er það tvennt sem öðru fremur stendur upp úr. Sjálf- stæðisflokkurinn styrkti stöðu sína sem langstærsti flokkurinn þrátt fyrir mjög langa stjórnarsetu. Hins vegar minnkaði fylgi Samfy lkingarinnar, stærsta stjórnar- andstöðuflokksins. Samfylkingin ætlaði sér að taka við af R-listanum sem sam- einingarafl vinstri manna í Reykjavík. Það var eðlilegt. 1 lok kjörtímabilsins voru fimm af átta fulltrúum R-listans í Samfylkingunni. I febrúarbentukannanir til þess að flokkurinn væri að berjast við að koma sínum sjötta manni að, en síðan þá hafa skoðanakannanir sýnt að flokk- urinn hefur smárn saman misst fylgi. I kosningunum 2002 varrósablöðum dreift yfir Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún gekk í salinn. Þá var hún búin að lofa því að sitja til loka kjörtímabilsins semborgarstjóri. Nokkrum mánuöum seinna gaf hún kost á sér ti 1 þi ngs og varð að segj a af sér. For- ingjaraunir R-listans eru grátbroslegar. Þórólfur tók við af Ingibjörgu, Steinunn Valdís tók við af Þórólfi og Dagur felldi Steinunni. Alll kom fyrir ekki. Samfylkingin hampar árangri Lúðvíks Geirssonar í Hafnarfirði að vonum því hann vann mikinn persónulegan sigur. Hins vegar hefur verið hljótt unt árang- ur nafna hans Bergvinssonar, alþingis- manns og oddvita Samfylkingar í Vest- mannaeyjum.Þarfengusjálfstæðismenn hreinan meirihluta með 56,4% atkvæða. Sömu sögu er að segja á Seltjamamesi (67,2%), í Reykjanesbæ (57,9%), Garða- bæ (62,4%), Stykkishólmi (52,9%), Tálknafirði (62,13%), Seyðisfirði (52,3%), Grundarfirði (50,3%), Snæfells- bæ (58%), Hveragerði (49,6%), Ölfusi (49,2%), Mýrdalshreppi (55,4%) og Rangárþingi ytra (50,3%). Víðast annars staðar héldu þeir sínum hlut eða því sem næst. Fyrstu kosningar Geirs H. Haarde sent formanns Sjálfstæðisflokksins fóru því vel. Það sama verður ekki sagt um nýjan formann Samfylkingar. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita ván leyfis útgefanda._________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.