Vísbending


Vísbending - 23.06.2006, Side 1

Vísbending - 23.06.2006, Side 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 23. júní 2006 23. tölublað 24. árgangur ISSN 1021-8483 Varúð! Millifærslur að varsnjallthjá Samtökum atvinnu- lífsins að hafa frumkvæði að því að bjóða verkalýðsforystunni til viðræðna þar sem í upphafi lá fyrir til- boð. Það er ábyrgðarhluti að hafna því að launþegar fái ákveðna uppbót sem í mörgum tilvikum gæti orðið mikil bú- bót. Augljóst er að þær aðstæður höfðu skapast að verkalýðsforystan gat sagt upp samningum í haust og í framhaldinu krafist meiri launahækkana en áður var um samið. Þettahefði valdið óróa á vinnu- markaði og haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja, sem þá væru verr sett en áður til þess að greiða hærri laun. Þetta skildi verkalýðsforystan og vildi því gjarnan ganga að sanngjömutilboði og semjaum vinnufrið fram á haustið 2007. Friðurinn hefur skilað miklu 1 síðasta tölublaði Vísbendingar var farið yfír það h vemig kaupmáttur hefur í fyrsta sinn i sögunni aukist hægt og bítandi í rúman áratug án bakslags. A fyrri ámm náði verkalýðshreyfíngin oft fram meiri ávinningi til skamms tima litið en það reyndist skammgóður vennir. Mestallan þennan tíma hefur verðbólga verið stöðug og lítil í sögulegu samhengi. Vinnudeil- ur hafa ekki verið teljandi á almennum vinnumarkaði öll þessi ár. Verðbólgan ermjöghættuleg, sérstak- lega ef mikið er um óverðtry ggðar eignir, til dæmis bankainnistæður. Eignastaða þess sem er með peninga á óverðtryggð- um veltureikningi með 3% vöxtum rýmar um liðlega 15% á þrernur ámm í 15% verðbólgu en hún batnar hins vegar um tæplega 5% í 1,5% verðbólgu. Þetta munar 200 þúsund krónum á milljónina. Þess vegna er verðbólgan skæðasti þjóf- ur sem um getur fyrir alþýðu fólks. Fyrr á ámm var aðalbaráttumál verka- lýðshreyfíngarinnar að fá krónur í launa- umslagið, sem allir fengu þá. Þetta hefur breyst eftir að fleiri vel menntaðir sér- fræðingar, beggja vegna borðsins, hafa komið að samningum. Baráttan snýst þó oft um það öðm fremur að ná sem stærstum bita af kökunni fyrir sinn hóp fremur en að tryggja það að hver og einn fái sanngjöm laun fyrir það sem hann leggur af mörkum. Hvaða kerfi virkar best? Öll kerfí sem fela í sér tilflutning frá einum til annars án þess að umbun sé í eðlilegu samhengi við verðmæti þess sem er keypt eru hættuleg vegna þess að þau eru óstöðug. Niðurgreidd lán skekkja til dæmis verðmætamat. Menn freistast til þess að leggja í fjárfestingar sem ekki gefa hæfilegan arð vegna þess að vextir eruóeðlilegalágir, til dæmis vegnaríkisá- byrgðar. Samagildirumóeðlilegarskattaí- vilnanir. Islendingarhneykslast á öðrum þjóðum vegna ríkisstyrkja í sjávarútvegi. A sama tíma em sjómenn með sérstaka skattaívilnun. Afnám sjómannaafsláttar kallar að sjálfsögðu á að útvegsmenn greiði hæm laun en áður vegna þess að verðmæti starfa sjómanna er það sama og áður þó að skattar þeirra hækki. Sjó- mannaafsláttur er því styrkur til útgerða en ekki sjómanna. Það er eðlilegt og í raun gmndvallar- mannréttindi að allir sitji við sama borð í samskiptum sínum við ríkið. Ríkið á að annast sameiginleg verkefni allra og því er eðlilegt að allir leggi eitthvað af mörkum. Fyrir kosningamar í vor keppt- ust frambjóðendur við að lofa afnámi fasteignaskatta á eignirgamalmenna. Ef fasteignaskattar eru sanngjamir skattar á annað borð hvers vegna er þá ósanngj amt að leggja þá á gamalmenni umfram aðra? Margt ríkasta fólk landsins er ellilífeyr- isþegar en nú á það að losna við skatt sem ungt fólk sem berst í bökkum við að reyna að koma undir sig fótunum verður að greiða. Þau kerfi sem em einfold og sann- gjöm eru langlíklegust til þess að valda almennri velsæld. Þess vegna hefur skatta- lækkun til fyrirtækja ekki leitt til minni skatttekna ríkisins heldur meiri. Flvatinn til þess að skila hagnaði hefur haft þessi áhrif. Flagur almennings batnar á sama tíma vegna þess að fyrirtækin geta greitt hærri laun en áður, auk þess sem margir einstaklingar fá arð af eign sinni í þessum fyrirtækjum. Flækjur eru slæmar Verkalýðsforystanbeindi líka spjótum sín- um að stjómvöldum. Hún vissi að næsta sumar fara kosningar í hönd og því mátti búast við að ráðherrar væru veikari fýrir en ella. Reynslan frá kosningunum í vor benti til þess að stjórnmálamenn væm auðveld bráð. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, orðaði það svo að hagsmunahópar væru famir að bjóða atkvæði sín föl á uppboði meðal stjómmálamanna. Þetta er ágæt lýsing á þeim kostulegu yfirboðum sem sáust fyrir kosningamar í vor. Ti lfærslur til ákveðinna hópa í gegnum vaxtabætur og barnabætur eiga að bæta hag þeirra sem njóta. Vaxtabætur hafa þann ókost sem áður er nefndur að þær skekkja verðmætamatþeirra sem taka lán þó að þær séu kannski svo flókin uppbót að fáir skilji þessi áhrif þeirra. Þessar bætur hafa alltaf verið tekju- tengdar og því hafa þær líka þann ókost að festa fólk i fátæktargildru. Þeir sem em með miðlungstekjur ná sér ekki upp úr þeim vegna þess að tekjuhækkun veldur bótalækkun. Jaðarskattarverðalangtyfir 50% og kerfíð veldur óánægju og skaða. Með þvi að draga úr millifærslum eða fella þær niður er hægt að lækka skatta almennt. Sama gildir um mörg skattþrep. Eftir því sem skattþrepum fjölgar er hættara við að fólk sem er við skattþrepamörk dragi úr vinnu. Mikið hefur verið gert úr því að skattarhafi hækkað mikið hlutfalls- lega hjá mörgum láglaunahópum. Þetta er rétt, en það er eðli þrepakerfa að lítil launahækkun í prósentum getur valdið mikilli skattahækkun. (Framhald á síðu 4) 1 Náðst hefur sátt milli atvinnurekenda og laun- þega. Ríkið kom að til þess að klára málið en það er oft hættulegt. 2 Jón Sigurðsson fjallar í opnugrein um vaxandi umsvif banka og spari- sjóða. Hannlegguráherslu 3 á mikilvægi þess að kynna fyrir greiningaraðilum og öðrunt hvernig þau hafa breyst á liðnum árum. 4 Handbolti og fótbolti sameina menn þegar vel gengur en samkeppnin á vellinum nær ekki til sjón- varpsstöða. J ~h/r

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.