Vísbending


Vísbending - 23.06.2006, Side 3

Vísbending - 23.06.2006, Side 3
við heildareign eru nú reyndar svipaðar og þær voru upp úr 1990. Vissulega er hér um að ræða hlutfall af margfalt stærri stofni en þá. Vegna þess hversu háðir íslensk- ir bankar eru aðgangi að alþjóðlegum lánamörkuðum þurfa þeir nú að hyggja vandlega að endurfjánnögnunarleiðum. Fjánnögnunarhliðin í starfsemi bankanna hefur kannski ekki haldið til fulls í við öran vöxt útlána og eignakaupa. Nú er mikilvægt að leggja áherslu á hana. Tengsl bankanna við íslenskan þjóðar- hag eru nú minni en áður var. I grófum dráttum má ætla að helmingur hreinna tekna þeirra sé upprunninn utan Islands. Nú dreifist útlánaáhætta þeirra á tíu lönd eða fleiri en áður var áhættan þvi sem næst öll innlend. A þessu virðast sumir erlendir greiningaraðilarekki hafaáttað sig. Það er jákvætt að kaup islenskra banka á erlend- um ijármála- og lánastofnunum hafa til þessa nær eingöngu verið í lögsögu ríkja sem búa við traust viðskiptaumhverfí og öflugt ijármálaeftirlit, einkum á Norður- löndum og í Bretlandi. Bankamir hafa fylgt islenskum fyrirtækjum inn á þessa markaði og hafa þannig verið drifkraftur jákvæðra breytinga í þjóðarbúskapnum. Vaxandi umsvif bankanna erlendis gera það enn brýnna en áður að eftirlit og áhættustýring sé öflug, bæði í hverjum banka fyrir sig og hvað heildina varðar á vegum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka í nánu samstarfí við eftirlitsstofnanir í þeiin löndum þar sem þeir starfa. Efling þessa starfs ætti að vera forgangsverkefni stjómvalda. Hagvöxtur Hagvöxtur á Islandi á síðari ámm hef- ur verið í fremstu röð meðal tekjuhárra þjóða, ekki síst vegna umbótanna í hag- kerfmu á fyrri hluta tíunda áratugar lið- innar aldar. Hagvöxtur á Islandi var til dæmis tvöfalt örari en á evrusvæðinu áratuginn 1995-2005 og reyndar einnig örari en i Bandaríkjunum og Bretlandi síðustu fjögur árin. Eftir skammvinnan afturkipp árið 2002 hefur hagvöxtur á síðustu þremur árum verið til jafnaðarnæstum 6% áári. Þessum öra vexti hafa fylgt vaxtarverkir, jafnvel ofhitnun i hagkerfmu. Meginorsökin er gríðarlegur vöxtur eftirspumar í þjóðar- búskapnum. Þjóðarútgjöldin jukust um næstum 15% árið 2005 vegna vaxandi einkaneyslu og ljárfestingar, enda standa nú sem hæst virkjunarframkvæmdir og verksmiðjubyggingar vegna álvera. Vinnumarkaðurinn dregur dám af þessu og atvinnuleysi hefur verið í al- gjöru lágmarki. Innflutningur vinnuafls í stórurn stíl á íslenskan mælikvarða hef- ur dregið nokkuð úr framleiðsluspennu í hagkerfinu en bein eftirspurnaráhrif stórframkvæmdanna og sú ntikla bjart- V ISBENDING ^ Mynd2: Samstœðureikningar bankakerfisins 1990-2005. ISK míSj.MÓ .1 CAD lilutfaB % / /\ r . i - Z ■ 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 02 03 04 05 ■MHeildareign ISK milljarðar — CAD hlutfaH % | Myndin sýnir heildareignir (vinstri ás) og CAD-hlutfall íslensku viðskiptabankanna. sýnisalda sem þær og umsvifíslenskra fýrir- tækjaerlendis hafa vak- ið hafa aukið mjög á eftirspum. Afleiðingin erstóraukinn innflutn- ingur vöm og þj ónustu umfram það sem bein- línis fylgir stórfram- kvæmdunum. Þetta er skýringin á hinum mikla viðskipta- halla í fyrra, sem var unr 16‘/2% af lands- framleiðslu og er það sögulegt hámark. Þótt frá væri talinn beinn innflutningur vegna framkvæmdaviðvirkj- anir og álver mældist hallinn engu að síður yfír 10% árið 2005. Viðskiptahallinn gæti reynst 13-14% af VLF á þessu ári og 7-9% á því næsta, en allar spár í þessu efni eru næsta óvissar. Misvægið er því enn afar mikið þótt nú hægi á vexti þjóð- arútgjalda því að það hægir líka á vexti VLF sem þó er búist við að verði um 4% á þessu ári og 1 -2% á því næsta. Þessar miklu sviptingar í íslensk- um þjóðarbúskap hafa vitaskuld vakið athygli í viðskiptalöndum okkar og á alþjóðalánamarkaði. Atburðarásin á gjald- eyris- og fjármagnsmörkuðum frá því i lok febrúar - gengislækkun og gengisflökt krónunnar, lækkun hlutabréfaverðs og hækkun vaxtaálags á skuldabréf íslensku bankanna á erlendum mörkuðum - sýnir glöggt að íslensk stjómvöld og íslenskir bankar verða að fara með fyllstu gát. Nei- kvæð umfjöllun á síðustu mánuðum um íslenska banka og íslensk efnahagsmál í erlendum og innlendum ljölmiðlum og í skýrslum greiningardeilda erlendra banka og verðbréfafyrirtækja sýnir að þörf er á betri og öflugri upplýsingamiðlun en nú tíðkast urn islensk málefni til alþjóðlegra matsfyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og banka og beint til Ijárfesta. Það er nefni- lega ekki nóg að vel sé stjómað. Það verð- ur að sjást og skiljast að vel sé gert. Þess vegna var og er brýn nauðsyn að bregðast við neikvæðri umljöllun á jákvæðan hátt með gleggri upplýsingum, meira gagnsæi í viðskiptum og öflugri kynningarstarfsemi en áður. Svo að dæmi sé tekið má ekki leika vafi á því hvaða eignir tilheyra bönkunum og hverjar eru í eigu viðskiptavina þeirra og aðeins í vörslu bankanna. Þá getur verið ástæða ti 1 þess að leysa upp krosseignatengsl rnilli bankanna og viðskiptavina þeirra þar sem því verður við komið nteð hagkvæmum hætti en bæði þessi atriði hafa sætt gagn- rýni. Forystumenn íslensku bankanna hafa brugðist skynsamlega við þessari umfjöllun og vinna nú greinilega að því að bæta úr þessu og efla kynningarstarf. Það er alls ekkert athugavert við það að byggja fjárfestingarbankastarfsemi af því tagi sem íslensku bankamir stunda á skuldabréfasölu á alþjóðamörkuðum fremur en innlánum en þá þarf líka að rækta skuldabréfamarkaðinn með stöð- ugu kynningarstarfí og gegnsæjum upp- lýsingum sem fylgja alþjóðlegum reikn- ingsskilastöðlum. Eg hef nokkra reynslu af þessum rnark- aði frá ellefu ára starfi sem bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans (NIB). Þótt NIB hafi alla tíð haft bestu lánshæf- iseinkunn - þrefalt A - frá bæði Moody’s og Standard & Poor’s þarf stöðugt að kynna reikninga hans og rekstur fyrir matsfyrirtækjum, alþjóðlegum verðbréfa- fyrirtækjum og ljárfestum og gefa þeirn reglulega glögga innsýn í efnahag og áhættustýringu bankans og efnahag eig- enda hans. Aldrei má slaka á klónni í þessu efni því að lánstraustið er fjöregg hvers banka. Þetta gildir vitaskuld ekki síður um íslensku bankana. Þeir þurfa að leggja mikla áherslu á slíkt kynning- arstarf - og ekki síður þegar þeim vegnar vel fjárhagslega. Ekkert gerist af sjálfu sér á þessum mörkuðum. Sama gildir um íslensk stjórnvöld þótt þau séu ekki sjálf beinir lántakendur á alþjóðamarkaði um þessar mundir. Glöggar og trúverðugar upplýsingar og skýringar á íslenskum efnahagsmálum á alþjóðavettvangi eru afar mikilvægar fyrir hagkerfið í heild, ekki síst lyrir íslenskar fjármálastofnanir. Umfjöllun greiningardeilda alþjóð- legra banka um íslenska banka og er- lendar skuldir íslendinga á undanfömum mánuðum sýna glöggt þessa þörf. Erlendar skuldir Erlendar skuldir Islendinga hafa vaxið afar ört á siðustu áruin þótt skuldir hins (Framhald á síðu 4)

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.