Vísbending


Vísbending - 30.06.2006, Blaðsíða 2

Vísbending - 30.06.2006, Blaðsíða 2
ISBENDING Hagstj ómarvandi Jón Sigurðsson hagfræðingur Um þessar mundir reynir mikið á þá tilhögun í stjóm peningamála sem upp var tekin 2001, en þá var Seðlabankanum fyrst sett verðbólgu- markmið og gengi krónunnar látið fljóta. I þessu felst mikið álag á vextina sem hagstjómartæki því að stýrivextimir eru helsta - og kannski í reynd eina - stjóm- tæki Seðlabankans til að ná verðbólgu- markmiðinu. Þann 18. maí vom stýrivext- imir hækkaðir í 12,25% og hugsanlegt er að þeir hækki enn. Hækkunin fyrir hálfum mánuði var reyndar sú fjórtánda í röðinni frá 2003. Samkvæmt gmnnspá Seðlabankans um verðbólgu, sem gerð var í lok mars, virðast því sem næst engar líkuráþví að verðbólgumarkmiðið, 2,5% á ári, náist innan tveggja ára. Árshraði verðhækkunar mælist nú nærri 8% og dauflega horfir um að vem- lega dragi úr honum á næstunni. Seðla- bankinn spáir varla lægri verðbólgu en 6% bæði í ár og næsta ár. Þetta em alvar- legar horfur og stefna í hættu þeim sögu- lega árangri sem náðist á fyrri helmingi tíunda áratugarins að koma verðbólgu á íslandi niður á svipað stig og í helstu viðskiptalöndum íslendinga. Vaxandi órói á vinnumarkaði og líkur á uppsögn kjarasamninga í haust vekja ekki beinlínis bjartsýni í þessu efni. Þetta er vandi hagstjórnarinnar um þessar mundir. Einhliða beiting vaxta- hækkunar til þess að slá á verðbólguna heldur gengi krónunnar uppi, sem aftur viðheldur viðskiptahallanum. Þarmeð er boginn spenntur til gengisfalls síðar. Til þess að vemlega dragi úr verð- bólguþrýstingi verður að koma til öfl- ugur stuðningur við vaxtastefnuna með aðhaldi í fjármálastjóm hins opinbera, þ.e.a.s. draga þarf úr útgjöldum og ijár- festingaráformum nokkur næstu ár til þess að minnka væntingar sem kynda undir áframhaldandi þenslu. Itrekaðar yfirlýsingar um víðtæka skattalækkun og stórfelldar áætlanir um framkvæmd- ir á næstu ámm em ekki til þess fallnar að draga úr þenslu í þjóðarbúskapnum. Kerfisbreyting húsnæðislána 2004 jók mjög á þensluna með auðveldari aðgangi að lánsfé en áður, lækkun veðlánavaxta og auknum möguleikum til veðsetningar á fasteignum. Samkeppni viðskiptabank- anna og íbúðalánasjóðs með yfírboðum á víxl hefur magnað spennu á fasteigna- markaði. Á öllurn þessum atriðum þarf að taka til þess að draga úr verðbólgu. Stýri- vextir Seðlabankans hrökkva skammt einir sér til þess að hægja á ferðinni. Þeir hafa takmörkuð áhrif vegna aðgangs að erlendu lánsfé og verðtryggingar á fjár- skuldbindingum innanlands. Mikið innstreymi erlends fjár, bæði vegna fjárfestinga í stórframkvæmdum og ekki síður vegna erlendrar lántöku bankanna til endurlána innanlands, hafði í för með sér hækkandi gengi krónunnar þartil í byrjun þessa árs. Viðbótarástæða fyrir háu gengi krónunnar var svo útgáfa vel metinna alþjóðlegra lántakenda á skuldabréfum í íslenskum krónum. Á síðari hluta árs 2005 var þó með öllu ljóst að gengi krónunnar hlyti að lækka á árinu 2006. Gengislækkunin sem hófst í lok febrúar sl. átti þess vegna ekki að koma neinum á óvart. Meira að segja í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2006, haustið2005, vargertráðfyrirlítilsháttar gengislækkun á fjárlagaárinu, sem telja verðuróvenjulegt. Gengislækkunin, sem nú er orðin, mun stuðla að betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum en hún hefur greini- lega farið langt fram úr spám stjórnvalda. Reyndar getur enginn spáð með vissu um gengi gjaldmiðla á frjálsum markaði með nákvæmni - og allra síst um gengi gjaldmiðils sem gildirájafnþröngumark- aðssvæði og íslenska krónan gerir. Sterk fjárhagsstaða ríkisins Skuldir hins opinbera hér á landi hafa lækkað ört á undanförnum árum og eru nú aðeins lítið brot afþví sem gengur og gerist í Bandaríkjunum, Bretlandi og á evrusvæðinu. Þetta ætti að auðvelda ríkinu að takast á við óvissar efnahags- horfur. Sterkfjárhagsstaðahins opinbera og vænlegar horfur til lengri tíma litið eru einmitt meginröksemdirnar fyrir sterku lánshæfismati íslenska ríkisins hjá alþjóð- legum matsstofnunum. Matsfyrirtækin Standard & Poor’s, Moody’s og Fitch liafa á síðustu mánuðum öll staðfest afar hagstætt mat sitt á lánshæfi ríkisins en eins og kunnugt er lagði Fitch í febrúar sl. neikvætt mat á horfur fyrir lánshæfí ríkisins þótt lánshæfíseinkuninni sjálfri væri ekki breytt. Þetta neikvæða mat ýtti án efa undirþá hrinu af neikvæðri umfjöll- un um íslenskan efnahag sem gætti mjög á fyrstu mánuðum ársins. Sem betur fer hefur dregið úr slíkum skrifum að undan- förnu. Viðleitni íslenskra stjómvalda og banka til að skýra stöðuna virðist hafa bor- ið nokkum árangur. Greiningaraðilum er nú vonandi ljóst að sé litið til lengri tíma má reikna með auknum gjaldeyristekjum af þeim miklu fjárfestingum sem í hefur verið lagt. Þróun verðs á orku og áli í heiminum að undanförnu styrkir þessar horfur. Árangur af fyrirtækjakaupum ís- lendinga erlendis hefur einnig á heildina litið verið allgóður hingað til. Óvissa ríkir þó óhjákvæmilega meðan beðið er eftir viðbótartekjum. Það er sérstakt fyr- ir Island hversu umfangsmiklar þessar fjárfestingar em miðað við takmarkaða stærð íslenska hagkerfísins. Erlend staða þjóðarbúsins Það sem er fyrst og fremst nýtt í efna- hagsmyndinni á síðustu árum er mikil bein fjárfesting Islendinga erlendis og - þótt í minna mæli sé - bein fjárfesting erlendra aðila hér á landi. Það er án efa hyggilegt fyrir litið, frem- ur einhæft, opið hagkerfi að fjárfesta í Mynd 1: Erlendar skuldir helstu lánlaka ISK milljarðar 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 □ Seðlabanki BHið opinbera Bankar BAðrir 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.