Vísbending


Vísbending - 30.06.2006, Blaðsíða 4

Vísbending - 30.06.2006, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 3) varð Almenni lífeyrissjóðurinn við það 5. stærsti lífeyrissjóður landsins. Eins runnu saman smærri sjóðir og yfirstand- andi viðræður milli sjóða gætu leitt til enn frekari samruna á þessu ári. Með lífeyrissjóðalögunum 1997 varkveðið á um að 800 félagar skyldu greiða til lífeyr- issjóðs hið minnsta nema sjóðurinn tryggi áhættudreifingu vegna lífeyrisskuldbind- inga sinna með öðrum hætti. Hagrænir hvatar stuðla ekki síst að fækkun sjóða. Við sameiningu Framsýnar og Lífeyr- issjóðs sjómanna var vísað til þátta á borð við árlegan spamað í rekstrargjöld- um um 0,01-0,02% afheildareignum og aukna ávöxtun um allt að 0,1-0,3% til langframa miðað við það sem ella næðist í ljósi öflugri greiningar, áhættumats og aukinna gæða fjárfestingarákvaröana og stefnumótunar.5 Samtök atvinnulífsins gera því skóna í skýrslu sinni að þegar sammnaferlinu lýkur kunni að standa eftir fimm til átta lífeyrissjóðir.6 Lífeyr- issjóðir vom tæplega 90 að tölu 1991 en 50 í árslok2003. Umþessarmundir taka 33 lífeyrissjóðir við iðgjöldum. Lengri meðalævi en áður og aukin tíðni örorku hefur lagt auknar byrðar á lífeyrissjóðina. Við þessu hefur ver- ið bmgðist með því að hækka greiðslur iðgjalda í sjóðina og munu þær nema 12% frá næstu áramótum samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna 2004.7 Felst breyt- ingin í því að iðgjald launagreiðenda hækkaði í 7% frá ársbyrjun 2005 og í 8% frá ársbyrjun 2007. A móti kemur lækkun á tryggingagjaldi og fellt er niður tiltekið framlag launagreiðenda í séreignarsjóði. Hækkun iðgjalds úr 10 í 12% leiðir ekki til aukinna lífeyrisréttinda heldur er ein- ungis ætlað að mæta auknum útgjöldum sjóðanna vegna aukinna lífslíkna og ör- orku. Felur aðgerðin því í sér viðbrögð vegna breytinga á þessum þáttum til að tryggja stöðu sjóðanna i tryggingafræði- legu tilliti. Réttindamyndun í lífeyrissjóðum sætir nú umtalsverðum breytingum. Hún er í meginatriðum þrenns konar: Jöfn myndun réttinda með stigasöfnun á hverju starfsári (stigakerfi), en hún er óháð aldri og felur því í sér flutning á réttindum frá hinum yngri til hinna eldri enda ávaxtast iðgjöld eldri starfsmanna skemur í sjóðnum en hinna yngri. I öðru lagi ræðir um réttindi sem myndast þeim mun hægar sem aldur sj óðfélaga er hærri. 1 þriðja lagi ræðir um hlutfallskerfi þar sem sjóðfélagi ávinnur sér með greiðslu iðgjalds sérstaklega ákvarðað hlutfall af launum eftirmanns í starfi eða af annarri launaviðmiðun áhverju ári. Síðastnefndu réttindin eiga einkum við sjóði þar sem launagreiðandi ábyrgist réttindin, eins og á helst við um lífeyrissjóði starfsmanna ISBENDING ríkis og sveitarfélaga. Slík tenging við laun hlýtur að teljast eftirsóknarverð í ljósi þess að yfirlangttímabilhækka laun meira en verðlag. Svokölluð grundvall- arlaun sem mynda ijárhæð ellilífeyris í sjóðum á almennum vinnumarkaði fylgja á hinn bóginn verðlagsbreytingum. Með samkomulagi ASI og Samtaka atvinnulífsins (SA) í desember 2004 var mörkuð sú stefna að taka upp ald- urstengda myndun réttinda í sjóðunum.8 Ry ður hún sér nú hratt til rúms hj á lífeyris- sjóðum á hinum almenna vinnumarkaði. Mæla með henni tryggingafræðileg rök og sést nauðsyn hennar glögglega í ljósi þess að kerfið býður að vissu marki upp á að einstaklingur velj i aldurstengdan sj óð á fyrri hluta starfsævinnar og stigasjóð síðar án þess að iðgjöld hans þar standi undir réttindum sem lofað er. Virðist að- ferð lífeyrissjóðsins Gildis við að breyta réttindamyndun, sem felur í sér ákveðið aðlögunarferli, verða stefnumarkandi fyr- ir aðra sjóði.9 Núningur í lífeyriskerfinu Atriði eins og fækkun sjóða, hækkun iðgjalda án aukinna réttinda og teng- ingréttindamyndunar við aldur sjóðfélaga stuðla að aukinni hagkvæmni og skilvirkni lífeyriskerfisins og trey sta tryggingafræði- legan grundvöll lífeyrissjóða. Ef litið er yfir hið þrískipta lífeyris- kerfi í heild sinni má greina núning milli hinna ýmsu þátta þess. Kunnir eru úr op- inberri umræðu árekstrar lífeyrissjóða og almannatryggingakerfis þar sem takast á sjónarmið um jafnan lífeyri fyrir alla úr op- inberum sjóðum og skerðingu greiðslna vegna tekna, þar á meðal tekna úr lífeyris- sjóðum og séreignarspamaði. Eins blasa við ólík réttindi almennra lífeyrissj óða og sj óða opinberra starfsmanna. Hinir síðar- nefndu standa sumir frammi fyrir halla sem mælist í milljarðatugum eða hund- mðum milljarða, eins og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Hefur þó verið veitt til hans 90 ma. kr. á umliðnum ámm úr ríkissjóði. Styr stendur um lífeyriskjör æðstu ráðamanna. Lífeyriskerfi Islendinga er um margt til fyrirmyndar en þar bíða óleyst verk- efni. Lífeyriskerfið er ekki aðeins reist á samningum og löggjöf heldur einnig óskrifuðum samfélagssáttmála. F orsenda hans er jafnrétti í lífeyriskjömm lands- manna. Veikist sú forsenda er vegið að undirstöðum kerfisins. 1 Aökoma stjómvalda, minnisblað ASÍ til ríkisstjómar, dags. 9. júní 2006, birt á asi.is. 2 Sbr. stefnurit Alþjóðabankans, Averting the old age crisis, 1994. 3 Glöggt yfirlit er í skýrslu Samtaka atvinnulífsins (SA), íslenska lífeyriskcrfið í umbreytingu, 2006. 4 Fjármálaeftirlitið, Ársskýrsla 2005. 5 Greinargerð og tillögur viðræðunefndar um sameiningu Lífeyrissjóðsins Framsýnar og Lífeyrissjóðs sjómanna, dags. 21. febrúar 2005. 6 SA, bls. 6. 7 SA, bls. 11 K SA, bls. 11. 9 Greinargerð og tillögur..., bls. 7-8. Aðrir sálmar Enginn ríkur Magnús Grímsson (1825-1860) er kunnastur fyrir að hafa ásamt Jóni Amasyni safnað saman íslenskum þjóð- sögum. Vegna þess að Magnús dó áður en safnið kom út em sögumar kenndar við Jón einan. Magnús kom þó víða við og skrifaði m.a. ritgerð sem nefndist Und- irstaða hvers lands velmegunar. Hann segir: „[Island] er í flokki hinna fátæku landa. Eða hvemig ætti það að vera öðm- vísi, þar sem allur fjöldi landsmanna er tæplega eða varla meira en sjálfum sér bjargandi, og - oss liggur við að segja - enginn ríkur. En hvað mundi nú valda slíkum fátækdómi? Ekki er hann af því, að íslendingar vilji ekki eiga sem mest, eða af því, að þeir nenni ekki að bera sig eptir allri þeirri björg, sem þeir bera skyn á. - Og þó bregðum vér einatt hver öðrum um deyfð og dugleysi. Hvemig stendur á því? Vér getum þó ekki annað, en kannast við það, að íslendingar séu alment iðjumenn, sem einatt vinna baki brotnu, til þess að hafa nægilegt lífseldi. En það er ekki nóg að vera iðinn og starfsamur, eða vinna svona einatt út í bláinn eins og vant er. Þess konar vana- iðni getur aldrei staðist til lengdar; hún má ekki eintrjánast áfram ár eptir ár, öld eptir öld; því þá gleymir hún að lokunum starfa sínum, og gerir verk sitt hugsunar- laust og með einhverskonar ólund. Hún veit þá á endanum varla, hvað hún gerir eða hvers vegna að hún vinnur þetta eða hitt einmitt svona en ekki öðruvisi. Störf manna og verknaður er og verður með þessum hætti aldregi blessunarríkur; því hann vantar þá allt líf; hann er þá unninn nærri því meðvitundarlaust. Iðnin eða starfsemin verður allt af að hafa vakandi auga á framrás tímans; hún má aldrei hafa augun af framfömm hans, heldur þvert á móti leita þeirra og hagnýta þær. ... Því er ver og miður, að vér getum ekki bor- ið sjálfum oss góðan vitnisburð í þessu efni. Vér hljótum að kannast við það, að vér höfum misst auga á framfömm tím- ans og orðið á eptir þeim þjóðum, sem vér stóðum áður jafnfætis eða fremur.... Vér megum ekki kippa oss upp við það, þó nábúum vomm, sem fremri oss em, kunni að hætta við að fara með oss eins vog böm.” bi____________________________y Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita ^án leyfis útgefanda._______________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.