Vísbending


Vísbending - 30.06.2006, Page 3

Vísbending - 30.06.2006, Page 3
ISBENDING erlendum eignum til þess að draga úr áhættu og sveiflum og auka tekjur í fram- tíðinni. Þetta var hins vegar ekki opin leið fyrir Islendinga fyrr en ijármagns- hreyfingar voru gefnar frjálsar. Þegar þessi leið opnaðist loksins var við því að búast að tekin yrðu stór skref. Stórfellda fjárfestingu íslendinga erlendis á siðustu árum ætti því fyrst og fremst skoða sem löngu tímabæra uppstokkun á eignahlið efnahagsreiknings þjóðarbúsins. Upp- stokkunin hefur orðið í nokkuð stórum skrefum, ekki síst af þvi að aðstæður á alþjóðlegum ij ármagnsmarkaði hafa ver- ið óvenjuhagstæðar fyrir framtakssama fjárfesta eins og íslensk fyrirtæki hafa reynst vera. Það sem gert hefur þessa ijárfestingu erlendis mögulega eru mark- aðsumbætumar sem gerðar vom á fyrri hluta tíunda áratugarins og framfarir á fjármagnsmarkaði. Efling lífeyrissparnaðar skiptir hér miklu máli. I lok ársins 2005 nam hrein eign lífeyrissjóðanna 125% af VLF sem er með því allra hæsta sem þekkist. Líf- eyrissj óðimir eru nú miki 1 vægir fj árfestar heima og erlendis, bæði í hlutabréfum og skuldabréfum. Annar snar þáttur í þessari mynd eru vaxandi hlutabréfaviðskipti á Verðbréfa- þingi frá árinu 1992 og síðar í Kauphöll Islands. Kauphöllin er mikilvægur vett- vangur fyrir fjármögnun ijárfestingar og endurskipulagningar fyrirtækja í hlutafélagahagkerfinu. Fiskveiðistefn- an með framseljanlegum kvótum hefur markaðsvætt sjávarútveginn og sett fjár- magn sem í honum var bundið á mark- að. Verðbréfamarkaðurinn hefur gert íslenskum fyrirtækjum kleift að færa út kvíamar og þótt hækkun hlutabréfaverðs hafi verið mikil hér á landi á síðustu árnrn er hlutfall verðs hlutabréfa og hagnaðar skráðra félaga svipað og í helstu kaup- höllum Evrópu. Bein fjárfesting íslenskra fyrirtækj a er- lendis hefur aukist úr 4 milljörðum króna 1990 í nær 600 milljarða króna í árslok 2005. Þessi stofn sem var óverulegur fyr- ir 15 árum nemur nú um 60% af VLF og mun væntanlega vaxa enn á næstu ámm. Á sama árabili hefur bein fjárfesting er- lendra aðila á Islandi aukist úr 8 milljörð- um króna í meira en 240 milljarða króna, eða um 24% af VLF. Það er mikilvægt að þessi stofn geti vaxið á næstu ámm. Til þess að svo megi verða þarf að losa um þær hömlur sem enn eru á erlendri fjárfest- ingu í sjávarútvegi og orkuvinnslu. Nú eru þessar mikilvægu greinar lokaðar fyrir erlendri ijárfestingu. Annars konar tálmi fyrir erlenda ijárfestingu hér á landi - og af allt öðmm toga - er íslenska krónan sem gjaldmiðill. Óstöðugt gengi hennar veldur viðbótaróvissu og viðskiptakostn- aði sem ijárfestar og framleiðendur - bæði í grónum greinum og ekki síður í nýjum hátæknigreinum - vilja vera lausir við. Kannski er gengisóvissan helsti Þrándur í Götu erlendrar flárfestingar hér á landi ef að er gáð. Gjaldmiðils- og gengismál verða því framvegis sem hingað til eitt mikilvægasta viðfangsefnið á vettvangi íslenskra efnahagsmála. Aðild að ESB og Efnahags- og myntbandalaginu (EMU) og þar með evmsvæðinu er án efa sú leið í þessu efni sem helst þarf að kanna á næstu ámm. Lokaorð r Arangur íslenskaþjóðarbúsins fráþví það var leyst úr álögum gjaldeyris- hafta fyrir sextán ámm hefur vissulega verið góður. Frelsi á fjármagnsmarkaði og vaxandi umsvif banka og sparisjóða hafa valdið miklu um þennan árangur. Menn skyldu þó varast að ofmetnast af velgengninni. Umfram allt þarf að meta eðliskosti lands og þjóðar skrumlaust og af raunsæi. Hræringar í lífeyriskerfinu Alþýðusamband Islands þrýstir um þessar mundir fast á stjóm- völd að breytingar verði gerðar á lífeyrisréttindum æðstu manna ríkisins. ASÍ krefst þess að umræddum eftirlauna- lögum verði breytt þannig að æðstu ráða- menn búi við sömu lífeyrisréttindi og starfsfólk á almennum vinnumarkaði.1 Aðilar vinnumarkaðarins, sem eiga jafnmarga fulltrúa í stjómum lífeyris- sjóða, hafa beitt sér fyrir margvíslegum aðgerðum til að treysta lífeyrissjóði al- menna markaðarins. I opinbera lífeyr- iskerfinu felast helstu aðgerðir m.a. í breytingu á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) með deildaskiptingu sjóðs- ins, inngreiðslum úr ríkissjóði i LSR og umræddum eftirlaunalögum. Lífeyriskerfið hér á landi er á heildina litið í föstum skorðum með þrískiptingu milli almannatrygginga, skyldubundnum lífeyrissjóðum og valfrjálsum séreignar- spamaði. Þessi þrískipan er í samræmi við meginlínur Alþjóðabankans um skipan lifeyrismála frá 1994.2 Lífeyrissjóðir búa við traustan laga- ramma, reistan á samkomulagi aðila um þýðingarmikinn hluta þess.3 Atriði á borð við val milli sjóðsöfnunar og gegnum- streymis, sem lengi voru deiluefni, em ekki lengur til umræðu eftir að yfirburðir sjóðsöfnunarblasa við. Á vettvangi lífeyr- issjóða almenna vinnumarkaðarins má sjá hraða þróun á ýmsum sviðum og er hún meginefni þessarar greinar. Eignir lífeyrissjóða em hvergi meiri en hér á landi ef þær em mældar sem hlut- fall af landsframleiðslu. Eignir sjóðanna í lok ársins 2005 námu 1.200 milljörðum króna (ma. kr.) en til samanburðar nam landsframleiðsla þess árs 996 ma. kr. Ávöxtun eigna sjóðanna árið 2005 var með ágætum. Almannatryggingakerfið á sér rætur aftur fyrir miðja síðustu öld. Lög um alþýðutryggingar vom sett 1936 og var Tryggingastofnun ríkisins sett á laggim- ar með þeim. Lög um almannatrygging- ar voru sett 1946 en gildandi lög eru frá 1993. Lífeyrissjóðakerfið á rætur í kjarasamningum árið 1969 en áður höfðu verið stofnaðir ýmsir lífeyrissjóðir og er stærsti almenni lífeyrissjóðurinn, Líf- eyrissjóður verzlunarmanna, dærni um slíka sjóði. Lífeyrir þeirra sem horfið hafa af vinnumarkaði vegna aldurs (og um leið lífeyrir vegna örorku og til maka og bama) hefur verið samningsatriði að- ila á vinnumarkaði og eru gildandi lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 að meginstefnu lögfesting á samningum að- ilaum þettaefni. Lögin frá 1997 geraráð fyrir viðbótarsparnaði í séreignarsjóði sem nýtur ákveðinna skattfríðinda. Nýleg þróun í lífeyriskerfmu Lífeyrissjóðum fer fækkandi, greiðslur iðgjalda hækka úr 10 í 12% á árabil- inu 2005-2007 og sjóðir taka í vaxandi mæli upp aldurstengingu iðgjalda í stað jafnrarréttindamyndunar. Valfrjáls lífeyr- isspamaður hefur byggst hratt upp með þátttöku þorra manna og námu eignir í slíkum sjóðum um 110 ma. kr. í lok árs 2004. Samkvæmt yfirliti Fjármálaeftirlits- ins störfuðu46 lífeyrissjóðir 1. júlí 2005 en 37 tóku á móti iðgjöldum.4 Lífeyris- kerfíð erþó mun samþjappaðra en þessar tölur gefa til kynna því að tíu stærstu lífeyrissjóðimir eiga þrjá fjórðu heild- areigna sjóðanna. Á árinu 2005 samein- uðust lífeyrissjóðurinn Framsýn og Líf- eyrissjóður sjómanna í Gildi, sem varð hinn þriðji stærsti meðal lífeyrissjóða. Á árinu sameinuðust einnig Almenni lífeyr- issjóðurinn og Lífeyrissjóður lækna og (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.