Vísbending


Vísbending - 11.08.2006, Síða 3

Vísbending - 11.08.2006, Síða 3
ISBENDING Samrunabylgja kauphalla Þórður Friöjónsson | hagfræðingur Samruni kauphalla munu setja svip sinn á þróun verðbréfamarkaða í heiminum á næstu misserum. Þannig blasir nú við að kauphöllin í New York (NYSE) og Euronext muni sameinast innan skamms. Undirbúningur er vel á veg kominn og virðist fátt geta komið í veg fyrir samrunann. Einnig er í sjónmáli yfirtaka Nasdaq á kauphöllinni í London (LSE), þótt hún eigi sér líklega stað nokkru seinna en samruni NYSE og Euronext. Þá er orðrómur um að kauphöll- in í Chicago (CME) og þýska kauphöllin (Deutsche Börse) kunni að hafa áhuga á að sameina krafta sína. Loks eru ýmsar minni kauphallir að skoða þá kosti sem þær standa frammi fyrir. Rísandi bylgja Eins og sjá má af mynd sem fylgir hér með varðar umræddur samruni nokkrar af stærstu kauphöllum í heiminum í dag. Myndin sýnirmarkaðsvirði skráðra kauphalla eftirstærð. CME erverðmætasta kauphöllin, á eftir íylgja Deutsche Börse, Euronext ogN Y SE. Nokkm neðar á listan- um em LSE og Nasdaq — eða í sjöunda og áttunda sæti. Við má bæta að í þess- um tilvikum er um að ræða sammna yfir Atlantshafið sem felur í sér bæði meiri áskomn og tneiri áhrif á verðbréfamarkaði en áður em dæmi um. Samrunaþróun meðal kauphalla er að vísu ekki ný af nálinni og hefur töluvert verið um sameiningu þeirra á undanfornum árum. I því sambandi nægir að nefna Euronext, sem samanstendur af kauphöllunum í París, Amsterdam, Brussel og Lissabon, og OMX, sem rekur kauphallirnar í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og í Eystrasaltsríkjun- um. Samrunabylgjan fram undan rís hins vegar miklu hærra en áður þvi að þar er um að ræða helstu kauphallir í heiminum og tnargar minni virðast ætla að fljóta með. Hvers vegna? Hvað liggur hér að baki? Hvers vegna eru risarnir að sameinast og dvergamir að endurmeta stöðu sína með það fyrir augum að tengjast stærri einingum? Astæðumar eru tvær — og reyndar samofnar. Annars vegar vilja kauphallirnar styrkja samkeppnisstöðu sína og hins vegar ná fram hagræðingu á tæknisviðinu. Samkeppni milli kauphalla í heim- inum hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Þar veldur alþj óðavæðing efnahags- og viðskiptalífs sem leitt hefur til þess að landamæri hafa sífellt minni takmarkanir í för með sér. Alþjóðleg fyrirtæki verða stærri og stærri, fjárfestar sækjast eftir arði hvar sem er í heiminum og útgefendur geta skráð félög sín þar sem hagkvæmast þykir - og er þá heimalandið ekki sjálf- sagður kostur nema það hafi að bjóða virðisauka fyrir félagið. Þetta birtist í smækkaðri ntynd á íslenska markaðnum. Stærstu fyrirtækin sem skráð eru í Kauphöll Islands em í vissum skilningi ekki íslensk lengur. Þannig myndast meirihluti tekna þeirra í útlöndum; þar er meirihluti starfsemi þeirra og þar er meirihluti starfsmanna þeirra staðsettur. I þessu felst að þau þurfa samkeppnishæfa og alþjóðlega þjónustu á heimamarkaði þvi annars er hag þeirra betur borgið með skráningu í erlendri kauphöll. Samagildirumstærri markaði. Lítum til að mynda til Norðurlandanna. Samrunar milli norrænna fyrirtækja og fyrirtækja frá öðrum löndum verða æ algengari og fyrir vikið verða hagsmunir þeirra tengdari því sem er að gerast á alþjóðavettvangi. Og hjá stóru kauphöll- unum verður samkeppnin stöðugt harðari um fyrirtækjarisana. Sömu sögu er að segja um ijárfesta; þeir verða æ minna bundnir af heimamarkaði. Eina leiðin til að mæta þessari þróun er að laga sig að aðstæðum og veita samkeppnishæfa þjónustu. T ækniframfarir hallast á sömu sveif. Eins og liggur í augum uppi hafa þær lagt grunn að alþjóðavæðingunni en einnig vegur þungt að kauphallarrekstur gerir gífurlegarkröfurtil tölvu- oghugbúnaðar. Kerfin sem reksturinn byggist á eru flókin og dýr og því eru miklir möguleikar á hagræðingu með samruna kauphalla. r Hvað um Kauphöll Islands? Um þessar mundir er verið að skoða stöðu Kauphallar íslands í þessu ljósi. A undanförnum árum hefur Kaup- höllin mætt alþjóðavæðingunni með nánara samstarfi við aðrar kauphallir á Norðurlöndum. Þannig er viðskiptakerfið það sama í öllum kauphöllunum og það á einnig við um mörg önnur kerfi. Mikið hef- ur áunnist í samræmingu reglna og vinnu- lags. Þessar ákvarðanir hafa verið vel tímasettar og án vafa stuðlað að miklum uppgangi Kauphallarinnar og íslensks verðbréfamarkaðar á síðustu árum. Nú er hins vegar enn á ný komið að mikilvægum ákvörðunum um framtíð Kauphallar ís- lands. Er rétt að stíga frekari skref til samstarfs eða jafnvel sameiningar eða er betra að hinkra enn um sinn? 1 því skyni að svara þessari spumingu hefur verið ákveðið að ganga til viðræðna við OMX um nánara samstarf og er sameining þar ekki útilokuð. Svarið liggur ekki fyrir en hafðir verða að leiðarljósi hagsmunir íslensks verðbréfamarkaðar, útgefenda, kauphallaraðila og fjárfesta. (/) Q) C s T3 o X Heimildir: JPMorgan, Exchange Sector Update, 30. júní 2006. 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.