Vísbending - 11.08.2006, Side 4
V
ISBENDING
90 dagar
Fyrstu níutíu dagar nýs stjómanda
fyrirtækis eru líklegir til þess að
skipta sköpum um hvemig fram-
haldið verður. Fyrstu þrír mánuðimir eru
tími til þess að byrja upp á nýtt og gera þær
nauðsynlegu breytingar sem þarf að gera.
Þetta er mikilvægur tími fyrir stjómendur
til að skapa tengsl innan fyrirtækisins og
vinna fólk á sitt band.
Talað er um að forseti Bandaríkjanna
fái 100 daga til þess að sanna sig svo að
ekki er til of mikil mælst að nýr formaður
Framsóknai-flokksins sanni sig á 90 dögum
eins og stjómendur fyrirtækja að þurfa
jafnan að gera.
Leiðarvísirinn
Harvard-manninum Michael Watkins
hefur tekist að skapa sér sérstöðu
sem gúrúinn í umbreytingum tyrirtækja
og fyrstu dögum stjómenda. Bók hans,
The First 90 Days, er stundum kölluð
biblía nýrra stjómenda. Bókin er ágætur
leiðarvísir um hvað stjómendur þurfa að
hafa í huga þegar þeir taka við nýju fyrir-
tæki eða hafa verið færðir á toppinn úr
stöðu millistjómenda. I meginatriðum setur
Watkins fram tíu atriði sem eru gmnnur
bókarinnar og hér á eftir verða þau sýnd
(þó ekki í beinni þýðingu).
Vertu reiðubúinn. Fyrstu níutíu dagamir
marka ákveðinn áfanga þar sem stjórn-
andinn á að hætta að vera kostnaður fyrir
fyrirtækið og fara að skila því auknu virði.
Stjómandinn þarf að skipta þessum níutíu
dögum í styttri áfanga til að átla sig á hvemig
förinni miðar. Áhinnbóginn þarf stjómand-
inn að átta sig á nýjum aðstæðum og leggja
áherslu á að sjá heildarmyndina en ekki
einungis leggja áherslu á eigin styrkleika.
Lœrðu hratt Það er ekki hægt að læra allt í
einu heldur þarfí fyrsta lagi að forgangsraða
því sem þarf að læra. I öðm lagi þarf að finna
bestu leiðina tilþess að læraþað sem til þarf,
finna þá sem geta gefið réttu upplýsingam-
ar og veitt mikilvægt innsæi. Þetta snýst
um að finna þekkingarauðlindimar innan
og utan fyrirtækisins. 1 þriðja lagi þarf að
tengj a lærdómsferlið inn áheildaráætlunina
þannig að hver áfangi sé skýr.
Tengilu stöðu og stefnu. Nauðsynlegt er
að skilja stöðuna sem fyrirtækið er í áður
en stefhan er ákveðin. Þetta snýst um að
skilgreina áskoranimar og tækifærin sem
fyrirtækið stendur ffarnmi fyrir og móta
aðgerðaáætlun um hvemig á að takast á
við þessa þætti.
Tiyggðu sigra sein fyrst. Að vinna sigra
fljótt og ömgglega skapar stemmingu innan
fyrirtækisins og trú á að nýr maður geti í raun
skapað fyrirtækinu framtíð. Fyrstu þrjátíu
dagamir ganga út á að skapa trúverðugleika,
næstu sextíu að bæta árangurinn. Annars
vegar þarf langtímamarkmið og hins vegar
skammtímamarkmið senr hægt er að ná og
fagna áður en um of langt líður.
Senuiu uin sigra. Leiðtoginn þarf að vera
sammála eigendum, stjómendum eða stjóm
um hver staðan er og hver árangurinn getur
orðið á fyrstu þremur mánuðum, sem og
í framtíðinni, og komast að samkomulagi
þar um. Um leið þarf að ákveða með hvaða
hætti samskiptin eiga að vera.
Mótaðu fyrirtœkið. Það þarf að móta
stefhu, skipulag og kerfi sem taka mið af
hæfileikum og menningu fyrirtækisins. Það
þarf að finna hverju þarf að breyta og bæta
og hvar þarf að byrja að byggja upp hið
nýja fyrirtæki.
Byggðu upp hópinn. Það þarf krafta alls
hópsins sem stýrir fyrirtækinu til að breyta
því og þess vegna er nauðsynlegt að by ggj a
upp traustan hóp fólks til að leiða það áffam.
Þá þarf að ákveða hverjir eiga að vera í
hópnum og hverjir ekki og hvemig á að
hvetja þá og meta.
Tryggðu samstöðu. Það þarfað nátil þeirra
sem hafa áhrif í fyrirtækinu og fá þá til að
vinna í takt við breytingamar með því að
sannfæra þá um ágæti þeirra. Þetta snýst um
að skilja innri tengsl í fyrirtækinu, hverjir
em lykilaðilar og i hverju áhrif þeirra em
fólgin, og nýta sér það.
Haltujafnvœgi. Það er erfitt að halda utan
urn margþætt verkefni og þess vegna þarf
stjómandinn að einbeita sér að því sem
virkar, tileinka sér aga og korna sér upp
ráðgjafaneti. Það þarf að meta stöðuna
reglulega með hjálp ólíkra ráðgjafa til að
koma í veg fyrir einangrun stjómandans.
Hvettu liðsheilílina og leikmennina. Það
er nauðsynlegt að hj álpa einstaklingum og
hópum að ná tilskildum árangri með því
að hvetja þá og verðlauna, mæla og meta
árangur og setja fyrir nýjar áskoranir. Oft
snýst þetta um að gefa fólki ábyrgð.
Arangur er skilyrði
rír mánuðir eru stuttur tími en upphafið
er yfirleitt ávísun á framhaldið svo að
það er mikilvægt að vel takist til á þessu
tímabili. Aðþremurmánuðum liðnum eiga
áhrifnýs stjórnanda að vera farinn að skila
sér og árangur á að vera farinn að sjást. Ef
stjómandanum hefur ekki tekist að gera
breytingar á fyrstu þremur mánuðunum
mun honum að öllum líkindum ekki takast
að gera neinar breytingar yfir höfuð, þ.e.
hann ræður ekki við verkefnið. Flokks-
menn Framsóknaiflokksins ættu því að
gera sér grein fyrir því að ef ekkert hefur
gerst í flokknum þegar komið er fram í
desember hafa þeir ekki valið sér fomiann
sem telst óskoraður leiðtogi.
Aðrir sálmar
V___________________________________>
Tölum um staðreyndir
Skattar og tekjur em aðalumræðuefni
manna þessa dagana. Fátt skiptir
meira máli en að skattkerfið hvetji fólk
til þess að vinna sér sem mest inn og
svíkja ekki undan skatti. Því miður
virðist umræðan alveg á skjön við þessi
grundvallarsjónarmið. I nýlegri grein í
Vísbendingu komu fram útreikningar sem
bentu til þess að launatekjur skiptist álíka
jafnt milli manna nú og verið hefur und-
anfarinn áratug. Þessi niðurstaða kom
undirrituðum á óvart því að hún er þvert á
það sem allir virðasttelja. Miðað var við
tölur frá ríkisskattstjóra og launatekjur
fyrir skatta. I sömu grein er jafnframt
reiknaður út G ini-stuðull fyrir fj ármagns-
tekjur. Hann hefur stórhækkað á sama
tíma. 1 báðum tilvikum var stuðullinn
reiknaður fyrir hjón. Á sama tíma heldur
áfram umræða í þjóðfélaginu þar sem
vitnað er i niðurstöður fræðimanna um
að ójöfnuðurinn í launum aukist stöðugt.
Einhver kynni að telja að niðurstöður
stangist á, en svo er ekki. Nú geta fræði-
menn auðvitað ekki stýrt því hvernig
menn skilja niðurstöður þeirra, en svo
vel vill til að ég fékk upplýsingar um
að þar væri verið að tala um ráðstöf-
unartekjur, launa- og ijármagnstekjur
samanlagðar, eftir skatta. Þetta stenst
vel, en það eru fjármagnstekjurnar sem
fara á færri hendur nú en fyrir áratug.
Vísbendingargreinin sýndi að launa-
tekjur í öllum hópum hafa aukist um
rúmlega 50% að raunvirði á áratugnum.
Fjármagnstekjur hafa líka aukist í öllum
hópum. Þær hafa rúmlega þrefaldast
hjá þeim sem rninnst hafa en nærri tutt-
ugu- og fimmfaldast hjá þeim sem fá
mest. Hagur allra hópa hefur því vænkast
mikið. Oréttlætið virðist vera að sumir
hafa fengið mun meiraen aðrir. Þeir sem
mest fá eru jafnframt þeir sem auðveld-
ast eiga með það að færa skattaheimili
sitt úr landi. Sumir hafa þegar gert það,
eflaust meðal annars vegna þess að þeim
er sti 1 It upp sem sakamönnum fyrir að fá
góðar tekjur. Stjómmálamenn og fleiri
vilja setja á hátekjuskatt að nýju. Mun
brýnna er að lækka skattprósentuna til
þess að sem flestir tekjuháir vilji borga
skatta á Islandi. - bj
V J
f ^itstjóri og ábyrgöarmaöur: Á
Eyþór Ivar Jónsson.
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105
Reykjavík.
Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda._________________
4