Vísbending


Vísbending - 22.09.2006, Qupperneq 2

Vísbending - 22.09.2006, Qupperneq 2
ISBENDING Auðlindagjald í norskum sjávarútvegi? Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Islands Norskur og íslenskur sjávarútveg- ur eiga margt sameiginlegt, enda sækja íslenskir og norskir sjó- menn sjó við svipaðar ytri aðstæður og eltast við sömu sjávarskepnumar. Norskir útgerðannenn, norskir vinnslumenn og norskir sjómenn kenndu Islendingum að veiða og vinna hval, síld og rækju á ára- bilinu frá aldamótunum 1900 og fram á fjórða áratug aldarinnar. Síðan hafa íslendingar og Norðmenn notað sömu tækni við veiðar og vinnslu. Þrátt fyrir sameiginlegan bakgmnn og aðstæður er uppbygging flota þessara tveggja þjóða afar ólík. Veiðifloti Islendinga samstend- ur af stómm togurum og nokkrum flota af trillum. Togaraútgerð í Noregi hefur verið leyfisbundin frá 1936. Verkamanna- flokkurinn fór með stjórn Noregs um áratuga skeið eftir stríð. Kennari minn við Háskólann í Osló, sem átti aðild að út- gerð slíks fyrirbæris á sjöunda og áttunda áratug siðustu aldar, lýsti fyrirmér stefnu Verkamannaflokksins á þeim orðum að „þeir vilja helst ekki að fiskiskip sé stærra en þetta skrifborð sem ég sit við“. Stærð kennaraskrifstofa og kennaraskrifborða við Háskólann í Osló mótuðust á þeim tíma af sjónarmiðum hinnarhagsýnu hús- móður og þeirri sparsemi sem hemám og styrjaldarógn kennir. Togarar vom og em því aðeins litill hluti af veiðiflota Norðmanna en litlir og meðalstórir bátar skiptu og skipta hins vegar miklu máli. Þessu flotamynstri hefur verið viðhaldið með margvíslegum hætti. Eitt af þeim tækjum sem hefur haft hvað mest áhrif er svokölluð þátttökukrafa en þar er átt við að þess er krafist að eigendur skipa séu virkir þátttakendur í sjómennskunni. Á seinni árum hefur það talist til þátttöku að vinna að rekstrinum í landi en engu að síður hefur þessi krafa heft uppbyggingu fjárfreks flota. Þrátt fyrir þátttökukröfu og takmark- anir á fjölda togara og frystiskipa hafa Norðmenn ekki farið varhluta af áhrif- um tækniþróunar á veiðigetu skipanna. Veiðiþoli fiskistofna hefur verið ofboðið. Svarió hefúr verið flókið kerfi leyfa og kvótaúthlutunar, fyrst gagnvart togurum en síðargagnvartminni bátunum. Togara- útgerðin hafði verið leyfisbundin frá því fyrir seinna stríð og veiðar minni báta leyfisbundnar frá því í byrjun tíunda ára- tugarins. Skip og eigandi sem rétt hafa til veiða fá úthlutað ákveðnum kvóta sem gildir frá ári til árs. Skv. orðanna hljóðan fellur veiðiréttur niður við sölu skips en í raun hafa eigendur skipa komist upp með að selja bæði skip og veiðirétt. Yfirvöld sj ávarútvegsmála hafa með ýmsum hætti reynt að draga úr veiðigetu flotans. Þannig var á tímabili heimilað að sameina kvóta tveggja skipa væri annað úrelt, þó þannig að 20% af kvóta hins úrelta skips félli til baka til skipaflokksins strax (kallað avkortning eða stytting) og afgangurinn að 13-18 árum liðnum. Þessu var breytt á seinnaríkisstjómartímabili Bondeviks og 80% kvótinn gerðuróafturkræfurhluti af kvóta þess skips sem hann var fluttur á. Norskt kvótakerfi r Iraun býr norskur sjávarútvegurþví við kvótakerfi sem er byggt á úthlutun til einstakra skipa. Þessir kvótar eru auk þess framseljanlegir. Munurinn á hinu íslenska kvótakerfi og því norska er þó nokkur. Miklartakmarkanireruáframsaliákvóta. Kvótinn erbundinn við veiðarfæri, báta- flokka og landsvæði. Framsal kvóta er bundið við sölu skipa. „Stytting“ kvótans hefur sömu áhrif og skattur á söluverð- mæti. Tekjumar af þeirri skattlagningu falla reyndar öðmm útgerðannönnum í skaut en ekki ríkissjóði eða öðrum full- trúum almennings. Ohætt er að fúllyrða að á meðal útgerð- armanna, sjómanna, stjórnmálamanna og opinberra embættismanna sem sinna sjávarútvegi hafí verið útbreidd óánægja með fiskveiðistjórnunarkerfið. Það er flókið og erfitt í framkvæmd auk þess sem sýnt hefur verið fram á að eftirfylgni með einstökum þáttum þess sé ábótavant. Aðlögun flotans að stærð fískistofnanna hefur verið hæg þar sem útgerðarmenn hafa verið tregir til að selja frá sér skip til úreldingar, margir hafa beðið eftir að reglum yrði breytt. Það er einnig auðvelt að sýna fram á að aukinn framseljanleiki kvótans myndi draga úr kostnaði við sjósóknina í Noregi. Ríkisstjóm Noregs setti því á laggimar nefnd snemma í jan- úar 2006 sem fékk það verkefni að gera greinfyrirvirkni fískveiðistjórnunarinn- ar með hliðsjón af helstu markmiðum stjórnvalda. Þessi markmið eru að tryggja að fiskistofnamir séu áfram i sameign þjóðarinnar, að nýting þeirra stuðli að kröftugri atvinnustarfsemi í strandhémð- um Noregs og að stefnan stuðli að því að flotinn sé í samræmi við kröfur nútímans tæknilega og hvað varðar fjárhagslega afkoinu. Nefndarmenn komu úr röðum ýmissa hagsmunaaðila, auk ftilltrúa frá háskólastofnunum sem sinnt hafa sjáv- arútvegsrannsóknum. Mikil áhersla var lögð á að nefndin hraðaði störfum sínurn. Skýrsla var lögð fram um miðjan ágúst. Nefndarmenn skiptust í þrjáhópa. Fyrsti hópurinn lagði til að staða strandveiði- flotans yrði styrkt, m.a. með flutningi aflaheimilda milli skipategunda. Þessi hópur gerði einnig tillögur um frekari rannsóknir á afbrigðum af byggðakvóta- kerfi. Annar hópurinn lagði til að „stytt- ingu“ yrði haldið áfram og að framseldur kvóti félli tilbaka til viðkomandi skipa- flokks að 15-18 árum liðnum. Þriðji hóp- urinn lagði til að framsal yrði heimilað innan skipaflokks og að framsalið gildi um allan aldur. Á móti greiði útgerðar- menn auðlindagjald (grunnrenteskatt). Báðirseinnihópamirgerðuráð íyrir„stytt- ingu“ við kvótaframsal. Engar tölur eru nefndar varðandi umfang auðl indagj alds. Athygli vekur að hópur 3 samanstendur af fulltrúum stærri útgerðarfyrirtækja, fulltrúa launþegahreyfmgarinnar og há- skólafólki. Hópur 1 samanstenduraffólki sem tengist strandveiðum og/eða nyrstu héruðum Noregs. Hópur 2 samanstendur af fólki með svipaðan bakgrunn. Fulltrú- ar stærri útgerðarfyrirtækja í Noregi eru reiðubúnir að greiða auðlindagjald gegn því að það auðveldi framsal kvóta. Búsetuskilyrði? Fulltrúarnir í hópum 1 og 2 eru afar uppteknir af búsetuskilyrðum í nyrstu strandhéruðumNoregs. Þeirteljaað sjávar- útvegurhljóti ávallt vera höfuðuppspretta atvinnu í norðlægu sjávarbyggðunum. I því ljósi er auðvelt að skilja áhuga þeirra á að tryggja heimilisfestu veiðikvóta í þessum byggðum. Almenn tækniþróun og tækniþróun sjávarútvegsgreina síðustu áratuga fellur ekki vel að þessari forsendu fyrir afstöðu hópa 1 og 2. Framleiðsla í veiðum og vinnslu eykst hröðum skref- um en veiðistofnamir standa aftur á móti (Fvamhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.