Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1958, Page 5

Frjáls verslun - 01.02.1958, Page 5
Forvígismenn íslendinga, er hói'n baráttu 1‘yrir afnámi einokunar utanríkisverzlunar lands- manna, gátu rakið orsakirnar til eymdarástands fólksins að verulegu leyti til verzlunarháttanna og framkvæmdar þeirra. Þeir sáu í draumsýn hag landsmanna batna, ef einokuninni yrði aflétt og utanríkisviðskipti landsmanna gefin frjáls. Endalokin urðu svo þau, að verzlunin var hætt að gefa konungsvaldinu nokkrar tekjur. Jafnframt höfðu risið upp nýjar stefnur í efna- hagsmálum um þýðingu athafna- og viðskipta- frelsis, sem settar voru skýrast fram af enska hagfræðingnum Adam Smith í riti hans „Auð- legð þjóðanna“. Jón Sigurðsson forseti var einn hinna fyrstu Islendinga, sem kynntu sér fræði þess rits, og það var á grundvelli þeirra skoð- ana, sem þar eru fram settar, sem hann háði baráttu sína fyrir afnámi allra viðskiptahafta. Það er því ekki furða þótt hugtakið „frjáls verzlun“ hafi nokkurn dýrðarljóma um sig í liugum landsmanna, en ug'gvænlegan skugga leggi af orðinu „cinokun“. Nú er ekki þar með sagt að huglakið „frjáls verzlun“ hafi að öllu leyti sömu þýðingu í dag og það hafði fyrrum. Þar ber fyrst til, að framleiðsla landsmanna hefir aukizt mjög að fjölbreytni og meiri verka- skipting í landinu hefir aukið mjög viðskipti landsmanna innbyrðis í þjónustu og framleiðslu. Enda þótt þessi viðskipti séu ekki einokuð, eru þau hins vegar ekki frjáls og eru auk þess notuð sem skattstofn (söluskattur og veltuút- svar) til ríkisvaldsins, sem reyndar er orðið inn- lent. A sama máta eru utanríkisviðskiptin notuð til tekjuöflunar fyrir ríkið, en það er sem stendur aðallega í mynd tolla. Öll þessi viðskipti eru háð mjög ríkri yfirstjórn hins pólitíska valds með alls konar reglum og hömlum (innflutn- ings-, útflutnings- og gjaldeyrisleyfum). Þau eru engan veginn frjáls, í orðsins fyllstu merkingu, en eru þó að allverulegu leyti rekin af einstak- lingum og á þeirra fjárhagslegu ábyrgð. Hvað er þá hægt að skilgreina með hugtak- inu „frjáls verzlun“ og andstæðu þess? Það er þá fyrst og fremst, að í fyrra tilfellinu er átt við, að vörudreifing og viðskipti, og þá einkum utanríkisviðskiptin, séu í höndum ein- staklinga (eða félagssamtaka einstaklinga), sem hafi fjárhagslega ábyrgð á framkvæmdunum, og laun þeirra eða þóknun fyrir starfið fari eftir, hve hagsýnir og ötulir þeir liafi reynzt í starfinu, og að slikt mat fáist við samanburð og sam- keppni fleiri aðila. Andstæðan er hins vegar sú, að stjórnskipaðir embættismenn annist þessi störf, án persónu- legrar ábyrgðar fyrir sjálfa sig, ef þau eru illa rækt, sem og án ábata, þótt vel sé gert. TJm þessar tvær stefnur eru mjög skiptar skoð- anir. Á þetta ekki aðeins við um vörudreifingu eða verzlun, heldur og um hvers konar þjónustu og framleiðslustörf. Og hér virðist vera komið að kjarna allrar þjóðmálabaráttu. Vera má, að hvorugt keríið sé einhlítt og algilt l'yrir alla efnahagsstarfsemi, en hins vegar geti hvort um sig hæft ákveðnum sviðum efnahags- lífsins. Frelsi einstaklingsins í atvinnumálum getur þurft að vera bundið takmörkunum og helgað þeim sviðum, þar sem bezt fást not þess. Á sama liátt getur skipulagning haft mikla kosti og reynzt nauðsynleg við ýmsa framleiðslu. Hins vegar hefir hún sínar takmarkanir. Hún hefir hneigð til kyrrstöðu og íhaldssemi. En slíkt er eðli alls lífs, að því fylgir þrotlaus breyting. Það sem er gott í dag, getur verið úrelt á morgun. Menn hafa enn ekki öðlazt þá þekkingu, að þeirn sé fært að sníða framtíðinni stakk við hennar hæfi og gamalt máltæki segir, að enginn viti fyrir, að hvaða barni gagn verði. I þessu felst mesta hættan á því að leggja allt atvinnulífið undir skipulagningu og vald- svið stjórnmálamanna, sem oft hafa haft tak- markaða þekkingu á framleiðslu og efnahags- málum. Sagan greinir oss frá, að slikt hafa þrá- faldlega hefnt sín grimmilega. Vér höfum og þá leiðu reynslu, að val þeirra, er standa skulu fyrir framkvæmdum í efnahags- málum fer þrásinnis eftir pólitískum „sambönd- um“ og áhrifum, en ekki eftir hæfni á viðkorn- andi framleiðslusviði. Enginn getur mælt það tjón, sem þjóðin hefir beðið við slíkar ráðstaf- anir, þar er enginn samanburðarmælikvarði til. Það virðist því ekki vera óraunsæ ályktun að telja, að sama gildi um framtíðarvelfarnað vorn á efnahagssviðinu og á því stjórnmálalega, að vér búum við sem mest frelsi. Frelsi til breyt- inga, frelsi til athafna, frelsi til framkvæmda nýrra hugmynda. Það er vor bezta trygging fyrir eilífum framförum. Það er þetta viðhorf, sem ég tel að blaðið „Frjáls Verzlun“ eigi að taka sér fyrir hendur að upplýsa þjóðina um. Megi það starf takast farsællega, öldum og óbornum til velfarnaðar. 5 FKJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.