Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1958, Side 11

Frjáls verslun - 01.02.1958, Side 11
Sveinn Ásgeirsson, hagfrœðingur: Neyfendasamfökin og hin frjáfsa samkeppni Hagsmunabaráttan í þjóðfélaginu er yfirleitt miðuð við það, að sem mest fáist fyrir það, sem látið er í té. Menn safnast í hópa, og að- staða þeirra til að setja skilyrði og gera kröfur er mjög misjöfn og markast ekki af „réttlæti“, heldur af allt öðrum hlutum. Þar kemur til stærð hópsins og fjölmargt annað en líkamlegt eða andlegt erfiði eða undangengin þjálfun. En það er minna um það, að menn bindist samtök- um um það að setja skilvrði fyrir því, sem þeir fá fyrir peninga sína. Enda er stórum erfiðara að mynda slík hagsmunasamtök. Það yrði t. d. mjög erfitt að sameina mjólkurkaupendur um að framfylgja þeirri kröfu, að mjólkin yrði lækk- uð í verði. Langflestir verja öllum launum sínum jafnharðan til kaupa á vörum og þjónustu, en vegna algjörs samtakaleysis hafa einstaklingar sem kaupendur oft beðið mikið tjón, vegna þess að það hefur verið svo dýrt og fyrirhafnarmikið að reka réttar síns. Þess eru fjölmörg dæmi, að fólk hefur keypt hluti fyrir mörg mánað- arlaun og síðan þurft að eiga í ára stríði, af því að enginn vildi hlusta á ]>að eða leggja neitt á sig til að leysa málið. Neytendasamtökin voru stofnuð til að bæta úr þessu samtakaleysi og vinna að almennum hagsmunamálum neytenda. Það þarf enginn að óttast þau samtök, sem hefur hreint mél í pokan- um. Þau vilja aðstoða einstaklinga sem neyt- endur, er þeir telja sig órétti beitta við lcaup á vörum eða þjónustu, halda fram sjónarmiði þeirra öfgalaust, og hyggjast með því stuðla að bættum viðskiptaháttum. Þau mál skipta mörg- um liundruðum, sem leyst hafa verið fyrir milli- göngu skrifstofu Neytendasamtakanna, og sum- ar tegundir mála, sem algengar voru fyrir nokkr- um árum, gerast nú æ fátíðari. Það kann að vera, að hér sé um heillavænleg áhrif að ræða frá Nevtendasamtökunum — hávaðalaust. Að öðru leyti vinna Neytendasamtökin að málum, sem eiga að vera í allra þágu og ekkert fremur þeirra, sem að þeim vinna en annarra. Að því leyti hafa þau sérstöðu fram yfir flest önnur hagsmunasamtök í þjóðfélaginu. Sem dæmi má nefna gæðamat og gæðamerkingar eða vörulýsingar, sem gerast æ nauðsynlegri á vorum tímum, er ný efni koma stöðugt á mark- aðinn og nýjar vörur. Það er athyglisvert, að álitið er, að eftir 4—5 ár verði um 90% af þeim vörum, sem þá verða á markaðnum, nýjar vörur, aðrar en þær sem nú eru á boðstólum. Þetta kom fram á alþjóðaráðstefnu, sem nýlega var haldin á vegum Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu. Sýnir það ljóslega, liversu nauðsyn- legt það er og verður að aðstoða neytendur og leiðbeina þeim um vöruval, og þá koma vöru- lýsingar eða gæðamerkingar að góðu haldi, þar sem þeim verður við komið. Hér er ekki rúm til að ræða ýtarlega um starfsemi og tilgang Neytendasamtakanna, held- ur aðeins að drepa á nokkur atriði. Á þessum vettvangi vildi ég að lokum leyfa mér að halda fram persónuleguin skoðunum mínum á frjálsri samkeppni, séð frá sjónarhóli neytandans. I er- indi, er ég hélt fyrir 5 árum. og varð undan- fari þess, að til Neytendasamtakanna var stofn- að, ræddi ég um þau samtök, sem blasa við neytandanum, hvert sem litið er. Eg sagði þá orðrétt: „Neytandinn stendur þeim mun betur að vígi, sem samtök hinna eru veikari, — þ. e. a. s. að svo miklu leyti sem þeir heyja frjálsa sam- keppni innbyrðis.“ Og ég er sannfærður um það, að hin frjálsa samkeppni sé heillavænlegust fyrir neytendur og þar með þjóðarheildina. FRJÁI.S VERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.