Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1958, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.02.1958, Qupperneq 17
Gísli Einarsson, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri Sölutækni, flytur erindi á námskeiði fólagsins Teljið þér, að það yrði til hagsbóta jyrir verzl- unarstéttina, ej námskeið sem þetta yrði jastur iiður í starjsemi Sölutœkni? — Ég tel nauðsynlegt, að svona námskeið séu haldin ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Hvað lialdið þér, að einlcum haji valdið þeirri þróun, sem nú á sér stað í smásöluverzluninni hér á landi? — Iðnaðarmálastofnunin og öölutækni eiga niik- inn þátt í þeim framförum, sem undanfarið hafa orðið í vörudreifingunni, og starf skrifstofu borgar- læknis hefur einnig verið til mikilla bóta til að auka á hreinlæti í verzlunum. Að lokum vil ég taka það fram, að ég tel hina gömlu skiptingu á matvöruverzlunum vera orðna úrelta. Þær verzlanir, sem búnar eru fullkomnum geymslum og áhöldum, ættu að hafa leyfi til að selja allar tegundir matvæla, enda væri það tví- mælalaust til mestra hagsbóta fyrir neytendur. Gestur Guðmundsson hjá Mjólkursamsölunni. Hvernig jinnst yður ]>etta námslceið haja telcizt og jinnst yður, að þér hajið hajt nokkurn ávinn- ing aj því að sœkja námskeiðið? — Mér finnst námskeiðið hafa tekizt vel, og ver- ið stjórnendum þess til sóma. Eg hef haft mikla ánægju og gagn af að sækja námskeiðið og fengið margar leiðbeiningar varðandi sölustarf, meðferð ýmissa vörutegunda og aukna vöruþekkingu. Ilvert er álit yðar á gildi kennslukvikmyndanna, sem s.ýndar voru á námskeiðinu? Kvikmyndirnar, sem sýndar voru, tel ég góðar, þar sem þær sýna ýmsa mikilvæga þætti sölustarfs- ins og þróunina í verzlunarháttum fyrr og nú. Getið þér mœlt með þessu námskeiði jyrir aniiað starjsjólk? — Já. Eins og kunnugt er, hcfur mikill hluti verzlunarfólks hér á landi ekki fengið þá fræðslu, sem nauðsynleg er til að geta rækt starf sitt sem bezt, bæði gagnvart fvrirtækjum þeim, sem unnið er hjá, og gagnvart neytendum. Tel ég því fræðslu- námskeið sem þetta geta bætt úr, hjá öllum þeim, sem áhuga hafa á að inna sitt starf vel af hendi. Er nokkuð jleira, sem þér vilduð taka jram? — Ég er dálítið hissa á því, að forráðamenn verzlunarstéttarinnar hafa ekki gert meira en raun bcr vitni til að fræða verzlunarfólk um veigamestu atriði, sem lúta að sölustarfi og vöruþekkingu. Eitt mikilvægasta atriði hverrar verzlunar er að hafa í þjónustu sinni hæft. og duglegt sölufólk, en til þess að svo verði, þarf að veita því fólki, sem áhuga hefur á starfinu, tækifæri til að fræðast um það. Með þessu námskeiði hygg ég, að stigið sé spor í rétta átt í þessu efni, og ætla ég að vona, að fram- hald verði á þessu fræðslustarfi. Með því móti fá verzlunareigendur færara starfsfólk og neytendur betri þjónustu. ^»»igj»Bri» Neðanjarðarbraut flýtir fyrir póstflutningum: Lontlon er einasta borgin í heiminum, sem hefur neðanjarðarbraut, sem eingöngu er ætluð til póstflutninga. Um brautina fara um 37.000 póstpokar á dag. A hverjum klukkutíma fara 40 lestir, án ökumanna eða varða, í gegnum 10 km. löng göng milli pósthúsa, til þess að flýta fyrir því, að bréf innan stórborgarinnar komist sem fyrst á áfangastað. Rafeindareiknivél S. A. S.-flugfélagið ætlar að koma sér upp vél- heila til að skrá ferðapantanir, og er það fyrsta fyrirtækið, sem gerir slíkt utan Bandaríkjanna. A V/o sekúndu á vélheilinn að geta gefið nákvæmar upplýsingar um allar pantanir 70 daga fram í tímann. FRJÁLS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.