Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 1
FRJALS VERZLUN Bílamarkaðurinn (Fylgirit) ----♦---- Um bíla og bílaviðgerðir Brátt er liðin hálf öld síðan fyrsta bifreiðin fluttist til landsins. Á þeim tíma, sem liðin er frá þessum merkisatburði í samgöngumálum þjóðarinnar, hefur reynslan orðið sú, að bílarnir eru og munu verða framtíðarfarartæki okkar á landi. Það mun vera fátt sem jafn margir óska sér að eignast eins og bifreið. Engan þarf því að undra, þótt áhugi manna hér á landi snúist almennt um bíla, þar sem þeir eru snar þáttur í öllu daglegu lífi þjóðarinnar. Með aukinni velmegun íslenzku þjóðarinnar hefur bifreiðaeign almennings farið ört vaxandi og má segja, að tilkoma bifreiðarinnar hér á landi hafi valdið gjörbyltingu, ekki aðeins 1 samgöngumálum þjóðarinnar, heldur og einnig í lífi fjölskyldna og einstaklinga, sem nú geta ferðazt um landið þvert og endilangt í eigin bifreiðum. Um bifreiðir, innflutning þeirra og annað, er máli skiptir í því sambandi, hefur mikið verið rætt og ritað á undanförnum árum. FRJÁLS VERZLUN birti t. d. árið 1954 í sérstöku fylgi- riti, er nefndist Bílamarkaðurinnj ýmsar upp- lýsingar varðandi bíla, gerðir þeirra, verð og útbúnað, almenningi til gagns og leiðbeiningar. Fram til ársins 1939 var heildarbifreiðaeign landsmanna kringum 2150 bifreiðir. í árslok 1944 var tala bifreiða í landinu 4005 en á sama tíma 1953 var hún 11.216. Skiptust fólksbifreiðarnar það ár milli 82 tegunda, en vörubifreiðarnar milli 80 tegunda. Um síðustu áramót, 1958—59, var heildarbifreiðaeign landsmanna hins vegar komin upp í ca. 19 þúsund bifreiðir, og hefur bifreiðaeign landsmanna þannig nær tífaldast á síðustu 20 árum. í byrjun síðustu styrjaldar voru starfandi hér á landi aðeins fá bifreiðaverkstæði og tækniút- búnaður þeirra var þá mjög frumstæður sem og tækniþekkingin. Þótt tuttugu ár séu liðin síð- an bifreiðaeign landsmanna fór að vaxa svo ört, sem raun ber vitni, er langt frá að tækniþekk- ing og þróun hér á landi hafi haldizt í hendur við aukningu bifreiðaeignarinnar. Af þeim sök- um hafa þeir, sem um viðhald bifreiðanna sjá, þ. e. bifreiðaverkstæðin, átt við ýmis konar vandamál að etja. Því hefur verið haldið fram með nokkrum rétti, að þjónusta bifreiðaverk- stæðanna væri ekki eins góð og möguleikar væru á, en í því sambandi er rétt að benda á eftir- farandi staðreyndir máli bifreiðaverkstæðanna til áréttingar: 1. Stórkostlegar stökkbreytingar hafa orðið á tiltölulega fáum árum í sambandi við bif- reiðaeign landsmanna, notkun þeirra og teg- undafjölda. 2. Tækniþróun í bifreiðum hefur orðið geysi- lega ör á undanförnum árum, og má segja, að með hverju ári hafi komið fram ýmsar FRJÁLS VERZLUN — Bílamarkaðurinn

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.