Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 2
gagnmerkar nýjungar í tækniútbúnaði bif- reiða. 3. Vegna fjölgunar ökutækja í landinu er mikill skortur á faglærðum bifvélavirkjum, sem ekki hefur fjölgað að sama skapi og bifreið- um. 4. Iðnfræðsla bifvélavirkja hefur dregizt mjög aftur úr og er nú orðin verulega ófullnægj- andi og svarar ekki kröfum tímans. 5. Verðlagsákvæði á útseldri vinnu bifreiða- verkstæða eru mjög þröng og á þeim eru ýmsir tilfinnanlegir gallar. Eigi er rúmsins vegna hægt að útskýra frek- ar öll framangreind atriði, en rétt er þó að benda á eftirfarandi: Eins og flestir þeir, sem nú eru komnir á full- orðinsár, muna, var fjöldi bifreiða í landinu fyr- ir síðustu styrjöld ekki mikill, miðað við það sem nú er í dag, eins og nánar er greint frá í upphafi þessarar greinar. Strax og styrjöldin hófst, byrjaði innflutningur í nokkuð stórum stíl á bifreiðum, og þá aðallega notuðum bif- reiðum frá Bretlandi, sem þá fengust fyrir lítið verð vegna benzínskömmtunar þar í landi af völdum styrjaldarinnar. Áframhaldið hefur síð- an verið það, að innflutningurinn hefur raun- verulega farið stöðugt vaxandi með ári hverju. Er þess skemmst að minnast, að árið 1955 voru fluttar inn milli 3—4 þúsund bifreiðir, og er það stærsta stökk, sem nokkurn tíma hefur átt sér stað í innflutningi bifreiða til íslands. Nú er málum svo varið, að á hverju ári eru fluttar inn frá Austur- og Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um sem næst 1000 bifreiðar af ýmsum gerðum. Má segja, að á hverju ári hafi komið til greina nýjar og nýjar tegundir bifreiða, enda fjöldi bifreiðategunda orðinn ótrúlegur hér, miðað við þann bifreiðafjölda, sem er í landinu. Árið 1958 skiptust fólksbifreiðar milli 96 tegunda, árið áð- ur milli 95 tegunda, og árið 1956 milli 87 teg- unda, og álíka tegundafjöldi af vörubifreiðum hvert ár. Árið 1943 var tegundafjöldi fólksbif- reiða 59, en 50 af vörubifreiðum. Til þess að fylgja þessari þróun, þyrfti að sjálfsögðu að verja miklu fé árlega til að þjálfa viðgerðar- menn í meðferð hinna nýju tegunda, sem við bætast, auk hinna nýju árgerða eldri bifreiða- tegunda. Vegna þröngra verðlagsákvæða og fjárskorts hafa bifreiðaverkstæðin ekki haft möguleika á að bera þann tilkostnað, sem framhaldstækni- menntun bifvélavirkja er samfara, nema að mjög takmörkuðu leyti. Hér á landi er álagn- ing bifreiðaverkstæða 40% á greidd laun bifvéla- virkja. Til samanburðar má nefna, að sam- kvæmt upplýsingum, sem Iðnaðarmálastofnun íslands aflaði sér árið 1957, nam álagning í Svíþjóð almennt 70%, í Noregi 80—112%, í Bret- landi 150—225%, í Danmörku 80—110% og í Vestur-Þýzkalandi 150—220%. Með hliðsjón af framangreindu þarf engan að undra, þótt hægt sé að veita meiri tæknimenntun og þjónustu fyr- ir viðskiptamennina í þessum löndum heldur en hér hefur verið mögulegt. Þar sem búið er að hækka tækni-„standardinn“ verulega upp, eins og í nágrannalöndum okkar, hefur reynzt kleyft að fara meira inn á ákvæðisvinnu í bifreiða- viðgerðum með þeim árangri, að skapast hefur aukið öryggi fyrir viðskiptamanninn. FRJÁLSRI VERZLUN þótti rétt að gefa inn- flytjendum bíla orðið enn á ný með útgáfu sér- staks fylgirits með blaðinu, er eingöngu fjall- aði um bíla, svo og gefa lesendum sínum gleggri upplýsingar um hinar ýmsu bifreiðategundir, sem nú eru á markaðinum. FRJÁLS VERZLUN Bílamarkaðurinn

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.