Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 3
AUSTIN A 55 Cambridge Hinn nýi Austin A55 Cambridge sameinar á fagran hátt stíl ítalans Pinin Farina, og hinn hefðbundna traustleika Austinverksmiðjanna. Þessi nýi Austin A55 Cambridge er lengri, breið- ari og aðeins lægri en fyrirrennarar hans, dyr eru víðari og útsýni gegnum gler hefur verið aukið upp í 22 ferfet. Aðalbreytingar frá fyrri gerð eru þessar. 1. S.U. blöndungar í stað Zenith. 2. Stærri blástursgrein og lofthreinsun. 3. Gírskipting í gólfi eða á stýrisstöng. 4. Stærri bremsuflötur á framhjólum. 5. Handbremsa við hliðina á ökusætinu. 6. 5.90x14 slöngulausir hjólbarðar. Öll sæti eru með svampgúmmísetum. Farangursgeymsla er stór og varahjól er geymt í hólfi undir geymslunni. Númerljós lýsir upp farangursgeymsluna í myrkri. Vélin er af hinni svonefndu ,,B“ gerð, topp- ventla, 1489 cubikcentimetrar, sem framleiðir 53 hestöfl á 4.350 snúningum. Gírskiptingin er 4 gírar áfram og 1 afturábak, þannig að bifreiðinni er hægt að aka rólega í brekkum sem eru slæmar. Verksmiðjan afgreiðir bæði standard gerð, sem hefur 1 sólskyggni, gúmmímottur á framgólfi, teppi á afturgólfi, sæti klædd með gervileðri og svo líka De Luxe gerð með 2 sólskyggnum, tepp- um á fram og afturgólfi, góðu leðri á setum sæta og baki, framrúðu úðun og stuðarahornum. Auk þessa er fáanlegt: miðstöð með blástur uppá framrúður, útvarp, klukka og tveir litir að utan- verðu. GARÐAR GÍSLASON H.F. Hverfisgötu 4 . Sími 11500 FRJÁLS VERZLUN — Bílamarkaðurinn

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.