Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1965, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.07.1965, Blaðsíða 15
70—75% íbúanna, er hinn raunverulegi almenning- ur (þeir sem lesa reglulega allskyns lesefni) í mesta lagi 15—20%, og menntaða fólkið (sem bókabuð- irnar þjóna) aðeins 2—-3%. Eins og málum er nú háttað, er með öllu ógerlegt að ná til alls lesendafjöldans. En fjölútgáfubækur verða að ná miklu víðar en til hins menntaða fólks, og brjótast inn til liins raunverulega almennings, þar sem þær munu hafa mest félagsleg áhrif. Þetta er það, sem gerðist í Bandaríkjunum. Eyrir heims- styrjöldina síðari seldust metsölubækur þar í landi sjaldan meira en í 100.000 eintökum, en bækur, sem seljast í meira en milljón eintaka upplagi eru nú algengar þar. Bókum er ekki einvörðungu dreift af bókaverzl- unum, heldur einnig af óteljandi aðilum öðrum, t. d. kjörbúðum, lyfjabúðum (í USA) o. s. frv. Miklar auglýsingar styðja við bókasölu þessara aðila. Akveðin lönd, og þá einkum Sovétríkin, liafa þróað hjá sér bein dreifingarkerfi um skrifstofur, verk- smiðjur og póstþjónustuna. Að lokum megum við búast við því, að á næstu árum muni fjöldi bóka- sjálfsala fara ört vaxandi, og mun þetta tífalda dreifingarmöguleika bókaverzlana. Það er á þennan hátt, sem ráðizt er út fyrir landamæri hins „menntaða fólks“. Rétt er þó að benda á, að háar sölutölur þurfa ekki endilega að þýða, að farið hafi verið yfir þessi landamæri. Marg- ir útgefendur, einkum í Evrópu, telja sig gefa út fjöldaframleiðslubækur, sökum þess að þeir hafa tekið upp form og stíl slíkra bóka og tíu eða tuttugu- faldað upplag sitt. En í mörgum tilvikum er það svo, að þeir hafa aðeins mettað markað þann, sem hið „menntaða fólk“ býður uppá, og þá aðeins vegna þess að lægra verð kom til sögunnar. /-------------------------------------------------------------- 30. júlí, 1935, hófu bókaverzl- anir í Bretlandi sölu ó 10 nýj- um bókum í pappabandi. blóu, appelsínugulu og grænu. MeS- ai höfunda bókanna voru Ern- esl Hemingway, André Maur- ois og Agata Christie. — Penguinbækurnar ruddu fjöl- útgófubókinni braut. s-------------------------------------------------------J t S* . / t»8«uri\ V BOWKS A. FAREWELL TO ARMS ERNEST HEMiNGWAY aör-r.rft ÖIl þessi starfsemi á sér stað innan hinna gömlu félagslegu og menningarlegu landamæra, og á þetta þó einkum við í þeim löndum, sem eiga mikinn fjölda starfsamra menntamanna, sem eru lítt í efn- um. í sumum löndum hefst fjöldasala við 5.000 til 10.000 eintaka markið, en í öðrum löndum er sala 50.000 til 100.000 bókaeintaka enn dreifing innan takmarka markaðs „menntafólksins.“ í stytztu máli geta bækur, sem komast á fjölda- markaðinn, haft áhrif á hann á marga vegu aðra en efnislega. Innihald bókanna sjálfra verður fyrir áhrifum, og sömuleiðis not þau, sem lesendurnir hafa af efninu. Orðræðurnar milli rithöfundarins og lesandans, sem mynda hinar raunverulegu bók- mennntir, eru nú undirorpnar djúpstæðum eðlis- breytingum. Lesefni hins menntaða manns markast af raun- verulegri og samvizkusamlegri afstöðu. Ilann bregzt við því, sem hann les, með mati, eftirtekt og skil- merkilegum niðurstöðum, hvort lieldur bókin, sem um ræðir, er bókmenntalegs eðlis eða starfsleg. Öll þessi viðbrögð mynda sameiginlega „bókmennta- lega skoðun“, og ímynd lieimar er síðan aftur veitt til höfundarins eftir ýmsum leiðum: Samræðum, samböndum útgefanda og bóksala, bókmenntagagn- rýni í blöðum, o. s. frv. Þetta „endurvarp“ til höfundarins er hið sér- staka og raunverulega einkenni bókmenntalegs raunveruleika. Sá raunveruleiki felur í sér mjög við- kvæmt jafnvægi. Ef „endurvarpið“ er of sterkt, eða ef rithöfundurinn er með öðrum orðum of háður lesendum sínum, getur svo farið að verk hans bíði skaða af. Ef ekki er um neitt „endurvarp“ af þessu tagi að ræða, getur rithöfundurinn aðeins valið á milli FRJÁLS VERZLTJN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.