Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1965, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.07.1965, Blaðsíða 20
Ég er vaknaður. Ég bíð bara eftir því að þú farir svo ég geti opnað augun! ★ Samkvæmt statistík býr tíunda hver fjölskylda í Reykjavík í sumarbústað í sumarfríi sínu. Á næstu þremur vikum koma hinar níu í heimsókn! ★ — Hefurðu heyrt að Ólsen hefur snúið baki við áfenginu? — Nei, hvernig fór hann að því? — Hann gerðist ölkúskur! ★ — Það er brennivíninu að kenna, að þið berjið konur ykkar, þrumaði templarinn. — Það er brenni- vínið, sem eyðileggur heimili ykkar og á sök á því að börnin svelta. Það er brennivíninu að kenna að þið skjótið á tengdamæður ykkar . . . . og það er brennivíninu að kenna að þið hittið ekki! Ung stúlka sat í veitingahúsi, er maður nokkru yngri en hún bauð henni upp í dans. — Ég dansa ekki með börnum, svaraði stúlkan snúðugt. — Afsakið, svaraði ungi maðurinn, — ég vissi ekki að ungfrúin væri ólétt! ★ — Ertu enn trúlofaður Jóhönnu? — Nei. — Til hamingju, gamli vin. Hvernig losnaðirðu við það roðhænsni? — Ég giftist henni! ★ Það er eftir lok tíundu fimmáraáætlunarinnar. Allir sovétborgarar eiga einkaflugvél. Þá hittast tveir kunningjar í loftinu yfir Moskvu. — Á hvaða leið ert þú, félagi Sófabenski, spyr annar um radíó flugvélar sinnar. — Til Odessa, félagi Rúllupylski. Þar er hægt að fá 20 grömm af smjöri! ★ — Ekki hnerra, Haraldur. Mundu hvaS gerðist síSast! 20 FHJÁL8VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.