Frjáls verslun - 01.07.1965, Blaðsíða 12
Bylting í bókagerð
Tilkoma bóka í fjölútgáfu er e. t. v. mikilvægasta
menningar])róunin á síðari helmingi 20. aldarinnar.
Enda J)ótt fólk um allan heim sé nú loks tekið að
sýna Jiessu atriði áhuga, hefur enginn enn raunveru-
lega gert sér fulla grein fyrir ])ýðingu J)essa, né skil-
ið að fullu hvað er að gerast í þessum efnum. í
enskumælandi löndum er slíkum bókum t. d. gefið
rangnefnið „pappabandið“ (paperbaek), enda J)ótt
ýmsar pappabundnar bækur séu dýrar og gefnar út
Kúskur í Central Park, New York, drepur tímann með því að
lesa fjölútqáíubók.
í litlum upplögum. Annars staðar, t. d. í flestum
Evrópulöndum, er þessi gerð bóka nefnd enn fjar-
stæðara nafni, „vasabók", eða það sem er enn fárán-
legra „vasastærðarbókin“. IJað væri jafn gáfulegt
að tala um „ódýrar bækur eða „stórupplagsbækur“.
Fjölútgáfubók (mass circulatiou book) er ekki
hægt að skilgreina eftir einhverju sérstöku, tilteknu
útliti, né lieldur eftir upplagsstærð eða smásölu-
verði. Það er auðvelt að finna dæmi allra })essara
einkenna í bókum, sem gefnar voru út fyrir meira
en öld, en hinsvegar er fjölútgáfubókin undra-
verk, sem spannar heiminn allan, og ekki er hægt
að aðskilja samsetningarþætti hennar. Hér er um
að ræða nýja tegund í útgáfustarfsemi, sem fyrst
fór að taka á sig mynd með útkomu Penguin-bóka-
flokksins í Englandi 1935.
Hin augljósu einkenni fjölútgáfubóka (sem stund-
um cru ranglega talin grundvallareinkenni) sam-
einast öll um að gera henni kleift að gegna hlut-
verki sínu, en það hlutverk er nánast að brevta
aðferðum þeim, sem notaðar eru til að dreifa bók-
um, með því að beita nýjum framleiðsluaðferðum,
sem ná til þeirra akra, sem enn eru óplægðir meðal
bókalesenda, })jóðfélagshópa eða stétta.
Það, sem hér er um að ræða, er ekki að bókin hafi
aðlagað sig nýjum aðstæðum, heldur er þetta hrein
stökkbreyting. Fjölútgáfubókin er eins frábrugðin
hinni klassísku bók og prentuð bók var handritinu,
og handritið leirtöflunni. Þessi stökkbreyting mun
raunar breyta innihaldi bóka Jregar fram í sækir,
alveg á sama hátt og hún er J)egar tekin að brevta
viðræðum höfundar við lesendur, en í J)eim felast
hinar raunverulegu bókmenntir.
Með öðrum orðum stendur öll hin ritaða mennt,
eins og við höfum þekkt hana í tvær eða þrjár aldir,
nú beinlínis andspænis ógnun af hálfu fjölútgáfubók-
arinnar, og hinar menntuðu stéttir okkar tíma hafa
á röngu að standa ef þær hafa áhyggjur af þessari
þróun, með þeim rökum að hér sé um ringulreið að
ræða, sem endurspegli nirfilslega hollustu við verð-
12
FRJÁL8 VBRZLTTN