Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1970, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.03.1970, Blaðsíða 5
FRJÁLS VERZLUN 5 ESlileg verSlagsmyndun er nœr óþekkt íyrirbœri í 26 ára sögu lýSveldisins. Neytendur borga brúsann. Eitt helzta fjöregg frelsisins í hœttu. Islenzk verzlun 1 politískri úlfakreppu Vörumarkaðurinn í Ármúla, Reykjavík. f Gefjun í Austurstræti, Rcykjavík. O Verzlunar- og þjónustu- starfsemi okkar íslendinga hef- nr nú í 33 ár búið við strangar verðlagshömlur, auk alls kyns annarra hafta og hamla, þar af í 26 ár undir fána lýðveldis — og frelsis. Aðstæður verzlunar- innar hafa þó að sjálfsögðu ver- ið breytilegar innan þess ramma, aldrei fullnægjandi en oft hraklegar. Verðlagshömlurnar voru fyrst settar 1937, þegar inn- flutningur var takmarkaður, og þá vafalaust talið nauðsynlegt að sporna við óeðlilegum hækk- unum vegna ónógs vörufram- boðs. Því ástandi lauk skömmu eftir stofnun hins íslenzka lýð- veldis, eftir heimsstyrjöldina síðari og síðan hefur nær óslit- ið verið fullnægjandi vörufram- boð á íslenzkum markaði. Engu að síður hefur verðlagshömlun- um verið beitt allt til þessa dags. Á sér það enga hliðstæðu í víðri veröld frjálsra menning- arþjóða. En hvers vegna hefur þetta gengið svo til? f ljósi sögunnar og reynslunnar finnst aðeins eitt svar við því: íslenzk verzl- un hefur lent í þeirri ógæfu, að verða leiksoppur í þeim póli- tízka darraðardansi um efna- hagsmál þjóðarinnar, sem tröll- riðið hefur þjóðarbúskapnum alla ævi lýðveldisins. Vöru- verðlagi hefur verið stillt á bekk öndvert við kjör launþega og það notað á eins konar vega- salt í tekjuskiptingu þjóðarinn- ar. Það er því mála sannast, að íslenzk verzlun sé í pólitískri úlfakreppu. O Af því sem hér hefur ver- ið sagt, má ljóst vera, að verð- lagshömlunum hefur ekki að- eins verið beitt þvert ofan í ríkjandi markaðsástand, heldur einnig þvert ofan í efnahags- kerfið. Verðlagsþróunin hefur ekki verið metin með hag verzl- unarinnar, sem þjónustuat- vinnuvegar í huga heldur á þeirri forsendu, að stjórn henn- ar væri tæki til að hafa jákvæð áhrif á kjör launþega. Nú hef- ur svo hrapalega til tekizt, að framkvæmd verðlagshamlanna hefur haft þveröfug áhrif. í reynd hafa þau, ásamt öðrum ráðstöfunum, s.s. 1 tolla-,

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.