Frjáls verslun - 01.03.1970, Blaðsíða 16
16
FRJAL5 VERZLUN
KARL - (Framh. af bls. 16)
fé og svigrúm til hagræðingar.
Hún getur því gert hagkvæm-
ari innkaup og lækkað verðið.
Þannig hagnast allir. Sumir
óttast, eða segja a. m. k. svo,
að kaupmenn myndu bara
stinga gróðanum í eigin vasa.
Það er alger misskilningur.
Samkeppnin m. a. kemur í veg
fyrir það, auk þess að það er
augljós hagur að því að selja
frekar mikið magn fyrir lágt
verð en lítið magn fyrir hátt
verð.
Það er furðulegt, að menn
skuli á þessum tíma telja það
ganga glæpi næst, ef verzlun-
in eignaðist fé. Ef við lítum á
mannkynssöguna sjáum við
svo ekki verður um villzt, að
efnaleg velsæld alþýðufólks
stendur í beinum tengslum
við blómlega verzlun og í réttu
hlutfalli við hagsæld hennar.
Það eru undarlegir menn, sem
halda því fram í dag, að verzl-
unin sé afl af hinu illa, sem
mergsjúgi alþýðuna með okri
og yfirgangi.
BJÖRN - (Framh. af bls. 16)
fyrr en ári eftir samþykkt þess.
Verzlunin þarf leiðréttingu
mála sinna nú þegar, ekki eft-
ir eitt ár eða síðar.
— Allir, sem eitthvað eru
kunnugir verzlunarrekstri,
vita að hann er í dag rekinn
með algerri lágmarksálagn-
ingu, sem í mörgum tilfellum
nægir ekki einu sinni til að
standa undir kostnaði. Verzl-
unin er févana, og ástandið
batnar ekki við að úrbætur séu
dregnar á langinn. Nú erum
við gengnir í EFTA, og þegar
samkeppnin harðnar er enn
nauðsynlegra fyrir fyrirtæki að
hafa eitthvað fjármagn til um-
ráða. Annars getur farið svo,
að útlendingar hirði alla smá-
söluverzlunina.
Gengisfellingarnar og verð-
lagshömlumar hafa étið upp
fjármagn verzlunarinnar.
Myndun eigin fjármagns er í
mörgum tilfellum útilokuð,
eins og er, en það er þó aug-
ljóst grundvallaratriði heil-
brigðs reksturs. Fyrirtækin eru
rekin á víxlum, ekki sízt er-
lendum. Það er dýrt og hefur
komið harkalega niður á þeim
við gengisfellingarnar.
Ég vil þó leggja áherzlu á,
að ég tel ástandið ekki vonlaust
enpþá, jafnvel þótt frumvarp-
ið hafi verið fellt. Ég sé ekki
að svo stórkostlegur munur sé
á verðlagsnefnd og verðlags-
ráði. Það hlýtur að fara eftir
þeim, sem þar sitja, hvernig í
pottinn er búið, og verðlags-
nefnd hlýtur að geta stuðlað að
úrbótum með tilstilli yfirvalda.
Ég tel, að frjáls og heilbrigð
samkeppni sé það eina sem
skapar rétt verðlag.
ferðaskriístofa bankastræti 7 símar 16400 12070
M Almenn
ferðaþjónusta
Ferðaþjónusta Sunnu um allan heim fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga er
viðurkennd af þeim fjö|mörgu er reyr.t hafa. Reynið Telex ferðaþjónustu
okkar. Aldrei dýrari en oft ódýrari en annars staðar.
Ifflll
ferðirnar sem fólkið velnr
Múrbrot • Sprengivinna
dnnumst hvers konar
verktakavinnu.
Tíma eða ókvœðisvinna
VELALEIGA
STEINDÓRS sf.
verksiæiNi 10 5 44 - skrifstofa 30 4 35»
Leigjum út:
loftpressur • Krana
Gröfur • Vibrasleða
Dœlur