Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 2
Sendiherra Breta á Islandi: „Sárin gróa fljótt á hraustum líkama’* * — segir Kenneth Arthur East um sambúð Islendinga og Breta í viðtali við Frjálsa verzlun Sendiherra Breta á íslandi, Kenneth Arthur East, var skipaður í embætti hér á erfiðum tímum, þegar fiskiveiðilögsagan var færð í 200 mílur. Meðaru stjómmálasamband milli íslands og Bretlands lá niðri dvaldist sendiherrann erlendis og franska sendiráðið tók að sér að hafa milligöngu milli hrezkra stjórnvalda og íslenzku ríkisstjórnarinnar. Nú eru mál komin í eðlilegt horf á nýjan- leik og Kenneth Arthur East gengur til starfa sinna á skrifstofum sendiráðs Breta á Laufásvegi 49, þar sem Frjáls verzlun 'hitti hann að máli á dögunum. — Hver er reynsla yðar af störfum hér á landi, þegar tillit er tekið til þess að þér voruð skipaður í embætti á mjög erf- iðum tímum í sambúð íslands og Bretlands? — Ef ég ætti að svara þessu aimennilega yrði ekkert rúm fyrir aðrar spurningar. í stuttu máli hefur íslenzkt landslag heillað mig, ég nýt umhverfis- ins hér og er þakklátur fyrir að mér standa margar dyr opn- ar að félagsstarfi, menningar- lífi og á ein-kaheimilum. Og mér hefur gjörsamlega mistek- izt að læra beygingu sterkra sagna í íslenzku og endingar nafnorða eftir föllum. — Hvernig viljið þér lýsa helztu viðfangsefnum brezka sendiráðsins hér á landi? — Ðretland á samskipti við ísland sem nágranna, banda- mann og viðskiptavin. Sem nágrannar viljum við efla vin- samleg samskipti á öllum svið- um. Sem bandamenn viljum við vinna með Íslendingum að sameiginlegum öryggis'hags- munum og sem viðskiptavinir selja vörur okkar hér og kaupa af ykkur það sem við höfum á- 'huga á. Hlutverk sendiráðsins er að túlka áhuga Breta á öll- um þessum sviðum. Við erum milligöngumenn milli ríkis- stjórnanna og túlkum sjónar- mið þeirra gagnkvæmt. Gagn- vart einstaklingum erum við eins konar alþjóðleg hjálpar- hella. Við komum fram fyrir önnur lönd brezka samveldis- ins með útgáfu vegabréfa og afgreiðslu margs konar fyrir- spurna. Hér starfa fjórir stjórn- arerindrekar, þar af ei.nr. ræðis- maður, sem fæst við persónu- leg málefni einstaklinga, ei-nn viðskiptafulltrúi en við tveir, sem eftir erum, vinrum sitt- hvað á öllu-m sviðum. — Hvaða þjónustu innir sendiráðið af hendi til þess að viðhalda eða örva góð við- skiptatengsl milli Bretlands og íslands? — Á verzlunarsviðinu er 'hlut- verk okkar að gera leiðina greiðfærari fyrir brezka út- flytjendur og veita þeim ráð- leggingar varðandi skilmála, sem í gildi eru hér á landi og almennar viðskiptaaðferðir. Við fylgjumst með þróun íslenzkra efnahagsmála og möguleikun- um, sem efnahagsskilyrði hér vpita til innflutnings á öllum sviðum. Við söfnum ítarlegum U.pplýsingum um markaðinn hérlendis. í beinni aðstoð við innflytj- endur hér á landi felst meðal annars miðlun viðskiptafyrir- spurna héðan til brezkra fram- leiðenda, en þetta gerist með aðstoð tölvu hjá Upplýsinga- miðstöð útflutningsráðsins í London. Þannig er athygli brezkra framleiðenda einnig vakin á útboðsauglýsingum hér Kenneth Arthur East, sendiherra Breta í skrifstofu sinni. með brezk tilboð í huga. Á næsta stigi fylgist ser.diráðið með lánstíma og skilyrðum sem í boði eru af hálfu seljenda, stöðu hans og hæfni til við- skipta og er að því leyti að starfa í þágu hins íslenzka kaupanda. — Teljið þér horfur á veru- legri aukingu á útflutningi ís- lenzkra afurða til Bretlands, þannig að meiri jöfnuður náist í þeim, íslendingum í hag? — Útflutningur frá íslandi til Bretlands hefur aukizt veru- lega á þessu ári miðað við fyrri ár. Bretar eru mestir kaupend- ur á áli frá íslandi. í Bretlandi 4 FV 10 1977

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.