Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 3
er einnig mikilvægur markað- ur fyrir aðrar afurðir og við kaupum nú frystan fisk og fleiri fiskafurðir í auknum mæli. Samtímis Ihefur útflutn- ingur okkar til íslands orðið meiri en nokkru sinni og í ár höfum við náð aftur þeirri stöðu að selja mest allra landa til íslands. Viðskipti milli íslands og Bretlands eru nú nokkurn veg- inn í fullkomnu jafnvægi, reyndar aðeins hagstæðari ís- lendingum. Þetta er mjög heil- brigt og ég vona, að í framtíð- inni getum við horft fram á sama stöðugleika í viðskipta- jöfnuði með sífellt auknu magni. — Hvers konar menningar- samskipti milli Islands og Bret- lands eru styrkt af brezkum yfirvöldum um þessar mundir og hve margir íslcndingar hafa hlotið styrki til námsdvalar í Brctlandi undanfarin ár? —, Menningarsamskipti Breta og íslendinga ná yfir tímabilið frá því að Egill kvað Höfuð- lausn í Jórvík og til þess er Peter Pears söng frá hjartanu til áheyrenda í Reykjavík í sumar. Samskiptin hafa verið mörg og margvísleg og iþað eru sterk- ir menningarstraumar, sem stefna í báðar áttir. Á ári hverju senda um 30 brezkir há- skólar eða almennir skólar leið- angra til íslands til þess að gera athuganir í jarðfræði, grasa- fræði eða til að rannsaka jökla og eldfjöll. Það er stöðugur straumur íslenzkra námsmanna til Bretlands og hingað í sendi- ráðið koma að meðaltali þrír ungir íslendingar á degi hverj- um til að afla sér upplýsinga um námsmöguleika í Bretlandi, Brezkir rithöfundar eiga stóran lesendahóp hér á landi og brezk dagblöð og sjónvarpsefni ná til almennings hér. Margir fslend- ingar leggja líka leið sína í leik- hús í London eða annars staðar í Bretlandi. Okkur er það mæta vel ljóst, að endapunkturinn í íslenzkum bókmenntum var ekki settur við fornsögurnar. Til marks um það er doktors- nafnbótin, sem Halldóri Lax- ness var veitt við Edinborgar- háskóla í sumar. Sambönd á öðrum sviðum lista og á tón- iistarsviðinu eru náin. Það er nokkuð fjölmennur hópur brezkra hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljómsveit íslands. í allri þessari mynd eru menningarsambönd fyrir opin- bera tilstuðlan aðeins lítill hluti af heildinni. En þau eru mikils virði og við í sendiráðinu telj- um mikils vert að geta stuðlað að þeim. Þannig veitir British Council áriega styrk til fram- haldsnáms við brezkar háskóla- stofnanir.Oft eru það tveir ein staklingar sem fá styrki. Þeir gilda í heilt háskólaár og mæta öllum útgjöldum. Þeir eru stundum framlengdir. Þá veitir British Council einnig fyrir- greiðslu, í sumum tilfellum fjárhagslega, vegna styttri námsferða eða sérstakra heim- sókna. Á þetta aðallega við um sérfræðinga í læknisfræði. Enn- fremur höfum við komið til móts við unglingahópa, sem far- ið hafa á milli landanna til í- þróttakeppni aðallega. Við lán- um út kvikmyndir sem British Council hefur látið gera og við beinum tiknælum til stofnun- arinnar um að senda hingað fyrirlesara, sýningar og lista- fólk. Ef litið er yfir árið, sem nú er að líða, og iþá viðburði, sem sendiráðið hefur haft afskipti af, þá minnist ég sérstaklega sýningar á brezkri nútímalist á Kjarvalsstöðum, heimsóknar forstjóra British Museum og heimsóknar íslenzkra alþingis- manna til Bretlands. Ég vona sannarlega, að ávextir af upp- skeru næsta árs verði viðlíka góðir. — Hafa fiskveiðideilurnar milli íslendinga og Breta skað- að samskipti þjóðanna til fram- búðar eða eru mcnn tiltölulcga fljótir að gleyma þessum átök- um, að yðar áliti? — Einhvern tímann í sögunni höfum við barið á öllum okkar nágrönnum og það eru sums staðar nokkur varanleg ör á sambúðinni. En sárin gróa fljótt á hraustum líkama og sumura finnast ör fremur að- laðandi. Persónulega harma ég tilhneigingu manna til að hugsa um sambúð Breta og íslend- inga út frá landhelgisdeilum. En fiskur hefur sína þýðingu, sérstaklega fyrir fiskimenn og okkar fiskimönnum finnst að illa hafi verið með sig farið. Slit stjórnmálasambands milli landanna hafa í mínum augum ekki haft neinn varan- legan eftifmáia nema k’annski þann, að ég held áfram að finna til sérstakra tengsla við 'hinn franska starfsbróður minn sið- an hann gætti hér brezkra hags- muna meðan ég var í burtu. Brian Holt, ræðismaður fyrir framan skrifstofur sendiráðsins á Laufásvegi. FV 10 1977 5

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.