Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 5
Bretland og þjóftín, sem þar býr: íbúar landsins um 56 milljónir en síðustu árin hefur þeim farið fækkandi Iðnvætt borgarsamfélag með um helming landsmanna á takmörkuðu belti Útlínukort af Bretlandi með helztu horgum. Kortið sýn- ir leiðakcrfi brezku járn- brautanna. iMitgilt Aihlord ^’Dovit olknioni ’Bnghton V#Hnlmgi Bretland eða Uniit'ed King- dom of Great Britain and Nort- hern Ireland eins og ríkið heit- ir á ensku, er 224 þúsund fer- kílómetrar að flatarmáli. Til ríkisins heyra England, Wales, Skotland og Norður-írland. Bretland er 75. stærsta landið í heiminum en er minna en 2% af heildarflatarmáli lands á jörðunni. Hnattstaða Bretlands er milli 50. og 60. gráðu norður breidd- ar og hádegisbaugurinn liggur um Greenwich í nágrenni Lond- on. Bein lína, sem dregin er frá suðurströndinni til nyrzta odda landsins, er rétt um 966 kíló- metra löng en lína þvert yfir landið, þar sem það er breiðast, er 483 kílómetrar. Enginn stað- ur í Bretlandi er meira en 120 kilómetra frá sjávarströnd. LANDSHÆTTIR Bretlandi má í grófum drátt- um skipta í láglendi og hálendi. Á láglendinu eru yngri og lin- gerðari klettalög í suður- og austurhluta Englands. Hálendið er hins vegar Skot- land, mestur hluti IWales, upp- lönd Pennínafjalla og vatnahér- aðið í N-Englandi. Á þessum svæðum eru ævaforn klettabelti í f.iöllum og miklar heiðar. Þessi kaflaskil í jarðsögu Bretlands eru aðalástæðan fyrir fjöl- brevtilegu landslagi og miklum andstæðum með stuttu milli- bili, sérstaklega með ströndum fram. LOFTSLAG Loftslag í Bretlandi er tempr- að evjaloftslag. Vindar blása aðallega úr suð-vestri og veð- urfarið stjórnast fyrst og fremst af aðstæðum á austan- verðu Atlantshafi. Yfir vetrar- mánuðina geta þó austanvindar borið kalt og þurrt meginlands- veður inn yfir eyjarnar. Á venjulegu sumri fer hitinn stundum yfir 27 stig í suður- hluta landsins en sjaldan niður fyrir 7 stiga frost á veturna. Köldustu mánuðir eru venju- lega janúar og febrúar en með- alhitinn í þeim er rétt yfir +4" en hlýjastir eru júuí og ágúst með meðalhita um 16°. Meðalúrkoma á Bretlandseyj- um, (þar með talið írska lýð- veldið) er yfir 1000 millimetr- ar á ári en í Englandi 854. í fjalllendinu á vestanverðum og ncrðanverðum eyjunum er regnið miklu meira en á sléttunum í austur- og suðaust- urhluta landsins. Regntíminn dreifist nokkuð jafnt á allt ár- ið. Venjulega eru mánuðirnir marz-júní þurrastir. Sólskin er FV 10 1977 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.