Frjáls verslun - 01.12.1981, Page 5
frjáis
verziun
Sérrit um efnahags-, viöskipta-
og atvinnumál
Stofnaö 1939
Útgefandi Fr/álst framtak hf.
FORSTJÓRI:
Jóhann Briem
RITSTJÓRI
Markús Örn Antonsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Garðar Rúnar
Sigurgeirsson
FRAMLEIÐSLUSTJÓRI:
Ingvar Flallsteinsson
AUGLÝSINGASTJÓRI
Rannveig Ólafsdóttir
Auglýsingasimi: 31661
LJÓSMYNDIR:
Jens Alexandersson
ÚTLITSHÖNNUN:
Birgir Andrésson
SKRIFSTOFUSTJÓRN:
Ingólfur Steindórsson
Tímaritiö ergefiö út i samvinnu
vid samtök verzlunar- og
athafnamanna
Skritstofa og afgreiösla:
Ármúla 18
Simar 82300 - 82302
SETNING:
Prentstofa
G. Benediktssonar
PRENTUN:
Prentstofa G. Benediktssonar
BÓKBAND:
Félagsbókbandið hf.
LITGREINING A KÁPU:
Korpus hf.
öll réttindi áskilin
vardandi efni og myndir
FRJÁLS VERZLUN
er ekki ríkisstyrkt blad
bréf f rá útgefanda
100 stærstu fyrirtækin á Islandi
Það er árlegur viðburður aö Frjáls verzlun birti lista yfir 100
stærstu fyrirtækin á landinu árið áður. Að þessu sinni tóku
saman listann þeir Ólafur Geirsson og Jón Birgir Pétursson,
sem eru gamalreyndir fréttamenn. Er verkið unnið í lok hvers
árs og eitt hið yfirgripsmesta sem unnið er sérstaklega fyrir
fjölmiðil.
Með þessum lista gefst lesendum tækifæri til að sjá röð fyrir-
tækja eftir veltu og ennfremur slysatryggóar vinnuvikur, með-
alfjölda starfsmanna, beinar launagreiðslur og meðalárslaun.
Vill Frjáls verzlun þakka stjórnendum þeirra fyrirtækja, sem
leitaö var til, samstarfið en listi þessi er unninn að hluta til upp
úr opinberum gögnum og að hluta til meó samtölum við fyrir-
tækin.
Þaö er ávallt margt áhugavert að sjá þegar listinn er borinn
saman hvað snertir veltubreytingar á milli ára og ennfremur
meóallaun fyrirtækjanna. Er það einkar forvitnilegt hvað fyrir-
tæki sem eru með sameiginlega launasamninga og sambæri-
legan rekstur greiöa mismunandi há meðallaun.
Þá eru í blaðinu birtir sérlistar yfir nokkrar atvinnugreinar með
sambærilegum upplýsingum. Geta forsvarsmenn þessara fyr-
irtækja borið saman sín fyrirtæki við önnur.
í sambandi viö röðun fyrirtækja er rétt að benda á nokkrar
skýringar sem koma fram í blaðinu um það, á hvern hátt staðið
var að gerð listans og hvernig þessar tölur eru fundnar.
5