Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1981, Qupperneq 10

Frjáls verslun - 01.12.1981, Qupperneq 10
Oddahúsið loks hætt að flækjast á milli eigenda Nýrri hluti Oddahússins á horni Bárugötu og Bræðra- borgarstígs. hefur verið til sölu um nokkurt skeiö, eða frá því að Oddi flutti starfs- semi sína upp á Höfða. Á ýmsu hefur gengið með söl- una á þessum helmingi hússins, sem er upp á sex hæðir og hver hæð rösklega 200 fermetrar. Fyrst sýndi Landakots- spítali verulegan áhuga og hafði gert bráðabirgða- samning um kaup. en féll síöan frá kaupunum vegna fjárskorts. Þá kom einkaaðili til skjalanna og hugðist gera kaupsamning við Odda ef Byggingarsjóður borgarinn- ar vildi svo örugglega kaupa aftur af sér og þá væntan- lega með einhverjum hagn- aði milliliðsins. En einmitt þegar borgaryfirvöld voru að velta fyrir sér hugmynd- inni um kaupin, með það fyrir augum aö innrétta hús- ið sem íbúðarhús, bárust þær fréttir að fyrirtækið Ein- holt sf, undir stjórn Svans Þórs Vilhjálmssonar, lög- fræðings, hefði gert bind- andi samning beint við Odda. Nú mun hafa verið gengið frá kaupunum og verður húsið innréttaö sem fjöl- býlishús, ef tilskilin leyfi borgaryfirvalda fást. — Leituðu lags fyrii Flugleiðir ..Traust fólk hjá góðu fé- lagi" eru einkunnarorð í auglýsingum Flugleiða, sem svo að segja hvert manns- barn kann orðið utan að eftir dálaglega kynningarrispu fyrirtækisins að undan- förnu. Ólafur Stephensen, auglýsingar, almennings- tengsl, annast auglýsinga- mál Flugleiða og hefur tekizt vel. Einna mesta athygli hefur sjónvarpsauglýsing félagsins vakið, en í henni er brugðið upp svipmyndum af fjölþættum störfum margra aðila, sem tengjast undir- búningi flugferðar milli landa og ferðalaginu sjálfu. Tónlistin með myndinni er sérstaklega samin við hana að beiðni auglýsingastofn- unar, Tónlistarmenn í Los Magnús Bjarnfreðsson fréttastjóri Sjónvarps? Búast má við breytingu á skipan stöðu fréttastjóra sjónvarps innan tíðar. Emil Björnsson, sem gegnt hefur starfi fréttastjóra frá upphafi sjónvarps 1966, hefur verið í veikindaleyfi að undanförnu og eru ekki horfur á að hann komi til starfa alveg á næst- unni. Guðjón Einarsson, fréttamaöur, hefur gegnt fréttastjórastöðunni nú undanfarið en heyrzt hefur að hann hafi frábeðið sér að gera slíkt lengur en til ára- móta. Þaðliggurþvííloftinu, að varanlegar ráðstafanir veröi gerðar fljótlega varð- andi skipan þessara mála, þar sem búizt er við að Emil Björnsson, sem nú hefur rétt til fullra eftirlauna, muni láta formlega af starfi áður en langt um líður. Þeir, sem fylgjast með málefnum sjónvarps telja að aðeins einn komi til greina sem eftirmaður Emils, það er Magnús Bjarnfreðsson, sem óþarft er að kynna frekar. Angeles sem nefna sig The Tuesday People, hafa séð um þá hlið málsins og varð lagíð til eftir löng samtöl milli íslands og Los Angeles, þar sem lagið var flautað eða spilað á píanó í símann meðan það var enn í mótun. Svona fyrirtæki er nokkuð dýrt. Það fannst alla vega Sigurði Helgasyni forstjóra, þegar hann sá reikning upp á 3000 dollara fyrir eitt stykki músík með auglýsingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.