Frjáls verslun - 01.12.1981, Síða 62
Frjálst framtak h.f.:
Eina útgáfufyrirtækið,
sem býður
tækniþjónustu
Þeir sem lesa sérritin sem gefin eru út af
Frjálsu framtaki hf. hafa tekiö eftir því að
auglýsingar hafa verið að breyta um svip
jafnt og þétt. Auglýsingar í sérritunum eru, í
auknum mæli, að færast í það horf að í þeim
er að finna upplýsingar um vörur og þjón-
ustu í stað slagorða. Einkum á þetta við um
auglýsingar þar sem fjallað er um tækni-
búnað og fjárfestingarvörur.
Glöggt dæmi um nýjar leiðir í
auglýsingagerö eru t.d. margar
auglýsingar í Iðnaðarblaölnu og
bílaauglýsingar í Ökuþór.
Stefnubreyting
Hér er um stefnubreytingu að
ræða og hún á rót sína að rekja til
þess að þeir sem lesa sérritin eru
yfirleitt sérhæfðir starfskraftar,
sem sækja hluta af upplýsingum til
nota í daglegu starfi í þessi tímarit.
Af þessu leiðir að auglýsingar skila
ekki tilgangi sínum nema að í þeim
sé að finna staðreyndir, sem hafa
ákveðið vægi við mat á þörfum
fyrirtækja og gera þeim sem ann-
ast innkaup og ákvarðanatöku
kleift að dæma um hvört þeir hafi
einhver not af því sem verið er að
auglýsa. Þar sem ekki er um
neysluvörur að ræða, heldur fjár-
festingarvörur, svo sem iðnaðar-
eða skrifstofutæki, bíla, iðnaðar-
efni, byggingar, tæki og búnað
fyrir sjávarútveg og fiskiðnaö og
uppí heila skuttogara, þá gefur
auga leið að þessar auglýsingar
þurfa að vera öðru vísi unnar en
auglýsingar í dagblöðum.