Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1981, Qupperneq 65

Frjáls verslun - 01.12.1981, Qupperneq 65
Aðstoð, aðhald agi á vinnustað Gáfur og reynsla eru sennilega þeir eiginleikar sem flestir stjórnendur meta mest hjá fólkinu sem hjálpar þeim að reka fyrirtækið. Rannsóknir sem nýlega voru gerðar benda þó til þess að samskipti starfsmanna og stjórnenda ráða miklu um það hvort þessir eig- inleikar nýtast sem skyldi. Niðurstaöa bandarískra sál- fræðinga, sem tóku þetta rann- sóknarefni fyrir, er sú að það leiðir ekki af sjálfu sér að vel greindir starfsmenn með haldgóða reynslu skili mestum vinnuafköst- um. Stress á vinnustað — og þá einkum streita í samskiþtum við- komandi starfsmanna við yfir- manninn — er það sem banda- rísku sálfræðingarnir leggja til grundvallar í svari við spurning- unni um það hvort stjórnendum nýtist vel greind starfsmannsins eða reynsla hans. Þetta skýra þeir nánar þannig: 1) Ef streita er í samskiptum deildarstjóra við yfirboðarann, er afleiðingin yfirleitt sú að í dagleg- um störfum leitast þeir við að byggja á reynslu sinni fremur en gáfum. 2) Ef léttara er yfir samskiptum deildarstjóranna við yfirboðarann, nýta þeir betur gáfur sínar en reynslu í daglegum störfum. Þessar niöurstöður eru athygl- isverðar og ráðlegt fyrir stjórn- endur að gefa þeim gaum, því mikið er í húfi. Yfirleitt virðist af- farasælast að skipuleggja starf- semina þannig að umsjón með starfi þess sem vinnur að skaþandi verki sé í höndum lipurmennis, en þeir sem hafa með höndum hin al- mennari rútínustörf lúti stjórn kröfuharðari einstaklinga. Þetta er þó einföldum á málum sem í reynd eru oft flóknari. Engu að síður gerðu stjórnendur vel að íhuga þessi mál frá eigin sjónarhóli. Þeim til leiðbeiningar um það hve- nær beita þarf starfsmenn meiri þrýstingi og hvenær ber að slaka á taumunum — er eftirfarandi: Dagleg störf krefjast meira að- halds Hér eru nokkur dæmi um það hvenær meira en venjulegs að- halds og þrýstings er þörf: 1) Þegar starfsmaðurinn vinnur að verkefni sem hann þekkir vel. 2) Þegar starfsmaðurinn getur bætt við sig fleiri verkefnum svip- uðum þeim og hann nú gegnir. 3) Þegar starfsmaðurinn þarf að kynnast til hlítar einhverju ákveðnu starfi eða rútínu, t.d. starfi sem varðar öryggi og örygg- isreglur. 4) Þegar starfsmaðurinn hefur víðtækari reynslu en núverandi starf hans útheimtir og gæti tekið 6S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.