Fregnir - 01.11.1980, Blaðsíða 2
-2-
VI. LANDSFUNPUR BÓKAVARÐAFÉIAGSINS
Dagana 4.-6. september 1980 var haldinn í Norræna húsinu
í Reykjavík 6. landsfundur Bókavarðafélags íslands. Lands-
fundir, sem haldnir eru annað hvortr ár, eru vettvangur, þar
sem bókavörðum víðs vegar af landinu gefst kostur á að
kynnast og skeggræða það., sem efst ;er á baugi í bókasafns-
málum. Yfirskrift fundarins var "Bókasafnið er upplýsinga-
miðstöð", oq mðrkuðust umræður af því. Alls sóttu- fundinn
um 73 bókaverðir og sveitarstjórnarmenn, en áuk þess var
unokkúð um, að bókaverðir litu inn og hlýddu á einstaka
dagskrárliði.
í tengslum við landsfundinn var haldið námskeið í Lög-
bergi, húsi lagadeildar Háskóla Islands, dagana 1.-4. sept.
Mánudaginn 1. sept. var fjallað um skipulagningu safnkosts,
og hafði Margrét Geirsdóttir veg og vanda af því, en henni
til aðstoðar voru I>órdís Þorvaldsdóttir og t>óra Hólm. Kvöld-
vaka var svo haldin í sal Trésmiðafélags Reykjavikur, og var
þar glatt á hjalla. 2.-4. sept. hélt Greta Renborg lektor
við Bibliotekshögskolan i BorSs fyrirlestra um almannatengsl
bókasafna og stjórnaði hópvinnu. 31 bókavörður sótti nám-
skeiðið, og var almenn ánægja rikjandi með árangurinn.
Sjálfur landsfundurinn var settur að kvöldi 4. sept. i
.kjallara Norræna hússins, en þar hafði m.a. verið komið upp
sýningu frá Þjónustumiðstöð bókasafnai Danmörku á ýmiss
konar búnaði íyrir bókasöfn. Forseti íslands frú Vigdis
Finnbogadóttir sýndi bókavörðum þá vinsemd að vera við
setningu landsfundar og flytja ávarp. Að setningu lokinni
var kynningarkyöld fyrir þátttakendur i kaffistofu Norræna
hússins.
Aðalfundur Bókavarðafélags íslands var haldinn að morgni
5. sept. Bryddað var upp á ýmsum málum, en timinn reyndist
þvi miður svo naumur, að varla vai? hægt að gera nokkru efni
viðhlitandi skil. Stjórn félagsins ér óbreytt. Eftir
aðalfundinn kynntu þau Willy Rolst og Eva Wúrzt Þjónustu-
miðstöð bókasafga ÍDanmörku og gengu með landsfundar-
gestum um sýningu Þjónustumiðstöðvarinnaf i kjallara
Norræna hússins.
Eftir hádegi voru flutt erindi téngd yfirskrift fundarins.
Lektorarnir Greta Renborg og Andras Jablonkay töluðu um
almenna upplýsingamiðlun. Helgi Bernódusson bókavörður