Fregnir - 01.11.1980, Blaðsíða 14

Fregnir - 01.11.1980, Blaðsíða 14
-14- KYNNING Á STARFSEMI UPPLÝSINQAÞJÓNUSTU RANNSÓKNARÁÐS Upplýsingaþjónusta Rannsóknaráðs (UR) hefur að undan- förnu kynnt starfsemi sína með því móti að þeim er hugsan- lega geta hagnýtt sér þjónustuna hefur verið boðið að vera viðstaddir þegar tðlvuleitir eru framkvamdar (2-3 skipti í viku), en það er oftast kl. 11-12 á morgnéma- Þessi tími getur þó verið breytilegur. Bókaverðir eru velkomnir á kynningar þessar samkvÆmt samkomulagi við undirritaðan. Þeir sém hafa áhuga-geta haft samband í sima 29920 og 29921 kl. 9-13 virka daga. Þess má einnig geta að haldnir hafa veiið allmargir kynningarfundir um starfsemi UR og upplýsingamál almennt að undanfðrnu fyrir ýmsa smáhópa (10-20 manna). Þeim sem hafa áhuga á slíkum fundi er bent að að hringja í undirritaðan. Auk þess eru að sjálfsögðu veittar allar upplýsingar i sima um starfsemina. Nánari upplýsingar um UR er að finna i ársskýrslu 1978-79. Þar er m.a. lýst framkvæmd tölvuleitar. Skýrslán er þóstsend þeim sem vilja gegn 2.000 kr. greiðslu. Jón Erlendsson FRÁ DESTAL >• •* Aóalfundur DESTAL (Deildar starfsfólks i almennings- bókasöfnum) var haldinn laugardaginn 6. sept. 1980. Erla Jónsdóttir, Bókasafni Garðabæjar, var endurkjörin formaður. Aðrir i stjórn eru: Hrafn Harðarson, Bókasafni Kópavogs og Rebekka Guðfinnsdóttir, Bókasafni Njarðvikur. Til vara voru kosnar Elfa Björk Gunnarsdóttir, borgarbókavörður og Elin Guðmundsdóttir, Bústaðaútibúi Borgarbókasafns. Gestur fundarins var Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri BSRB. Skýrði hann frá nýafstöðnum aöalkjarasóunningum og væntanlegum sérkjarasamningum. Þá komu fundarmenn með fyrirspurnir um uppbyggingu og störf BSRB og ræddu m.a. möguleikann á þvi að gera Bókavarðafélagið eða DESTAL að aðildarfélagi.

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.