Fregnir - 01.11.1980, Blaðsíða 6

Fregnir - 01.11.1980, Blaðsíða 6
-6- kennsla í bókasafnsfræði VIð h.í. < Nýr lektor i bókasafnsfraeði I september s.l. var settur nýr lektor í bókasafnsfræði. Er það Andras Jablonkay sem hingað kom sem gistilektor 1979 og hefur kennt hérna siðan. Eru þá loksins orðnir tveir fastir kennarar í greininni. Andras, sem er ungverskur, hefur M.A.-próf í ensku og rússnesku, M.A.-próf í bókasafns fræði frá heimalandi sinu og framhaldsgráðu (Certificate of Advanced Study) frá Bandarikjunum. Hann hefur einnig lokið doktorsritgerð, en ekki lokið tilskildum prófum. Hann var háskólabókavörður við Læknisfræðiháskólann i Debrecen i Ungverjalandi áður en hann kom hingað. Stundakennsla Auk lektoranna tveggja eru 14 stundakennarar við kennslu i bókasafnsfræði i vetur sem er aðeins fækkun þar sem þeir voru 17 i fyrra.' Alls eru nú á boðstólum 25 námskeið fyrir utan sameiginlegu skyldugreinarnar fyrir alla deildina, og er nú jafnframt hægt að taka 90 eíningar i bókasafnsfræði, eða bókasafnsfræðina eingöngu til B.A.-prófs. F.ndurmenntun ; = Nokkuð fer i vöxt að starfandi bókaverðir taki eitt og eitt námskeið hjá okkur sem nokkurs konar. endurmenntun og mætti benda mönnum á að nýta sér ennþá betur þennan mögu- leika. Er bæði hægt að taka fullan þátt i námskeiðunum og fá fyrir þau einingar og einnig sitja i timum án próftöku. 'i.B. Nýir bókasafnsfræðingar S.l. vetur 1979-80 voru nær 70 nemendur við nám auk þeirra sem hafa lokið...námskeiðum en eiga ólokið B.A.- ritgerð. Frá okt. 19-79-til okt.1980 '(4 utskrrftir) hafa..’ 16 lokið B.A.-prófi með bókasafnsfræði sem aðalgrein og 1 sem lauk 60 einingum til viðbótar við eldra B.A.-próf. Má þvi telja að alls hafi 17 nýir bókasafnsfræðingar bæst i hópinn á rúmu ári. Eftirtaldir nemendur luku B.A.-prófi-i í okt. 1979 Auður Sigurðardóttir Jóhanna Júliusdóttir Leonardus Ingason Þórdis Þórarinsdóttir

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.