Fregnir - 01.11.1980, Page 8

Fregnir - 01.11.1980, Page 8
-8- aö því að opna Breiöholtssafn á afmælisári BBS 1983, en þá verður safnið 60 ára. Búið er að teikna II. áfanga bókasafnshússins við Sól- heima 27. Bókasafnið þar er nú 220 m2 að stærð, en verður 2 620 m eftir stækkun. Enn hefur ekki fengist fjármagn til þess að hefja fram- kvæmdir við nýtt aðalsafnshús í "Kringlubæ". í fjárhags- áætlunartillögu stofnunar fyrir árið 1981 er óskað eftir fjárveitingu til byrjunarframkvæmda. 1 JjOk ársins 1979 var undirritaður leigusamningur um. 254 xsr húsnæði i nýju húsi, sem nú er í byggingu við Þingholtsstræti 27. Þangað verður flutt snemma á næsta ári stjórnunar- og þjónustudeild safnsins, þ.e. skrifstofa, flokkunar- og skráningardeild, skrifstofa borgarbókavarðar og fundaaðstaða. Aðkoma er góð fyrir sendiferðabíla og veröur innkaupadeild og frágangur bóka á jarðhæð. Jafnframt verður útlánsdeild Aðalsafns stækkuð í Esju- bergi og efri hæö hússins innréttuö sem bókasafn. Með þesscuri breytingu er húsnæði safnsins í Þingholtsstræti 27 og 29 A rúmlega 1000 m2 að stærð. Engu minni áhersla er lögð á byggingu nýs aöalsafnshúss þótt húsnæði sé tekiö á leigu um tima, nema síöur sé. Á s.l/ári var deildinni "Bókin heim" - heimsendingaþjónusta við fatlaöa og aldraða og Hljóöbókasafni fyrir blinda og sjónskerta skipt i tvennt. Ótlánsdeild Hljóöbókasafns var opnuð i HÓlmgajjöi 34 um mitt sumar 1979. Þar á Reykjavikurborg 120 m hæð, sem endurnýjuö var og lagfarð. Heimsendingaþjónustan á prentuðum bókm er nú i Sólheimasafni. Innlestur og fjðl- spólun fer fram i húsi Blindrafélagsins við Hamrahlið 17. Nú eru i Hljóðbókasafni Blindráfélagsins og Borgarbókasafns 3V2 staða. ■ • Vinnuaðstaða var bætt nokkuð i Sólheimasafni, er Hljóðbókasafn var flutt þaðan og komið upp skrifstofu- aðstöðu fyrir starfsmenn i suðurhluta barnadeildar. Vinnuaöstöðu verður breytt i Bústaðasafni á næsta ári, ef fjármagn fæst til framkvæmdanna. Veröur þá hluta barnadeildar breytt i vinnuherbergi fyrir starfsfólk. Nýjar stöður Á árunum 1979 og 1980 hafa bæst við 3 bókasafnsfræðingar i aðalsafn. Stofnaö var til nýrrar stöðu í aðalsafni: deildarstjóra útlánsdeildar. 1 því starfi er Anna K. Torfadóttir. Ein staðan er ný fjárveiting á árinu í ár.

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.