Fregnir - 01.11.1980, Blaðsíða 9
-9-
Þóra Sigurbjörnsdóttir var ráöin í starfið. 1. okt. s.l.
hóf Kristín Gústafsdóttir störf á 1-estrarsal, Þingholts-
stræti 27.
Samvinna er hafin milli Kjarvalsstaöa og BBS um kaup,
frágang og dreifingu listaverkatimarita. Listráðunautur
’ Kjarvalsstaöa velur tímaritin. Safnið sér um innkaup og
frágang. Eitt eintak verður á kaffistofu Kjarvalsstaöa,
annað í útláni i Aðalsafni og hiö þriöja á lestrarsal.
Verg bókaaukning var á árinu 1979 25.641 bók. Unnið er
að uppbyggingu Breiðholtssafnsins. Keyptar voru bækur
fyrir kr. 4.0 millj. 1979, kr. 10.0 millj. i ár og
tillaga stofnunar fyrir næsta ár er 30.0 millj. króna.
Lánsskirteini kosta kr. 1000 fyrir fullorðna og kr.
500 fyrir börn. Gildistimi er eitt ár.
Elfa Björk Gunnarsdóttir
FUNDUR EVRÓPSKRA KORTAVARÐA
Dagana 20.-22. okt. s.l. var haldinn í Paris fundur korta-
varöa innan Sambands evrópskra rannsóknarbókasafna, LIBER
(Ligue des Bibliothéques Européennes de Recherche). Helgi
Magnússon bókavörður sótti þennan fund af hálfu Landsbóka-
safns íslands.
Meginefni fundarins voru þrjú: 1) formleg stofnun deildar
kortavaröa innan LIBER, 2) hagnýtar aöferöir og bókfræðileg
hjálþargögn viö öflun korta og skylds efnis, 3) tæknilegar
nýjungar viö eftirtöku korta, meöal annars ljósmyndun, ljós-
ritun og töku örefnis (ðrfilma og ðrglæra). Auk þessa
skoöuöu fundargestir umfangsmikla sýningu gamalla og nýrra
korta i Pompidöu menningarmiöstðöinni, Centre Georges
Pompidou, korta- og myndadeild franska þjóðbókasafnsins,
Bibliothéque Nationale, en þar var fundurinn haldinn aö
hluta, og frönsku landfræðistofnunina, Institut Géographique
National, en þar var fundurinn haldinn að öðrum hluta.
Fundinn sóttu 25 kortaveröir frá rannsóknarbókasöfnum
innan LIBER en aö auki allmargir starfsmenn fyrrgreindra
stofnana i Paris og voru fundargestir alls tæplega 40.
Formaður deildar kortavaröa innan LIBER var kosinn Donald
Moore viö National Library of Wales og ritari Monique
Pelletier viö Bibliothéque Nationale. Stefnt er að öörum
fundi deildarinnar aö tveimur árum liðnum.
HM