Fregnir - 01.11.1980, Page 11

Fregnir - 01.11.1980, Page 11
14. NORRÆNA BÓKASAFNAMÓTIÐ Dagana 10.-14. ágúst 1980 var 14. norræna bókasafnamótið haldið í Stokkhólmi og sóttu það 10 íslendingar, en þátt- takendur voru alls u.þ.b. 450; bókaverðir, stjórnmálamenn og aðrir er á ýmsan hátt tengjast starfsemi og stjórn safna. Rætt var um margvísleg efni á þinginu og voru allt upp i 5 frummælendur um hvert þeirra (sinn frá hverju landi). 4 íslendinganna fluttu fyrirlestra. Hðfuðókostur þessa fyrirkomulags var sá að lítill timi gafst til umræðna og um skoðanaskipti innan smærri hópa var ekki að ræða þvi að dagskráin var svo ásetin. Þá var stundum þingað um tvð eða þrjú efni samtimis og þurfti fólk þá að velja og hafna. í grein sem þessari er ómögulegt að gera skil viða- miklum erindura og vel ég þvi þann kost að benda á hvar frásagnir af þinghaldinu (oft óstyttir fyrirlestrar) hafa birst eða koma tíl með að birtast; Þrjú norræn bókavarða- blöð hafa skipt raeð sér verkum um birtinguna: Bogens verden (i 8. hefti 1980 hafa þegar birst nokkur erindi), Bok og bibliotek (norskt) og Biblioteksbladet (sænskt).. Biblioteksbladet - Hlutverk barnabqkasafna - Bókasöfn sem upplýsingamiðstöðvar bæjarfélaga - Gagnsemi bókasafnsrannsókna - Hvernig þjóna bókasöfn innflytjendum - Veldur bókasafnið hlutverki sinu eða gerir það það ekki - ennþá Bogens verden - Hlutverk litlu bókasafnanna (deltidsbibliotek) nú og • ..i i framtiðinni . N - Skipulagsvandi sjúkrahússafna - Hiutverk saíad i menntunarsamfélagi '- Norræn samvinna - frá Scandiaáætluninni til NORDINFO - Staðlar um nýsigögn i bókasöfnum - Þjónusta miðsafna við umdæmissðfn Bok og bibliotek - Norræn samvinna á sviði bókasafnsmála. Söguleg - Einstaklingsvernd, bókasöfn og tðlvuvæðing :■

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.