Fregnir - 01.11.1980, Blaðsíða 12

Fregnir - 01.11.1980, Blaðsíða 12
-12- - Tölvuvædda safnió sem vinnustaður - Þáttur bókasafna í upplýsingastefnu þjóða - Norræn almenningsbókasafnalöggjðf - Hlutverk bókasafna i upplýsingasöfnun um þróunarlöndin - Samvinna norrænna sérfræóisafna Síðasta dag þingsins gafst þingheimi kostur á skoóunar- feróum í nokkur sænsk bókasöfn. Einn hópur hélt til háskólabókasafnsins í Uppsölum meó viókomu í nýlegu borgarbókasafnsútibúi í Xista sem er úthverfi frá Sth. cg bókasafni landbúnaðarháskólans i Ultuna. Bæði síóarnefndu sðfnin eru glæsileg og vel búin bæói aó búnaói og efniskosti enda mjög nýleg. Annar hópur fór til Södertalje þar sem er tölvuvætt almenningssafn, Þar hefur tölvukerfi sænsku almenningssafnanna, Bibliotekstjánsts utlanings- och mediakontrollsystem (BUMS) verió notaó í 5 ár og er reynsla þeirra mjög lærdómsrik. í lok þingsins bauó svo Þórdis Þorvaldsdóttir formaóur Bókavaróafélags íslands formlega til 15. norræna bókasafna- mótsins á íslandi árið 1984. KI FRÁ bókavarðafélaginu Aðalfundur Bókavaróafélagsins var haldinn i Norræna húsinu 5. sept. 1980. Aó venju flutti formaóur skýrslu stjórnar og einnig voru fluttar skýrslur frá stjórnum deilda. Feróanefnd var skipuð á árinu og sátu i henni Páll ólafsson, Birna Helgadóttir og Hrafn Haróarson. Faurin var ferð i Flatey á Breióafirði i júli og skoóaó fyrsta hús sem reist var hérlendis gagngert fyrir bókasafn. Þótti feróin takast vel. Á aóalfundi var 21 nýr félagi tekinn í félagió. Stjórnin var öll ertdurkosin, en hana skipa: Þórdis Þorvaldsdóttir, formaöur Helgi Magnússon, gjaldkeri Kristin Björgvinsdóttir, ritari Erla K. Jónasdóttir, meóstj. óskar óskarsson, meóstj. Þórhallur Þórhallsson, varam. Guörún Sigurðardóttir, varam.

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.