Fregnir - 01.11.1980, Side 13
-13-
FRÁ HÁSKÓLABÓKASAFNI
Fyrir skommu kom út ársskýrsla Háskólabókasafns fyrir
1979. Kemur þar fram m.a. að safninu bárust 3.887 bækur
árið 1979, þar af voru 1.713 keyptar. Tímarit sem berast
safninu eru 1.511 talsins., þar af 471 keypt. Bindafjöldi
í safninu við árslok 1979 er talinn 204.913. Kostnaður við
ritakaup reyri'dist rúmlega 25 milljónir. Útlán i aðal-
safni ög útibúum var um 20 þús. á árinu og er það um 11%
aukning frá fyrra ári. Fjöldi fastra starfsmanna er 9^/2,
en auk þe ss cru iíO/cJ'* rir lausráðrir Safnkynning var sá
þáttur átarfseniinnar sem mes.t óx á árinu- ..745 nemendur
sóttu kynningardagskrár safnsins 1979. Millisafnalánum
fjölgaði mjög. Rit fengin að láni og ljósrit keypt frá
útlöndum voru 2.251 (mn 40% aukning frá fyrra ári).
Háskólabókasafn hóf árið 1979 að gefa út röð bæklinga
undir nafninu Hbs-rit. Þegar þetta er ritað (nóv 1980)
hafa fjðgur hefti komið út. Þau eru þessi:
Einar Sigurðsson: Háskólabókasafn - til hvers? Inn-
gangur að safnkynningu. Rv. 1979. 16 s. (Hbs.-rit, 1.)
Þórir Ragnarsson: Um ritakaup Háskólabókasafns. Rv. 1980.
20 s. (Hbs-rit, 2.)
Ingibjörg Sæmundsdóttir: Lagabókasafn. Helstu handbaekur
og uppsláttarrit. Rv. 1980. 25 s. (Hbs-rit, 3.)
Einar Sigurðsson: Háskólabókasafn - til hvers? Inn-
gangur að safnkynningu. Rv. 1980. 20 s. (Hbs-rit, 4.)
Ný útg.
Rit þessi geta menn fengið ókeypis í Háskólabókasafni.
Loks skal þess getið að Háskólabókasafn varð 40 áira
1. nóv. 1980. í tilefni afmælisins var nokkuð fjallað
um starfsemi safnsins í fjölmiðlum.
.-• . ÞR
SAMSKRÁ UM ERLEND TÍMARIT. VIÐAUKI 1980
:•■• Landsbókasafn hefur sent frá sér viðauka við Samskrá um
erlend tírparit sem út kom 1978. í viðaukanum er að finna
breytingar sem gr;ðið hafa á tímaritakosti 34 af þeim söfnum
og stofnunum sem áttu aðild að skránni. Auk þess hafa 11
stofnanir bæst 1 hópinn.