Alþýðublaðið - 20.07.1969, Side 5
Loks gengur hann að Sigurði frá Stóru-
Mörk og spyr hann hins sama og aðra.
Sigurður svarar: „Mér þótti leiðinlegt af
þér, Jón, að þú skyldir sjálfur fara að
braska við að koma þessu í Þjóðólf og fá
Steingrím til að leggja það út.“
Þá segir Jón: „Þetta hefur Mangi djöful!
sagt þér.“
Þorsteinn Erlingsson orti kvæði til Jóns,
sem þetta er í:
því þú hefur bezt opnað barnsaugun mín
og bentir mér fyrstur á heiminn.
„Þar á hann við bannsett Múlapakkið,"
sagði Jón, en við því kvaðst hann hafa
varað Þorstein.
Þá bjó í Eyvindarmúla Jón Þórðarson, al-
þingismaður Rangárvallasýslu á árunum
1847 til 1849, maður stórgáfaður. Sonur
hans var Bergsteinn söðlasmiður, líka flug
gáfaður. Um Bergstein sagði Magnús lands
höfðingi, að hann væri sá gáfaðasti maður,
sem hann hefði þekkt á ævinni. Einhvern
tíma höfðu þeir ekki sézt í nærfellt þrjú
ár, feðgarnir Jón og Bergsteinn. Þá fór
Bergsteinn að finna föður sinn. Sátu þeir
þá heila daga, dögum saman frá morgni
til kvölds sitt hvorum megin við altarið í
kirkjunni og töluðu um fornsögur. Þetta
sagði mér Sigurður frá Syðstu-Mörk. Það
var svona á Suðurlandsundirlendinu. Ef gáf
aður maður kom í héraðið, ætlaði allt að
verða vitlaust að totta hvern fróðleiks-
dropa. Svona var það, þar sem Brynjólfur
frá Minnanúpi kom á bæi .
Ekki man ég, hvar Jóri söðli dó. En ég sá
eftir honum, þegar ég frétti lát hans, leidd
ist að fá aldrei að sjá þennan einkennilega
mann oftar.“
Frásögn Gunnars
Ólafssonar.
Tveimur árum síðar — eða árið 1948
gaf Gunnar Ólafsson, fyrrum alþingismað-
ur Vestur-Skaftfellinga og kaupmaður í
Vestmannaeyjum, út endurminningabók
sína á forlagi Guðjóns Ó. Guðjónssonar í
Reykjavík. í bók sinni víkur Gunnar nokkuð
að Jóni söðia — og frásögn séra Árna
Þórarinssonar. Ekki ber þeim að öllu leyti
saman, án þess þó að dómur sé á það
lagður, hvor hafi réttara fyrir sér. Því ber
þó ekki að neita, að frásögn Gunnars virð-
ist öllu hófstilltari og trúverðugri, þó að
séra Árni hafi að sönnu frásagnargáfuna
og Þórbergur stílsnilldina fram yfir hinn
fyrstnefnda. Farast Gunnari orð á þessa
leiö:
„Ekki var hægt að segja, að Sumarliða-
bæirnir væru í þjóðbraut, en þó var þar
stundum gestkvæmt, bæði á veturna, þeg-
ar menn, sem austar áttu heima, fóru í ver
ið, og gistu þeir þá stundum bæði í Efri-
og Neðribænum. Sömuleiðis kom margt ná-
grannafólk, eins og þá gerðist, og nokkuð
af göngumönnum, sumum langt að komn-
um, og gistu oft hjá foreldrum mínum,
ekki síður en í hinum bænum. Farandkon-
ur kom helzt á vorin og á haustin, og
flestar ríðandi. Reiðverið var þófi, klædd-
ur svörtu gæruskinni.
Öllum var vel tekið og beini veittur með
glöðu geði eftir beztu getu, eins og þá
var títt, nálega á hverjum bæ, og oft gefið
eitthvað með sér, þegar það fór. Sumt af
þessu fólki, sem kom árlega eða oftar
á ári, er mér enn minnisstætt, og alltaf
var framkoma þess góð. Sumt þessara
næturgesta sagði sögur, sem alltaf voru
sérstaklega vel þegnar.
Einn vermannanna þótti sérstaklega
góður gestur. Það var Jón söðlasmiður í
Hlíðarendakoti, alltaf nefndur Jón söðli.
Hann gekk hvern vetur á góunni suður að
Höskuldarkoti í Njarðvíkum og reri það-
an við annan eða þriðja mann á báti, sem
hann átti. Hann gerði þetta, að ég ætla,
engu síður til skemmtunar en til hagnaðar
og mun hann hafa sótt sjóinn fremur slæ-
lega, enda ekki um annað að gera á svo
litlum báti.
Jón kom oft á göngum sínum í verið til
foreldra minna og gisti hann þá, ég held,
alltaf lengur en eina nótt. Hann var hár
maður vexti og þrekinn eftir því, fríður
sýnum og göfugmannlegur, bæði á svip
og í allri framkomu. Hann mun hafa verið
vel viti borinn, og hafði hann með lestri
ýmissa bóka og kynningu við þá menn,
sem honum voru fróðari eða lærðari, aflað
sér meiri þekkingar á ýmsu en almennt
gerðist meðal alþýðumanna.
Þeir faðir minn og Jón höfðu margt að
ræða, meðan hann stóð við, og var oft
gaman að hlusta á samtal þeirra.
Eftir að ég tók að fara til sjávar, hætti
ég að sjá Jón söðla heima hjá foreldrum
mínum, en það var af því, að ég fór að
heiman um kyndilmessu ár hvert, eins og
flestir gerðu, því að þá byrjaði vetrarver-
tíðin á Suðurlandi. En Jón fór ekki fyrr eri
um miðjan marzmánuð. Hann beið þess,
að fiskurinn gengi á grunnmið, en þangað
kom hann vanalega ekki fyrr en um eða
eftir miðgóu.
Veturinn 1882 reri ég í Keflavík, eins
og fyrr er getið. Þá var það eitthvert sinn,
að ég sá Jón söðla á báti sínum noðraust-
ur af Vatnsnesi. Hann lá þar við stjóra og
við þriðja mann ,er allir höfðu færi úti
og keipuðu hægt og rólega. En ekki sá
ég þá verða vara við fisk, á meðan skip
það, sem ég var á, fór fram hjá bátnum.
Mér og systkinum mínum var vel við
Jón, eins og reyndar öllum öðrum. Hann
var hið mesta Ijúfmenni og talaði við okk-
ur krakkana eins og aðra. Okkur þótti
líka vænt um kvæði Þorsteins Erlingsson-
ar til Jóns í Þjóðólfi, og sömuleiðis skrif
útlenda ferðamannsins, sem einnig birt-
ust í Þjóðólfi, eftir að Jón haföi fylgt
honum inn á Þórsmörk og kannske víðar.
Ég hafði aldrei vitaö eða veitt því eftir-
tekt, hverrar þjóðar þessi fræðimaður var,
en nú hefur Árni prófastur Þórarinsson
sagt í æviminningum sínum, er hann nefn-
ir „í sálarháska," að hann væri franskur.
En það er líklega ekki rétt. Hann mun hafa
verið enskur og heitið Morris.
Kvæði Þorsteins hefi ég kunnað eða
kafla úr því, frá því það kom út í blaðinu,
en þegar kvæðabók hans kom, sá ég, að
það var ort 1884, og á því sama ári hefur
það birzt í nefndu blaði.
Síðar breyttist hagur Jóns mjög til hins
4'
Alþýðublaðið — Helgarblað 5