Alþýðublaðið - 20.07.1969, Qupperneq 6
lakara. Hann geröist hálfruglaöur, þannig
aö hann hræddist útilegumenn og talaði
mest um þá og þá hættu, sem af þeim
slataöi bæöi íyrir menn og fénaö. Einn
þessara útilegumanna var allra mestur
og hættulegastur. Það var Stóri-Kolur.
Hann átti heima inn viö Fiskivötn fyrir
innan Túná eöa Tungnaá og fyrir austan
Stórasjó ,sem er innstur allra þessara
Fiskivatna. Þar var, eftir því, sem Jón
sööli sagði, aöalaösetur útiiegumanna,
cg þar var Stóri-Kolur, voidugri en allir
aorír útilegumenn.
Inn til Veiöivatna fóru menn af Landinu
síöari hluta sumars og fengu þar oft á
skömmum tíma mikla veiöi, stóran og feit-
an silung. Þessir menn máttu ekki síöur
en aórir gæta sín fyrir Stóra-Kol.
Arni prófastur Þóiarinsson segir í fyrr-
nefndum endurminningum sínum, að Jón
söðli hafi álitið Stóra-Kol eiga heima uppi
á Quðnasteini, hæst uppi á Eyjafjallajökli.
Þaö er áreiöanlega hinn mesti misskiln-
ingur, því aö fyrir innan Stórasjó átti
hann heima og hvergi annars staöar. Flitt
er annaö mál, aö hanri gat brugöið sér
aö heiman annaö kastiö, og var hann
þá jafnan viösjárveröur.
Enn fremur segir Árni prófastur Þórar-
insson, aö Jón sööli hafi trúað því, aö
allur sá fiskur, sem veiddist í Faxaflóa,
kæmi undan Vogastapa. Þetta er einnig
misskilningur. Jón haföi, eins og áöur get-
ur, lengi róið í NjarÖvíkum, og þaöan er
tæplega meira en hálfrar klukkustundar
róöur inn undir Vogastapa. Jón heíur
sennilega, allt frá því aö hann fór fyrst
til sjávar, þekkt munnmælin um þaö,
hvernig á því stóö, aö nýgenginn neija-
fiskur fékkst oft fyrr undir Stapanum en
annars staöar í Bugtinni, og ég er því viss
um, aö hann hefur aldrei ruglazt í því.
Þaö hafði lengi verið reynsla manna,
að degi síðar en fiskurinn kom inn undir
land í Grindavík, var komið mokfiski undir
Vogastapa, án þess aö vart yröi við göngu
í Garösjó eða annars staðar í sunnan-
veröri Bugtinni fyrr en eftir vikutíma eða
svo. Fiskurinn hlaut því aö komast beinni
leiö undir Stapann, og þóttust menn þess
fullvissir, að hann færi eftir göngum langí
niðri, er lægju undir Stapanum og hraun-
inu alla leiö suður á fiskimið Grindvíkinga
Hvort svo hefur verið, veit sennilega eng-
inn með vissu. Hitt er aftur á móti víst,
aö netjafiskurinn kom um langt skeið
fyrst undir Stapann, err dreifðist ekki það-
an vestur eða noröur um Bugtina. Bæöi
GarÖ- og Leirumenn biðu komu hans inn
fyrir Skagatá og inn í GarÖsjó. Þetta gekk
þannig eða svipað þessu mjög lengi. Err
svo tók smám saman fyrir aflabrögðin und
ir Stapanum, og voru þau nærri horfin,
þegar ég kom fyrst til sjóróðra suður í
GarÖ á vetrarvertíðinni 1879. Ég heyröi
oft um þetta talað, á meðan ég reri í Garö
inum, menn töldu fiskinn nálega hættan
að ganga undir Stapann. Hiö sama sögðu
Keflvíkingar, þegar ég var þar á vertíöinni
1882.
Allt hefur Jón söðli vitað um þetta,
löngu áður en útilegumannaflugurnar
komust í kollinn á honum, og gat hann
þess vegna ekki villzt í því, enda heyröi
ég aldrei þessa vitleysu um fiskinn undir
Stapanum eftir honum hafða. Hitt er aftur
á móti ekki ótrúlegt, sem prófasturinn
segir, aö menn hafi gert sér leik aö því
að segja honum ósannar sögur, eftir að
hann var orðinn veikur, og hafa þei,, er
slíkt gera, oft þótzt menn að meiri, ef
þeir gátu þannig leikið á vesalinga.
Síðari hluta ævinnar iét Jón lengstum
fyrirberast í Reykjavík. En hvort hanri
átti annars staðar lögheimili en í Fljóts-
hlíðinni, veit ég ekki. Hann átti fjölda
vina og kunningja í Reykjavík, er hann nú
heimsótti, og mun hann iengi hafa nctiö
góðs hjá flestum þeirra.
Á þessum árum ævinnar varð hann ná-
lega daglegur gestur hjá móður minni,
sem þá var setzt að í Reykjavík ásamt
Jóni bróður og fleiri systkinum mínum,
sem enn voru með móður okkar, og fékk
hann þar mat eftir vild. En vegna ein-
stæðingsskapar og þess rugls, sem á
hann var komið, varð þrifnaður hans minni
en verið hafði og nauðsynlegt var, og
þótti hann því miklu lakari næturgestur
en áður fyrr, þegar hann var á göngu í
verið suður í Njarðvíkur. En vegna þess
að Jón sööli var heimilisvinur hjá íoreldr
um mínum, á meðan þau bjuggu í Sumar-
liðabæ, gat það að sjáifsögðu ekki breytzt
þótt hagur hans yrði annar en fyrr haíði
verið.
Það, sem aðallega kom mér til aö
minnast á Jón söðla, eru ummæli Árna
prófasts Þórarinssonar í áðurnefndum ævi-
sagnaheftum hans. Þau ummæli sýna að
hann hefur fengið ósannar sagnir af Jóni,
og er þaö að vísu skiljanlegt, þegar þess
er gætt, að hann bjó í mikilli fjarlægð frá
Reykjavík, og hafa oft ruglazt sagnir á
skemmri leið en milli Snæfellsness og
Reykjavíkur. Annars fór það ekki ósvipaö
fyrir Jóni og mörgum öðrum, að vinahóp-
urinn gisnar og virðingin dofnar, þegar
ölið er af könnunni, eða þegar heiisa og
máttur dofnar.“
Svo mörg voru orð þeirra Árna og Gunn
ars. Eins og frásagnir þeirra bera meö
sér, hefur Jón sööli verið allsérstæður
maður, er ekki hefur bundið bagga sína
sömu hnútum og samferðamennirnir. Er
og Ijóst af orðum þeirra — og ekki sízt
af Ijóðum Þorsteins — að Jón hefur verið
fjölgáfaður maður og fjölmenntaður á
þeirra tíma mælikvarða, þó að Elli kerling
hafi leikið hann grátt, eins og raunar
fíeiri mæta menn fyrr og síöar. — Kunni
lesendur fleira frá Jóni söðla að segja —
eða einhverjum hans líkum — verður
þeim fúslega léð til þess rúm hér í helgar-
blaði Alþýðublaðsins.
G. A.
6 Alþýðublaðið — Helgarblað