Alþýðublaðið - 20.07.1969, Blaðsíða 9
ur af blómlegum og hávöxnum birkiskógi
og alls korrar blómgresi. Gljúfurveggirnir
hafa augsýnilega verið gróðrinum þarna
vernd og skjól, ekki aðeins fyrir veörum
og vindum, heldur einnig og ekki síður
fyrir sauökindinni og mannskepnunni, sem
lítinn átroðning hafa gert þarna niðri í
gljúfrinu.
Pjaxi er sérlega fallegur og friðsæll
staður. Það finrrur maður bezt, þegar nið-
ur er komið og vaðið í gróskumiklu blóm
gresinu innan um skóginn. Þetta er eins
og heimur út af fyrir sig, dálítil paradís,
sem kemur manni á óvart á þessum stað.
Pjaxi sést ekki af veginum, hann kemur
ekki í Ijós fyrr en alveg frammi á gljúfur
barminum.
Merking nafnsins á hvamminum liggur
ekki í augum uppi, það er jafnvel enn
leyndardómsfyllra en staðurinn sjálfur,
eitt af þessum örnefnum, sem lærdóms
mennirnir hafa glímt við að skýra, en
ekki komizt að óyggjandi niðurstöðu. En
kannski kemur þó að því, að einhver finn
ur það einstigi, sem liggur til réttrar skýr
ingar og merkingar. Það er reyndar annar
Pjaxi litlu ofar í glúfrinu að austanverðu
en skóglaus og vekur ekki mikla athygli.
Eins og ég minntist á í upphafi, kann
ast flestir við Gullfoss, en færri hafa heyrt
Pjaxa getið, enda er sá fyrrnefndi auðvit-
að miklu stórkostlegra og áhrifameira
náttúrufyrirbæri. Hins vegar lumar Pjaxi
á annars konar töfrum, þótt hann láti ekki
mikið yfir sér, þess vegna er vel ómaks-
ins vert, þó að það sé ekki erfiðslaust að
klöngrast eftir einstigirru niður í gljúfrið
og skoða þennan litla fallega skógar-
hvamm. — GG.
TÖLVUR TEFLA.
Fyrir tveim eða þrem árum var háð
skákeinvígi milli tveggja rafreikna eða
tölva. Önnur tölvan var í eðlisfr.stofnun
háskólans í IVIoskvu, en í hin í Stanford
háskóla í Bandaríkjunum. Það er ef til
vill dálítið villandi að segja, að tölvur
tefli, því að þær gera í raun og veru ekk-
ert nema það, sem menn ákveða, að
þær geri. Tölvurnar tefla eftir ákveðinni
áætlun eða forskrift, sem er gerö af
mönnum og sett í tölvurrrar áður en taflið
hefst. Rússneska tölvan bar sigurorð af
þeirri bandarísku og tefldi mun betur. Nú
gætu menn haldið, að þetta stafaði af
því, að rússneskar tölvur væru fullkomn-
ari en þær bandarísku, en það mun tæp-
ast raunin. Sigur rússnesku tölvunnar hef
ur vafalaust stafað af því, að taflforskrift
in, sem Rússarnir gerðu, hefur verið mun
betri en sú, sem Bandaríkjamennirnir
gerðu. Þótt Bandaríkjamennirnir hefðu not
að rússnesku tölvurra og Rússarnir þá
bandarísku, hefðu Rússarnir samt unnið,
eða öllu heldur rússneska forskriftin.
Það er aðdáunarvert, hve rússneska
forskriftin teflir vel og sjáum við nú eitt
dæmi þess úr fyrrnefndu einvígi.
Hvítt: Moskvuháskóli.
Svart: Stanfordháskóli.
1. e2—e4 e7—e5
2. Rgl—f3 Rb8—c6
3. Rbl—c3 Bf8—c5
4. Rf3xe5 Rc6xe5
5. d2—d4 Bc5—d6
6. d4xe5 Bd6xe5
7. f2—f4 Be5xc3
8. b2xc3 Rg8—f6
9. e4—e5 Rf6—e4
10. Ddl—d3 Re4—c5
11. Dd3—d5 Rc5—e6?
12. f4—f5 Re6—g5??
13. h2—h4 f7—fG
14. h4xg5 f6xg5
15. Hhlxh7! Hh8—f8
16. Hh7xg7 c7—c6
17. Dd5—d6 Hf8xf5
18. Hg7—g8t Hf5—f8
19. Hg8xf8 mát
INGVAR
ÁSMUNDSSON
Alþýðublaðið — Helgarblað 9