Alþýðublaðið - 20.07.1969, Síða 13
ar liann var hættur að nöldra. Það er um
líf og dauða að tefla.
— Nú, morð? hváði hann hrifinn ■—
Gættu þess að hafa ekki hönd á neinu
fyrr en ég kem! Ég kem að vörmu spori!
IVIeðan ég beið hans ,samdi ég kveðju-
bréf til Marjorie. Ég gat ekki stillt mig
um að brosa, þegar ég hugsaði til bess.
að þegar Marjorie bærist bréfið, yrði mað
urinn, sem húrr hafði einu sinni bundið
ást sína við, kaldur nár. Ef til vill kæmi
það líka við hana.
Mér fór nú að leiðast effir Briggs og
hélt því niður til að bíða hans. Ég beið
hvorki meira né minna en í hálfdma.
Loks kom Briggs og var að borða sand-
kökusneið.
— Ég kom við á kaffihúsi á leiðinni.
sagði hann afsakandi. — En hvar er lík-
ið?
Ég horfði á hann fullur samúðar. Það,
sem ég ætlaði að segja honum, myndi ef
til vill hæfa hann í hjartastað.
—Það er ekkert lík, sagði ég. — Ekki
ennþá.
— En, sagði Briggs og litaðist um, ó-
ánægður á svip. — Þú sagðir, að um líf
eða dauða væri að tefla?
—Já, sagði ég. Það er um minn
dauða að ræða.
Briggs virtist undrandi. — Ætlar þú
að fara að deyja? spurði harrn vantrúaður.
—-Já, svaraði ég.
— Hm, sagði Briggs. Hann virtist ekki
taka þetta eins nærri sér og ég hafði
búizt við. — Hvað amar að? Er það
hjartað?
—Það er ekki svo fjarri lagi.
— Höfuðverkur?
— Nei.
— Hiti?
— Nei.
Briggs athugaði mig gaumgæfilega. —
Þú lítur bara vel út, sagði hann. — Er
það máski meltingartruflun?
Nú var kominn tími til að leiðrétta
þennan misskilrring í eitt skipti fyrir öll.
— Sjúkdómur minn, sagði ég, er ekki
líkamlegur. Það er ólæknandi sálarsjúk-
dómur. Ég hef því ákveðið að binda enda
á mitt auma líf. Ég ætla með öðrum orð-
um að stytta mér aldur.
Það varð þögn. Briggs var auðsjáanlega
undrandi á þessum óvæntu fréttum. Ég
hélt áfram:
— Ég segi þér þetta ekki einungis
vegna þess að þú ert vinur minn heldur
og hins að þú ert rólyndur maður, sem
lætur sannfærast af rökum. Ég hef tekið
þá mikilvægu ákvörðun að deyja!
— En, sagði Briggs....
Ég greip fram í fyrir honum-.
—Ekkert getur breytt þeirri ákvöiðun
minni.
— Ég ætlaði heldur ekki að freista
þess, sagði Briggs. — Ég vil bara fá að
vita, hvað þetta kemur mér við?
. Þá sagði ég, ofurlítið hátíðlegur í
bragði:
— I þessum heimi hafa ýmsar merki-
legustu fyrirætlanir mannkynsins strand-
að á ófyrirsjáanlegum atvikum. Eins oe
Ríkharður III. varð einu sinni hjálparvana
vegna þess að hann var hestlaus, þarf ég
nú á þinni hjálp að halda, þar sem gasið
er ekki gefið, og ég á ekki grænarc eyri
til að láta í gasmælinn.
— Og það er þess vegna, sagði Briggs,
sem þú stuggar mér upp úr rúminu um
miðja nótt, bara til þess að fá lánaðan
skitinn skilding!
Ég brosti angurvært:
— Þetta er örlagaglettni. Ég var aura
laus.
— Það er dálaglegt eða hitt þó heldur,
sagði Briggs. — En ef þú ætlar að gera
alvöru úr því að fyrirfara þér, hvernig
hyggstu þá borga mér aftur?
— Mér finnst þetta ekki til að hafa (
flimtingum, svaraði ég svolítið kuldalega.
— Ég samhryggist, sagði Briggs. —
Þér er þá alvara með þetta?
—Það er engirr ástæða til að efast
um það.
— Og það fær ekkert haldið aftur af
þér?
— Alls ekkert.
Briggs kveikti sér í vindlingi. Hann sat
hugsi um stund og handlék vindlingaöskju
er lá á borðinu.
—Þér er auðvitað enginn greiði gerð-
ur með því, að ég úthelli tárum eða sé
með eitthvert ramakvein vegna vfirvof-
andi andláts þíns sagði hann. — Þú ætl-
ast auðvitað til þess, að ég líti á þig
sem fullorðinn mann, sem veit, hvað
hann er að gera. Auðvitað ætlast þú ekki
til þess, að ég hindri fyrirætlun þína, held-
ur láti þér í té „aðgangseyri inn í eilífð-
ina.“
Ég hafði naumast búizt við, að honum
veittist svo létt að skilja mig. Ég kirrkaði
kolli:
-— Rétt er það. Ég ætla að gefa mig
dauðanum á vald, og enginn mannlegur
máttur fær því umþokað. Þó að þú reyndir
að hindra það núna, þá mundi það ekki
koma að gagni. Þess vegna er þér hyggi-
legast að láta að orðum mínum.
Ennr varð þögn. Svo rétti Briggs út
höndina og greip vindlingaöskjuna á borð-
inu:
—Ef svo er, sagði hann, — er þér þá
ekki sama, þó að ég hirði þessa vindlinga?
— Þessa vindlinga?
— Já, hvers vegna ekki? Þetta eru
ágætis vindlingar, og þú hefur ekkert við
þá að gera, úr því sem komið er.
Hann stakk vindlingunum á sig, án
bess að bíða svars:
— Ég skal skilja nokkra eftir, ef þig
skyldi langa í reyk, áður en þú skrúfar
frá gasinu.
Briggs hafði auðvitað á réttu að standa
Hvað átti ég svo sem að gera við vindlinga
framar?
— Þakka þér fyrir ,sagði Briggs. En
ég vildi giarnan hirða öskjuna líka.
— Öskiuna mfna?
— Já, þú veizt, að ég hef alltaf haft á
henni hreirrustu ágirnd!
— Fn hún er úr gulli!
— Já, hvað um það, sagði Briggs. —
Þú veizt. að gullið bráðnar, hafir þú það
með bér þangað, sem þú ferð.
Skjálfandi hendi rétti ég honum öskj-
Alþýðublaðið — Helgarblað 13