Alþýðublaðið - 23.08.1969, Blaðsíða 16
ASþýðu
blaðið
Afgreiðslusími: 14900
Ritst j ómarsímar: 14901, 14902
Auglýsingasimi: 14906
Pósthólf 320, Reykjavík
□ Eins og fram kom hér í blaðinu í gær, birti Þjóðvilj inn frétt fyrr í vikunni um byggingu sumarbústaðar við
Sandvatn í Mývatnssveit og var hún býsna skemmtileg bæði vegna þess, sem stóð í fréttinni, og þess, sem ekki
stóð í henni. I þessari frétt Þjóðviljans var borin fram sú tillaga, að framan við þenna.n fræga sumarbústað
yrði myndastytta á stalli, „leirhaus í mynd forsætisráðherrans“ eins og blaðið kemst svo smekklega að orði.
Alþýðublaðið vill bæta örlitlu við þessa illögu. Okk ur þykir það engin hæfa að hafa styttuna bara eina,
heldur finnst okkur full ástæða til eftir eðli málsins, að öðrum „leirhaus“ sé bætt við, nefnilega félaga Brés
uév. Og við fengum Ragnar Lár, teiknara, í lið með okkur til þess að sýna á mynd, hvernig bústaðurinn lít-
ur út þegar þessar tvær myndir verða komnar upp fyrir framan hann.
Verð í lausasölu: 10 kr. eintakið
Verð í áskrift: 150 kr. á mánuði
Símaskrátn
er komin
Nýrri símaskrá fyrir árið
1969 verður byrjað að dreifa
til símnotenda í Reykjavík
mánudaginn 25. ágúst næstk.
og gengur hún í gildi um leið
og 2000 númera stækkun mið-
bæjarstöðvarinnar í Reykjavík
verður tekin í notkun, væntan-
lega aðfaranótt mánudagsina
1. seþtémber naestkomandi.
Upplag símskrárinnar efi
68000 eintök, var 65000 eintök
1967. Brot skrárinnar er ó-
breytt en hún er 64 blaðsíðum
stærri. Þyngdin er svipuð þrátt
fyrir stækkunina, enda er papp-
írinn þynnri og léttari, 65 gr.
blaðapappír. Kápuefnið er
skozkt, sem hefur rutt sér til
rúms á mikið notaðar bækur.
Saurblaðapappír er ekki nauð-
synlegt að nota á kápuefnið.
Símaskráin er sett í „Fotol-
ist“, það er að í stað setningu
í blý er hún skrifuð á kort £
sérstökum vélum (Vari-Typ-
er), sem síðan eru ljósrhynduð.
Eftir filmunum eru gerðar plöt-
ur til notkunar við prentun i
hraðvirkum offsett prentvél-
um. Þessi aðferð gerir það
mögulegt að hafa handrit síma-
skrárinnar ávallt rétt tilbúið
til ljósmyndunar og prentunar,
þar sem unnt er að skrifa eftir
hendinni breytingakort eða ný
kort þegar nýir notendur bæt-
ast við. Þetta styttir útgáfutíma
skrárinnar að miklum mun í
um 2 mánuði í stað 7—8 mán-
aða áður. Prófai’kalestur spar-
ast verulega og hætta á villum
stór minnkar, sem er veiga-
mikið atriði.
Ef til boðaðs verkfalls bóka-
gerðarmanna kemur næstk.
mánudag verður tæplega helm-
ingur upplags símaskrárinnar
Framhald á bls. 14
s
I
I
Alfræðiorðabækur hrannasf upp hjá fornbékasölum:
ALFRÆDIN
Nll
BOÐIN
5 TIL
Flesiir reyndusl engi
Reykjavík — St. S.
'Framboð á alfræðibókum til
fornbókasala hefur undanfarið
aukizt mjög sagði okkur Guð-
mundur Egilsson í Bókinni á
Skólavörðustíg og eru þar til
sölu ýmsar gerðir alfræðibóka
við vægu verði.
Guðmundur sagðist í augna-
blikinu hafa á boðstólnum fjór-
ar gerðir alfræðibóka, þ.e.
gamla útgáfu af New Standard,
gamla af Brittanicu, en svo
nýjar útgáfur af American
People og International.
Sagði Guðmundur, að nú
mundu tvær síðasttöldu útgáf-
urnar kosta í innkaupi um 40
þúsund krónur, en í verzlun
sinni kostuðu þær: milli 5 og 6
þúsund krónur.
Aðspurður sagðist Guðmund-
ur halda, að milli 50 og 75% '
þeirra, sem keypt hefðu alfræði
bækurnar, þegar sú alda gekk
yfir, hefðu engin not getað
haft af þeim. Hefði bókunum
verið „platað“ inn á fólkið.
Varðandi almenna sölu á
bókum í verzluninni lét Guð-
mundur þess getið, að sala á
hreinum skemmtibókum, sem
fólk gæti sparað við sig, hefði
dregizt saman, en meira væri
leitað eftir gagnlegum bókum
— svo sem uppsláttarritum og
kennslubókum.
LÍV jþing á IJiureyri
í sepleœber
□ VII. þing Landssam-
bands . íslenzkra verzlunar-
manna verður haldið á Akur-
eyri dagana 4.—6. september.
Verður það haldið í félagsheim-
ilinu Bjargi og verður sett kl.
2 e. h. fimmtudaginn 4. sept-
ember. Á þinginu eiga sæti um
60 fulltrúar frá 20 félögum
skrifstofu- og verzlunarfólks,-