Alþýðublaðið - 23.08.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.08.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðuiblaðið 23. ágúst 1969 EINAR BJARNASON fæddist 25. nóvember 1907 í Seyðisfirði sonur hjónanna Bjarna fyrrv. bankaútibús stj. Jónssonar og Solveigar Einarsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1926 <íg cand. juris frá Háskóla íslands árið 1933. Hann var ráðinn aðstoðamnaður í fjármálaráðuneytinu 17. jan. 1934, skipaður fulltrúi þar 23. júní 1938 frá 1. júlí s. 4.; skipaður aðalendurskoðandi ríkisins 19. nóv. 1949 irá 1. des. s.á. og hefur gegnt því embætti fram að iþessu (heitir nú ríkisendurskoðandi). Einar er kunn- wr fyrir fræðistörf sín á sviði ættfræði og var nú í isumar skipaður prófessor við Háskóla Islands í þeim fræðum. □ Það vakti allmikið umtal og eigi lítinn úlfaþyt, er Einar Bjarnason, ríkisendurskoðandi, var á dögunum skipaður prófessor í ættfræði við Háskóln íslands: sá fyrsti í þeirri grein. Voru menn ekki á eitt sáttir um réttmæti þessa prófessorsembættis, án þess þó, að þeir efuðust um persónulega hæfni Einars cg sam- vizkusemi til ættfræðirannsókna. Óánægjuraddirnar kváðu eigi aðeins við utan veggja háskólans, heldur eg innan veggja hans, og mun stofnun prófessors- embættis við Háskóla íslands vart hafa sætt eins misjöfnum dómum í annan tíma. Það var því ekki að ástæðulausu, að ég labbaði mig á fund Einars Bjarna- sonar einn (óvenju)góðan veðurdag nú fyrir skömmu og fékk að leggja fyrir nokkrar spurningar af tilefni hinnar nýju embættisveitingar: AÐ VERA PRÓFESSOR — Hvernig fellur yður nú að vera orðinn prófessor þvert of- an í ýmsa „páfa“? — Ágætlega. Ég hugsa gott til þess að fá tækifæri til að starfa að þessu óskiptur. — Þér hafið eflaust orðið var við þá gagnrýni, sem stofn- un þessa embættis hefur sætt. Hverju viljið þér svara henni? — Ja, helzt engu. Ég tel þeirri gagnrýni ekki stefnt að mér persónul. og tel því ekki ástæðu til að svara henni sér- staklega. En ég get vel skilið það viðhorf sumra háskólans manna, að meira hefði legið á öðru; um slíkt má auðvitað allt af deila, þó að ég eigi ekki von á því að þetta embætti mitt taki neitt frá öðrum eða seinki stofnun annarra prófessorsem- bætta, sem brýn þörf er á. ER ÆTTFRÆÐIN VÍSINM? — Sumir hafa látið í veðri vaka, að ættfræði verði naum- ast talin til vísinda — einkum þar sem hún sé reist á ákaflega ótraustum grunní — og eigi því ekkert erindi inn í Háskóla ís- lands. Hvað viljið þér segja um þá hlið málsins? — Ég er svo ókunnugur, hvaða kröfur menn gera í því sambandi. Ættfræðin hefur oft og tíðum ekki verið nógu vís- indalega unnin, það skal að vísu játað. og því fengið það orð á sig að vera fremur dægra dvöl og tómstundadútl en alvar leg vísindi. En betta hefur stað- ið og stendur mjög til bóta. — En er nú ekki raunin sú, að ekki burfi nama eina rang- feðrun til að kollvarpa heilli ættartöiu? — Ójú, rangfeðranir geta auðvitað valdið tilfinnanlegri brenglun, en við því er ekki gott að gera. „Mater certa ,est“, en hið sama verður ekki aiJtaf sagt um föðurinn; því miður. Við verðum víst að saeta því, karlmennirnir, já, og ættfræð- in um leið! — Mundi vera mikið um shk mistök í íslenzlvum ættartöl- um? — Nei, það hygg ég ekki. Að minnsta kosti alls ekki meira en annars staðar. ÆTTKRÆÐTRA^N-. SÓKNÍR GEGNA MIK- ILSVERÐU HLUT- VFRKI — Hvert er markmið ætt- fræðirannsókna almennt _ og hvert er notagildi þeirra? — Ættfræðirannsóknir eru í fyrsta lagi grundvöllur ýmis konar rannsókna á sviði erfða- fræði, auk þess sem þær geta varpað mikilsverðu ljósi á sögu legar staðreyndir. Það er til dæmis enginn vafi á því, að saga íslands yrði okkur til Mýtf fyrirtæki tíl slyrklar úlilulnlngi: skrifstofan Eeykjavík. — VGK. f Kaup og hagsýsluskrif- stofan heitir nýtt fyrirtæki sem ' tekið er til starfa í Reykjavík. Tilgangur skrifstofunnar er tvíþættur, að sögn Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræð- ings, starfsmanns skrifstofunn- ar. Annars vegar á skrifstofan að vera ráðgefandi aðili í hag- fræðilegum og tölfræðilegum efnum, veita hvers konar að- stoð við skýrslu- og töflugerð- ir og hins vegar að vera upp- lýsingaaðili' fyrir útflutnings- atvinnuvegina og veita útflytj endum >og framleiðsluaðilum þá aðstoð sem unnt er að veita. Skrifstofu þessari var komið á fót fyrir tilstilli útflutnings- aðilja og hins opinbera, er veittu fjármagn til starfsem- innar. Guðlaugur Tryggvi, hagfræðingur, er eini fasti starfskrafturinn, en í ráði er að bæta við hagfræðingi eða viðskiptafræðingi til starfa við skrifstofuna síðar. Nú þegar hefur skrifstofan unnið að ýmsum verkefnum fyrir útflytjendur, s.s. gert at- hugun fyrir hraðfrystiiðnaðinn og síldariðnaðinn, sem byggist á tölfræðilegum útreikningum varðandi vinnsluaðferðir og markaðskannanir. „Mikil þörf er á hvers kon- ar hagfræðilegri og tölfræði- legri þjónustu hér á landi,“ sagði Guðlaugur Tryggvi á blaðamannafundi í gær og bætti svo við: „Nægir í því sambandi að benda á, að mikil verðmæti fara forgörðum á hverju ári, vegna skorts á næg- um upplýsingum um einstaka þætti hagkerfisins, sem og ó- nógri fyrirgreiðslu í túlkun þeirra upplýsinga, sem fyrir hendi eru.“ ■ □ Kona stendur einsömul við grafreiti, hár hennar er lesa scrg úr augum hennar. — Konan er Sophia Loren, in er frá töku kvikmyndarinnar „Sunflower,“ sem ge;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.