Alþýðublaðið - 22.10.1969, Blaðsíða 12
12 Allþýðublaðið 22. október 1969
"r ff íjf|
/
Blaðamannafélag
íslands
FÉLAGSFUNDUR
verður haldinn í átthagasal
Hótel Sögu sunnudaginn 26.
okt. og hefst kl. 2 síðdegis. —
Fundarefni: 1. Inntaka nýrra
félaga. 2. Fréttir af aðalfundi
Blaðamannasambands Norður-
landa. 3. Kjara- og samninga-
mál. 4. Aðild B.í. að norræn-
um samningi um stuðning í
vinnudeilum. 5. Önnur mál. —
Félagar eru hvattir til að fjöl-
menna. — Stjórnin.
HEIMILDIR
Framhald af 1. sfðu.
um kostnað við virkjunarfram
kvæmdir við Búrfell og fram-'
leiðslukostnað j ríaífmagnsins
þaðan til meðferðar.
Hrakti ráðherra fyrst þau
ummæli Magnúsar Kjartans-
sonar, að stofnkostnaður við
virkjunarframkvæmdir hefði
farið 25 milljónum fram úr á-
ætlun ef miðað væri við fast
verðlag. Sagði ráðherra, að
upphaflegur stofnkostnaður
hefði verið áætlaður 42,8 millj.
dollara, en væri nú nálægt 42,7
milljónir dollara og væri þá
vextir á byggingatímanum með
taldir. Væri því síður en svo
um að ræða, að kostnaður við
virkjunarframkvæmdir þessar
hefði farið fram úr þeirri áætl-
un, sem upphaflega var gerð,
— heldur þvert á móti.
l
Um framleiðslukostnaðarverð
á kílóvattstund, sem Magnús
Kjartansson fullyrti að næmi
nú 45 aurum en myndi lækka
í 26 aura, þegar virkjunin
hefði öðlazt fulla afkastagetu
sagði raforkumálaráðherra, að
hér væri farið með staðlausa
stafi, — vonandi af einberri
vankunnáttu þingmannsins eða
þess, sem gefið hefði honum
upplýsingarnar, sem hann
byggði staðhæfingar sínar á.
Samkvæmt upplýsingum for
stjóra Landsvirkjunar, Eiríks
Briem, myndi einingarverðið
nema tæpum 22 aurum á kíló
vattstund, en það verð myndi
þó að öllum líkindum lækka í
16—19 aura, þegar afkasta-
geta virkjunarinnar yrði full-
nýtt. Yrði því framleiðslukostn-
aður rafmagnsins alls ekki yf-
ir söluverðinu til álverksmiðj-
unnar heldur þó nokkuð fyrir
neðan það nema hvað fram-
leiðsluverðið yrði eitthvað
hærra en söluverðið allra fyrst
meðah virkjunin hefði ekki tek
ið í notkun nema hluta aflvéla
sinna, en þó hvergi nærri eins
mikill munur þar á og Magn-
ús staðhæfði, enda vægast sagt
furðulegt, hvar hann hefði
fengið .upplýsingar, sem bentu
til slíks, þar eð þær upplýsing-
ar, sem Lándsvirkjun gæfi sjálf
um þessi mál stönguðust ger-
samlega á við fullyrðingar
Magnúsar.
Sagði ráðherra, að öllum
hefði verið kunnugt um það,
að framan af virkjunartíman-
um yrði framleiðsluverð raf-
magnsins eitthvað- hærra en
söluverð þess til álversins, svo
það eitt út af fyrit sig væru
engin ný sannindi.
Að endingu sagði Ingólfur
Jónsson, að allir vissu að í Búr
fellsvirkjun hefði ekki verið
ráðizt vegna þess, að ætlunin
hafi verið að hagnast á raf-
orkusölu til álverksmiðjunnar
þar eð söluverð raforkunnar
hefði verið ákveðið mjög á-
þekkt framleiðsluverði þess. í
framkvæmdirnar hefði’ verið
ráðizt í fyrsta lagi vegna þess
að ógerlegt hefði verið að
beizla afl Þjórsár án þess að
fyrirfram yrði tryggð sala á
þeim hluta raforkunnar, sem
ekki væri notuð beint af lands
mönnum sjálfum ,— en þessi
stórvirkjun hefði gert það fært
að selja rafmagn á orkusvæði
Þjórsár til innanlandsnota á
GRENSÁSVEGI22-24
SIMAR: 3028Q-3ZZb2
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I LÍTTU VIÐ í LITAVER I
LITAVER
HVER ER Hl)
BÓNDINN Á
HEIMILINU?
Ef það er einhver vafi um það, og til ágreinings kemur
þá er engin ástæða til þess, að Sigga á loftinu cg
kerlingin í kjallaranum komist í málið
Ef þú nofar .Plastivac' - hljóðeinangrun-
arplöfur í loflið
— svo eru þær líka gullfallegar —
Þess utan losnar þú líka við „pípið“ og „ratt-tatt-tatt-
ið“ frá götunni.
I
I
I
I
I
I
K
— Það sakar ekki að skoða.
I
VIUA VllUR
mun hagkvæmara verði fyrir
almenna neytendur, en ann-
ars hefði verið unnt —, og í
öðru lagi vegna þeirra miklu
tekna, sem þjóðarbúið myndi
hljóta á annan hátt af starf-
rækslu áliðjuversins við Straum
sem hefði verið ógerlegt að
reisa án virkjunarframkvæmd
anna.
Að lokinni ræðu ráðherra
tók Magnús Kjartansson t.il
máls og hélt fast við fyrri stað
hæfingar sínar. Spunnust út af
þessu hörð orðaskipti milli
þingmannsins og ráðberrans
og fór Ingólfur Jónsson þess m.
a. á leit við Magnús, að hann
upplýsti, hvaðan hann hefði
heimildir fyrír þessum staðhæf-
jngum sínum. Slíkar upplýsing
ar, sem Magnús styddist við,
hefði hann hvorki getað fengið
frá starfsmönnum Landsvirkj-
unar né fulltrúa Alþýðubanda-
lagsins í stjórn hennar þar eð
þær upplýsingar, sem ráðherr
ann sjálfur hefði í höndum
væm komnar beint úr bókum
Landsvirkjunar sjálfrar og
gefriar af framkvæmdastjóra
stofnunarinnar. Yrði því að
telja þær upplýsingar réttar a.
m. k. meðan Magnús Kjartans-
sori greindi ekki frá því hvað-
an honum væri komnar þær
upplýsingar, sem stönguðust
svo gersamlega á við upplýs-
ingar Landsvirkjunar.
Ekki gerði Magnús neina
grein fyrir því, hvaðan hon-
um voru þessar furðulegu heifn
ildir komnar, en umræður og
orðaskipti stóðu enn yfir
nokkra hríð út af þessu máli og
tóku ýmsir aðrir þingmenn til
máls auk þeirra Magnúsar og
Ingólfs. —
Framhald bls. 3.
lögu. Hins vegar var samþykkt
tillaga bæjarstjóra þess efnis,
að fyrir tilmæli bæjarstjórnar
um staðfestingu ráðuneytisins
á breyttri reglugerð RH verði
ítrekuð.
Núverandi rafveitustjóri RH
lætur af störfum um næstu
mánaðamót og hefur staða hans
enn ekki verið auglýst laus til
umsóknar. Bæjarfulltrúar Al-
þýðuflokksins lögðu til á bæj-
arstj órnarf undinum í gær-
kvöldi, að með tilliti til þess, að
r af veitust j óri hefði sagt upp
störfum frá næstu mánaðamót-
um og þess dráttar, sem orðið
hefur á því, að starfið hafi ver-
ið auglýst laust til umsóknar,
sem stafar af því, að ráðherra
hefur enn eigi séð sér fært að
staðfesta þær breytingar á reglu
gerð Rafveitu Hafnarfjarðar,
sem meirihluti bæjarstjórnar
óskar eftir, — þá samþykki
bæjarstjórn að fela bæjarstjóra
að auglýsa tafarlaust starfið
laust til umsóknar samkvæmt
gildandi reglugerð. Þessi til-
laga bæjarfulltrúa Alþýðu-
flokksins var sömuleiðis felld
af meirihlutanum.
Þá lögðu bæjarfulltrúar Al-
þýðuflokksins til að þess yrði
yrði farið á leit við núverandi
rafveitustjóra, að hann gegndi
starfinu að einhverju eða öllu
leyti, unz nýr maður hefði ver-
ið ráðinn í hans stað. Við
þessari tillögu vildi meirihlut-
inn heldur ekki verða.
FJÁRREIÐUR
Framhald af bls. 16.
fæstum þótt rie'tt athugavert
við það, en á hin nbciginn er
annaálað hive viss miki hafa
©engið langt í"að sýna gest-
•unu'm gestrisni.
í seinni 'tíð hefiur hins veg
ar horið á þvu' að þingm.enn
væru styr’ktir erl'endis frá
til' þess að mynda eins konar
þrýst'ngshópa innan þingsins,
skipulögð samtölk til þess að
vinna einlhvexýu 101^60^1«
máli lið. Frá lokum sex daga
strlíðsins hafa Arabar varið
mjlklu fé til að aulka samuð
manna í öðrum löndluim með
málstað þeirra, en þá miunu
þeir hafa uppgötvað hve
langtum framar iGyðingar
stóðu þeim í upplýsingastarf
seimi og áróðurstæ'kni.
Frú MeCay hefur verið
arabasinni siðan lái árinu 1985,
en þá var hún fulltrúi á ráð
stefnu 'Spm Sameinuðu þióð-
irnar héldiu í Telberan. Hú:i
hefur sifðan verið forysfu-
maður. ýimnssa saimitalka, er
hafa átt að efla tenigsl iBreta
oi<t A.raba og iðúlega slóitt ar-
aibalönd.ín heimi á síðustu ár-
um.
En það er ekki nóg með
að þessí mihilq arabaviráitta
hafi nú ifccrn,'íS.henni í 'noWkur
vandræði í hingimu. Kiósend
ur hennar eru ekki allir á-
nægðir, og meðal þeirra hafa
hevrzt raddir uim að réttast
væri aðheirlbæriu fram fkröfu
■um að húm létí af þing-
mennsku. Umiboðsmaður
hennar í ikiördlæminu hefur
nýleo-a sagt starfi sínui lausu
o» ráð;zt í ssms feonar starf
biá öðnum verka’miannaflclkfes
þirngmann'. —
Reykvíkingafélagib
heldur spilafurid! 'ög 'happdrætti í Tjarnar-
'búð fimmtudaginn 23. þ.m. kl. 8.30. Félags-
rnenn vinsamlegast fjölmennið stu'ndv'íslega.
Stjórnin.