Alþýðublaðið - 30.10.1969, Síða 5

Alþýðublaðið - 30.10.1969, Síða 5
ATþýðublaðið 30. október 1969 5 I SOO ÞOTUR BÆTTUST | VIÐ EN AUKNING I MINNI EN ÁRIÐ ÁÐUR I ......... "..... I I 25. aðaU'imdur alþjóðlegu flug-samtakanna, IATA, var haldinn í Amsterdam dagana 2*0.—23. þessa mánaðar. Fram- kvæmdastjóri samtakanna, Knut Hammarskjöld, flutti þar ársskýrslu fyrir árið 1968, og fer úrdráttur úr henni hér á eftir. MINNI AUKNING Á FLUGI EN BÚIZT VAR VIÐ i Árið 1968 jukust loftferðir aðildarfélaga IATA um 15,4% frá árinu áður, en það var minni aukning en næstu tvö ár á undan, þrátt fyrir að um 500 þotur bættust í flugflotann á árinu. Aukning var li8.6% árið 1967 og 17.4% 1966. Það sem dregur úr aukningu loftferðanna miðað við undan- farin ár eru farþegaflutning- arnir, sem jukust mun minna en gert var ráð fyrir. Heildar- farþegatala í áætlunarflug'i 1968 er 261 farþegi, og er það ekki nema 12,8% aukning. Milli landaflug jókst aðeins um 9,8 %, en innanlandsflug um 14,8 %. Flug með ferðamenn jókst aðeins um lítil 3%, miðað við 6% aukningu 1967. Þá voru fluttar 137 milij. ferðamanna sl. ár 141 milij. 80% FERÐAMANNA FRÁ EVRÓPU Þessi minnkun á ferðamanna straumnum á að nokkru leyti rætur sínar að rekja til ó- væntra atburða, sem átt hafa sér stað á ýmsum stöðum í heiminum, þ.á.m. í nokkrum Evrópulöndum, en þaðan koma um 80% allra ferðamanna. Það hefur líka haft sitt að segja, að Bandaríkjastjórn beindi þeim tilmælum til þegna sinna að draga úr ferðalögum úr landi. Vert er að athuga, að þrátt fyrir það eyddu Bandaríkjamenn allra manna mestu fé í utanlandsferðir, eða 3.022 doilurum, auk þess sem fór í fargjöld með flugvélum en það voru 1.700 dollarar, en þess skal gætt, að 96% allra Bandaríkjamanna, sem ferðuð- ust úr landi árið 1968 eða 3.7 millj. fóru með flugvél. VÖRUFLUTNINGAR JUKUST MEIRA Ef litið er á vöruflutninga í lofti, má sjá, að þeir hafa auk- izt mun meira en farþegaflutn- ingar, eða um 21,4% frá árinu 1967. Mest var aukningin á al- þjóðlegum flugleiðum, en þar var hún 25.1%. Flutningar innan landa jukust um 17.3%. Vöruflutningar í lofti hafa löngum haft tilhneigingu til að aukast hraðar en farþegaflutn- ingar, og þessi þróun virðist ætla að halda áfram, enda eru vöruflutningar í lofti almennt álitnir eins sjálfsögð flutninga- leið og flutníngar með skipum. Að áliti Hammarskjölds eiga slíkir flutningar eftir að nema allt að helmingi allra flutn- inga á sumum flugleiðum en allt að 20% á öðrum. VERKFÖLL HJÁ SKIPAFÉLÖGUNUM i Síðan tók Hammarskjöld út úr flugið yfir Atlantshaf, sem mikið hefur verið rætt um vegna ákvörðunar margra flug- félaga um að lækka fargjöld á beirri leið. Kom þar fram, að vöruflutningar á þeim ieiðum hafa aukizt meira en annars staðar, eða um 31% á árinu 1968, miðað við árið áður, og fyrstu sex mán. þessa árs var aukningin enn meiri, eða um 61.4%. Má rekja ástæðuna til þessarar aukningar til þeirra mörgu verkefna, sem urðu« gerð voru hjá skipaifélögum 3 beggja vegna Atlantshafs og I neyddu fleiri til að nota flug- * véía'r til flutninga, en verið | hefur. Þá hefur komið í ljós, að flug| umferð á Suður-Atlantshafs-. leiðunum var meiri 1968 en á I Norður-Atlantshafsleiðunum. Síðan ræðir Hammarskjöld * nokkuð um flugflota IATA- I flugfélaganna og segir frá vænt I anlegum nýjum farþegaþotum. | Kemur þar fram, að innan. fárra vikna verður tekin í notk- I un á almennum flugleiðum I fyrsta þotan af gerðinni Boeing ‘ 747. Nefnir hann þann vanda I sem steðjar að flugfélögunum er risaþotur verða almennt | teknar í notkun, en að hans á- liti verða IATA-félögin að 1 víkka út markað sinn til að I standa undir kostnaðinum af 5 þessum riýj.u flugvélum. p Þá minnist hann á þá gerð flugvéla, sem nefnd er STOL- j vélar, en það eru flugvélar, sem lenda og taka sig á loft á I styttri brautum en aðrar flug- vélar. Telur hann þá gerð véla | hafa mikla þýðingu fyrir i styttri flugleiðir. FRAMTIÐIN Um framtíðina segir Hamm- J arskjöld, að flugfélögin verði' að búa sig undir geysilega I fjölgun á farþegum á næstu árum, og bendir máli sínu til | staðfestingar á tölur um fólks- fjölgun, sem Sameinuðu þjóð-| irnar hafa gefið upp. Þar er I því haldið fram, að fram til £ Framhald á bls. 11. [ Alþýðu Haðið Útgefandi: Nýja útgáfufélagið —’ Framkvœmdastjóri: I»órir Sæmundsson Ritstjórar: Kristjan Bersi Olafsson Sighvr.tur Björgvinsson (áb.) Rftstjónarfulltrúi: Sigurjón Jóhannsson Fréttastjóri: Vilhclm íl. Kristinsson Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson Prentsmiðja Alhýðublaósins Ríki jafnaðarstefnunnar í hálfa öl'd hafa Alþýðublaðið og Alþýðuflokhur- inn barizt fyrir framgangi jafnaðarstefnunnar á ís- landi. Engum íslenzkum stjórnmálaflökki hefur orð- ið jafn vel ágengt að leiða baráttumál sín fram til sigurs á þessum árum eins og Alþýðuflokknum. Gleggsta staðfesting þes's, að jafnaðarstefnan1, stefna Aiþýðuf 1 ok'ksins, hefur skotið djúpum rótum í huga þjóðarinnar, er sú, að allir íslenzkir stjórnmálaflokk- ar, hverju n^fni, sem þeir nefnast, hafa á 'síðari ár- um reynt á yfirborðinu að tileinka sér þau baráttu- mál Alþýðuflokksins, sem hann einn hóf á loft í upp- hafi og auðnaðist að bera fram til sigurs. Alþýðuflokkurinn og Alþýðublaðið munu aldrei neita því, að ýmsir aðrir stjórnmálaflokkar hafa átt sinn þátt í því, að félagsleg baráttumál jafnaðar- manna hafa náð fram að ganga. Alþýðuflokkurinn og íslenzk alþýða ættu heldur aldrei að gleyma því, að sá stuðningur fékkst einungis sakir þess, að með ó- sleitilegri baráttu hafði íslenzkum jafnaðarmönnum auðnazt að vekja samúð þjóðarinnar með máistað sínum og gegn baráttu þeirra varð ekki staðið. íslenzkir jafnaðarmenn og flokkur þeirra, Alþýðu- flokkurinn, sækja enn fram. Þótt unnir sigrar séu vissulega fagnaðarefni, þá hafa enn aðeins náðst áfangar í sókninni til ríkis jafnaðarstefnunnar. En hvert sækja íslenzkir jafnaðarmenn, — hvað er það ríki j'afnaðarstefnunnar, er þeir sækja að? í stefnuskrá Alþýðuflökksins eru þessi atriði mörk- uð skýrum stöfum. Þar segir, að ríki jafnaðarstefn- unnar sé: » 1. ÞJÓÐFÉLAG, sem setur frelsi einstaklingsins í öndvegi og verndar hann fyrir hvers konar kúgun og ofríki, gerir alla þegna jafna fyrir lögum og tryggir félagslegt réttlæti. 2. ÞJÓÐFÉLAG, sem hefur skipulega heildarstjórn á efna'hagskerfinu til þess að tryggja almenna vel- megun, næga atvinnu, réttláta tekjuskiptingu og sanngjarna niðurjöfnun skatta, örvar framtak ein- staklinga, félaga og opinberra aðila, en lætur eign og stjórn atvinnutækja lúta hagsmunum þjóðarheild- arinnar. I I I 1 3. ÞJÓÐFÉLAG, sem veitir öilum þegnum sínum öryggi frá vöggu til grafar, verndar lítilmagnann, tryggir afkomu sjúkra, örkumla og gamalla. 4. ÞJÓÐFÉLAG, sem veitir öllum j'afnan rétt til hvers konar menntunar, án tillits til búsetu og efna- hags, örvar menningarstarf og eflir listir og vísindi. 5. ÞJÓÐFÉLAG, sem er aðili að alþjóðlegu sam- starfi til varðveizlu friðar og frelsis. Þetta er það þjóðfélag, sem Alþýðuflokkurinn og Alþýðublaðið munu berjast fyrir næstu árin. íslenzk- ir jafnaðarmenn eru sannfærðir uim, að þjóðin öll mun hér eftir sem hingað til ljá baráttumálum jafn- aðarmanna fylgi sitt í sókn þeirra að betra og rétt- látara þjóðfélagi, — þjóðfélagi jafnaðarman'na.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.