Alþýðublaðið - 06.11.1969, Blaðsíða 10
10 Alþýðublaðið 6. nóvember 1969
34
STÚLKAN I
GULU
KÁPUNNI
EFTIR FRANCES 06 I . , .
richard lockridce ■ Smáauglýsmgar
I
I
I
I
I
I
I
Þa5 var óhugsandi, að hún hefði farið aftur heim
til sín.
Henni hlýtur að hafa orðið ógurlega um að sjá
myrta manninn á gólfinu.
Peter beygði inn í Saw Millstræti, þar lá vegur
beint til Stamford.
Peter steig bensínið í botn. Það var næstum
víst að Loren hafði farið heim til frænda síns f
Stamford og beið þar eftir Peter. Að minnsta kosti
hlaut hún að koma þangað.
Þegar Peter ók skömnru síðarJram hjá grasflöt
inni og upp að húsinu í Stamford stóð Charles
kjallarameistari út á tröppunum.
Peter nam staðar og stökk út úr bílnum.
— Guði sé lof að þér eruð komnir, sagði Charles.
Hann var fölur sem nár og gat varla staðið á fótun-
um.
— Hvað hefur komið fyrir? \
— Ungfrú Hartley hringdi.
— Og hvað sagði hún?
— Já, það var nú það... Hún var í óskaplegu
uppnámi. Hún sagðist vera á eftir einhverjum ...
Peter gekk fram' hjá Charles, settist í körfustól en
stóð samstundis upp aftur.
— Viljið þér ekki endurtaka orðrétt hvað ungfrú
Hartley sagði.
— Jú, jú... Charles marg ruglaðist í frásögn-
inni, en tókst þó að gera Peter skiljanlegt hvað Lor-
en hafði sagt, 1 , | i
— Fyrir svona hálftíma hringdi Loren... ung-
frú Hartley. Hún spurði um yður, og þegar ég sagði
að þér væruð ekki hérna, bað hún mig að segja yð-
ur... ; , ,
— Hvað? '
— Tja... hún sagðist vera á eftir einhverj-
um ... að elta einhvern.
— Hvern?
Charles yppti öxlum. — Það sagði hún ekki. Hún
sagði bara að hún væri stödd á bensínstöð við eitt-
hvert torg.
Hann leitaði í vösum sínum, og fann loks miðann,
setti síðan á sig gleraugun með miklum tilburðum og
sagði SVO:
— Við torg, sem heitir Van Brunt.
— Sagði hún nokktið annað?
— Hún bað mig líka að hringja til Steins lög-
reglumanns og segja honum það.
— Gerðuð þér það? spurði Peter og gat ekki
leynt óþolinmæði sinrri.
— Já, en Stein var farinn af skrifstofu sinni. Ég
i !____________________I
talaði við annan lögreglumann — en hann vissi ekk- ■
ert um þetta. Hann skrifaði það samt hjá sér.
Peter gekk að bíl sínum og tók þaðan .vegakort og ■
leitaði að torginu, sem Loren hafði talað um.
Van Brunt lá fyrir ofan Peeks Hill ekki langt frá I
Hudson-fljótinu við götu sem aðeins var merkt ör- ■
mjórri línu á kortinu. I
— Hvað ætlið þér nú að gera hr. Sayers, sagði I
Charles, sem hafði fylgzt með honum. |
— Ég fer á þessa bensínstöð, sagði Peter.
Hann settist inn í bílinn og ók af stað. Með því I
að stytta sér leið komst hann að vörmu spori upp á g
Saw Mill-stræti, og þaðan ók hann í norðurátt að 1
Hudson-fljóti. Það hafði mikið kólnað, þegar leið á 1
daginn, en samt límdist skyrtan við hann. |
Loren...
Hvað var hún að gera — var hún orðirr brjáluð? ■
Hún var í lífshættu.
Hún var að elta einhvern ...
Og hver var þessi einhver?
Það var aðeins um' eitt að ræða: Hún var á hæl- f
unum á morðingjum Lathrops ...
Kannski hafði hún komið þeim að óvörum heima
hjá sér og elt þá þaðan?
Peter jók hraðann.
Bíddu á berrsínstöðinni, Loren, ó, bíddu þar. ,
Þar ertu þó sæmilega örugg.
Gerðu það, Loren — passaðu þig...
Ég er nú meira fíflið, sagði Stein við sjálfan sig. I
Allt bendir í sömu átt. Stúlkan myrðir Alex Hartley I
til að ná í peningana hans. Svo myrðir hún Lathrop, I
vegna þess að hann hefur ætlað að beita hana fjár- j
kúgun. Og svo hleypur húrr frá öllu sam'an. Ekkert I
er skiljanlegra. En hvers vegna hugsaði hann, hvers j
vegna losna ég ekki við þá tilfinriingu að eitthvað
sé bogið við þessa röksemdafærslu?
Hann fór yfir þetta allt saman í huganum.
Ef gert væri ráð fyrir að einhver óþekkt persóna
hefði reyrrt að flækja ungfrú Hartley í þetta morð-'
mál — hvers vegna hefði sá maður ætlað að myrða j
Lathrop? Lathrop vitnaði gegn ungfrú Hartley — og '
ekkert gat verið heppilegra fyrir hinn raunverulega '
morðingja. Undirritaður framburður Lathrops var ekki I
nærri eins mikils virði og lifandi vitni, sem mætti j
fyrir rétti, benti á stúlkuna og .segði, þetta er stúlkan
sem ég sá á bekk í Bryant Park. Firrgraför Lathrops
voru á glasinu, sem hann hafði drukkið úr. Innihald
þess var blanda af kloralhydrati og visky. Úr hinu
glasinu virtist aðeins hafa verið drukkið visky. Á því
TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA
Látið fagmann annast vlðgerðir og vlðhald á tréverkl
húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra
húsnæði. — Sími 41055.
VOLKSWAGENEIGENDUR!
Höfum fyrirliggjandl: Brettl — Hurðir — Véliarlok
— Geymslulok á Volkswagen í allfLestum litum.
Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á-
kveðið verð. — Reynið viðskiptln.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti t%,
Símar 19099 og 20988.
NÝÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM
Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á
bólstruðum húsgögnum í heimhúsum. — Upp
lýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á
kvöldin.
AGNAR ÍVARS. húsgagnabólstrari.
PÍPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein
lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum.
Guðmundur Sigurðsson
Sími 18717
PÍPULAGNIR. - Skipti hitakerfum. Ný-
lagnir, viðgerðir, breytingar á vatnsleiðslum
og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti
heita og kalda krana. Geri við we-kassa. —
Sími 71041. — Hilimar J. H. Lúthersson,
pípulagningameistari.
Jarðýtur - TraktorsgröSur
Höfum til ielgu liilar og stórar jarðýtur traktorsgröf-
ur og bíLkxana, tll allra framkvæmda, lnnan og utan
borgarinnar
Heimasímar 83882 — 33982.
Jarðvinnslan sf.
Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080.
MATUR OG BENSIN
allan sólarhringinn.
VEBTINGASKÁLINN, Geithálsl