Alþýðublaðið - 06.11.1969, Blaðsíða 6
r
6 Alþýðublaðið 6. nóvember 1969
Guðlaugíir Tryggvi Karlsson:
BRÝN nauðsyn
FYRIR STÆRRI
BÆJARFÉLÖG
Bolfiskveiðai’ eiga sér stað
með misjöfnum skipum, sem
kunnugt er. Lengst af stunduð-
um við þær á opnum skipum,
en síðar lærðu menn, að „sá
guli er utar“, og þá smám sam-
an hélt tæknin innreið sína í
bolfiskveiðarnar. Skútur og þil-
skip komu til sögunnar og um
aldamótin kynntust íslendingar
togurum.
Togararnir ullu byltingu í
atvinnulífi íslendinga. Með til-
komu þeirra varð sjávarútveg-
urinn traustur atvinnuvegur
allt árið um kring. Að vísu
var töluvert um ofveiði hér við
land á fyrstu árum togaranna.
En með tilkomu landhelginnar
var þeirri hættu bægt frá og
ný mið voru fundin. Smám
saman varð veiðisvæði ís-
lenzku togaranna svo til allt
Norður-Atiantshafið og íshafið.
Togararnir sköpuðu traust
hráefni fyrir fiskvinnslustöðv-
ar og þessi bylting í hráefnis-
öflun sjávarútvegsins hafði á-
hrif á allt efnahagslíf landsins
og raunar þjóðlíf. Fiskverkun-
arstöðvarnar stækkuðu og gátu
fastráðið fólk árið um kring og
þegar hraðfrystiiðnaðurinn
byggðist upp, hafði það ekki
minnst áhrif á staðsetningu
hans, hvar togararnir áttu ör-
uggar hafnir og aðstöðu. Full-
yrða má -þannig, að ekkert eitt
atvinnutæki hafi átt jafn mik-
inn þátt í uppbyggingu Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar, eins
og togararnir. Það, sem gerði
baggamuninn, að - fólk settist
hér að, var hin trygga atvinna,
sem þessi stóru og öflugu skip,
og sjómennirnir, sem á þeim
voru, sköpuðu hér allt árið um
kring. Að vissu leyti má segja
þetta um Akureyri líka.
Á undanförnum árum hefur
þjóðin fjárfest gífurlega í hrað
frystiiðnaðinum. Stór og af-
kastamikil frystihús hafa risið
upp um allt land. Þessir stað-
ir standa þó misvel að hráefn-
inu, þannig eru fiskimiðin svo
til við bæjardyr Vestmanna-
eyinga og Vestfirðinga, en aðr-
ir þurfa iengra að sækja, eins
og t. d. þeii’, sem búa hér á
höfuðborgarsvæðinu og á Ak-
ureyri. Bátaútgerð virðist geta
tryggt fyrrnefndum stöðum
sæmilega hráefni, en það er
fráleitt að hún geti það á síð-
arnefndu stöðunum. Reynslan
hefur sýnt það, gð ef bolfisks-
iðnaður höfuðborgarsvæðisins
og Akureyrar á að geta byggt
á trau íri hró/eífhþöíUun, og|
það er í rauninni grundvöllur
alls iðnaðar, þá verður að koma
til útgerð stórra og afkastamik-
illa skipa eða togara. Þessir
tveir staðir hafa líka alla að-
stöðu fyrir togarana, bæði
varðandi hafnaraðstöðu og
vinnuafl. Að sjálfsögðu útilokar
þessi staðreynd ekki aðra staði
frá togaraútgerð, og alls ekki,
að togarar geti lagt þar upp
afla reglubundið eða eftir á-
stæðum. En það er vitað mál,
að fiskiðnaður höfuðborgar-
svæðisms og Akureyrar, fær
aldrei þrifizt að nokkru marki,
nema að hráefnið sé tryggt
með togaraútgerð.
Lítillega má minnast á sögu
togaraútgerðarinnar. Útgerðin
hefur, sem alkunna er, átt í
miklum örðugleikum undan-
farið, og stafar það ekki sízt
af því, hversu uppgangurinn
í síldveiðunum var mikill. —
Fjármagn og mannafli leitaði
til síldveiðanna og síldar-
vinnslu. Erfitt reyndist því að
manna tpgarana, og auk þess
svipti útfærsla landhelginnar
— þótt þöi’f væri — þá mikil-
vægum fiskimiðum. Tiinnig má
benda á allt of lágt fiskverð
togarafiskjar á tímabili og hinn
svokallaða bátagjaldeyri, en
talsmaður Félags íslenzkra
botnvörpuskipaeigenda ' telur,
að einungis þeir tveir liðir hafi
kostað togaraútgerðirnar kr.
1.200 milljónir, reiknað á nú-
verandi verðlagi. Að sjálfsögðu
má svo benda á ýmsa löggjöf
um togaraútgerð, sem sett var
við aðrar aðstæður en nú ríkja,
sérstaklega ef miðað er við þá
' tæknibyltingu, sem á sér stað,
með komu skuttogaranna. Auk
þess er gengi íslenzku krón-
unnar alltaf til umræðu, þegar
fjallað er um útflutningsat-
vinnuvegi.
Allt hefur þetta hjálpazt að
til þess, að þrengja hag togara-
útgerðarinnar, þannig, að nú er
svo komið, að flestir þeirra fáu
togara, sem enn fljóta, eru eig-
inlega að því komnir að verða
rifnir í brotajárn.
En viðhorfin til togaraútgerð-
ar eru að breytast. Síldarleys-
ið er staðreynd, sem enginn
fær umflúið. Sjómenn vantar
því verkefni, og þau eru í bol-
fiskinum. Togararnir eru lang
öflugasta bolfiskveiðitækið,
það vita allir þeir, sem eitt-
hvað til þekkja. Þeir eru auk
þess einu skipin, sem henta í
rauninni fiskiðnaði stærstu þétt
býlissvæðanna, eins og bent hef
ur verið á, - og útgerð þeirra
15. október voru 20 vinsælustu LP-plöturnar í
Bretlandi þessar:
SELDU 400 ÞUSUND PLÖTUR
Um þessar mundir snúa Led Zeppelin heim til Bretlands frá Banda-
ríkjunum, en þar hafa þeir leikið undanfarnar vikur. Þeirra fyrsta
verk eftir heimkomuná véfður áð ijéfa ut sína fyrstu litlu plötu, en
þeir ei;u jafnframt byrjaðir að leggja drögt að þriðju LP-plötunnk Önn
úi. ur LP-plata þéjfra hfeur^elzt.,! 100 ^þúsund eintökifm í Báridaríkjuii-
um, en útgáfu plötpnnar hefur seiplíað .í JBret1—A'
<1 0
A(.Í!!