Alþýðublaðið - 24.04.1968, Blaðsíða 6
Odd vitaherbergi
í nýútkomnu hefti Sveitar
| stjórnarmála, er sagt frá ný
f ung sem Samband íslenzkra
| sveitarfélaga hefur fram-
| kvæmt. í húsakynnum Sam-
= bandsins að Laugavegi 105
| hefur verið útbúin lítil gesta
| stofa, í dagiegu tali kölluð
1 oddvitanerbergið, þótt einn-
| ig standi hún opin bæjar-
I stjórum, sveitarstjórum og
| öðrum sveitarstjómarmönn-
| um, sem erindi eiga í Reykja
| vík. í herberginu er skrif-
| borð, sími og sæmileg að-
staða til bréfaskrifta, sam-
tala og smáfunda- Er skrif-
stofan þegar' mikið notuð.
Á meðfylgjandi mynd er
Magnús Jónsson, oddviti
Skeggjastaðahrepps, við
skrifborðið í skrifstofunni.
Þess má geta að Skeggja-
staðahreppur er nyrzti hrepp
ur í Norður-Múlasýslu og
nær hann yfir Langanes-
strönd og þorpiS Höfn í
Bakkafirði, þar sem 62 af
152 íbúum hreppsins búa.
MÓTIÞÁTTTÖKU S-AFRÍKU
Alþjóða Olympíunefndin
hefur eindregið farið þess á
leit við stjórn Suður Afríku
að hún hætti við þátttöku í
Olympíuleikunum í Mexícó í
sumar. Álitsgerðin var gerð
e'ftir 2 daga fund nefndarinnar
í Lausane og eftir að 50 að-
ildarríki leikanna höfðu hót-
að að hætta við þátttöku í leik
unum tæki Suður Afríka þátt
í þeim.
Suður Afríka var útilokuð
frá Olympíuleikunum í Tokí-.
ó 1964 vegna Apartheid stefnu
sinnar, en var veitt heimild
að taka þátt í Ieikjunum, er
stjórn Suður-Afríku hafði
heitið vissum endurbótum,
sem gerði svertingjum jafn
hátt undir höfði og hvítum
mönnum í leikjunum. Enda þótt
formaður Alþjóða Olympíu-
nefndarinnar Bandaríkjamað-
urinn Bundage hafi lagt á-
herzlu á að nefndarálitið hafi
verið samþykkt einróma er á
kvörðun hennar túlkuð sem
persónulgur ósigur fyir Bund-
age sem hefur ákaft barizt
fyrir þátttöku S-Afríku í Olym-
píuleikunum. Form. S.-Áfrísku
Olympíunefndarinnar Braun seg
ir að ákvörðunin hefði komið
sem reiðarslag og hafi gert út
um orðstír Alþjóða Olympíu-
nefndarinnar sem heiðarlegar
og grandvarrar stofnunar.
Sagði Braun aff ástæða væri
til að ætla að einstök lönd
kynnu að hafa breytt um skoð
un vegna mótmæla blakkra'
Suður Afríkumanna og komm
únista.
Þá gat Avery Bundage þess
að á fundi Alþjóðarnefndarinn
ar hefði einnig verið tekin til
meðferðar öryggismál þátt-
takenda og hefði það einnig
haft-áhrif á ákvörðun nefndar
innar.
Urðu umræður heitar á fundi
Alþjóða Olympíunefndarinn-
ar í Lausanne og seinkaði af
þeim sökum blaðamannafundi
um 3 klst., þar sem Bund
age las upp álitsgerð hinnar
Alþjóða Olympíunefndar, þar
sem farið er fram á að 71 að-
ildarríki leikanna fallizt á á-
kvörðun nefndarinnar um að
útiloka Suður Afríku frá .01-
ympíuleikunum. Álitsgerðin
mun vera borinn undir at-
kvæði meðal aðildarríkjanna
og þurfa minnst 36 ríki að sam
þykkja álitsgerðina eigi hún
að ná fram að ganga,- Gat
Bundage þess, að hér sé ein-
ungis um álitsgerð að ræða,
en gat iþess að ekki myndi
verða hyggilegt að sniðganga
álitsgerðina með tilliti til
þess andrúmslofts sem nú
ríkti vegna þátttöku Suður
Afríku- í leikjunum í 19. Ol-
ympíuleikunum í sumar.
Forseti Olympíunefndar
Nýja Sjálands hefur lýst yfir
að erfitt væri að greina á-
stæðurnar fyrir ákvörðun
nefndarinnar, þar eð stjórn
Suður Afríku hefði beygt sig
fyrir ákvörðun nefndarinnar
fyrir skilyrðum til þátttöku í
leikunum.
ÚTISKEMMTANIR:
KI. 1,10: Skrúðganga barna frá Vesturbæjarskólanum við Öldugötu eftir Hofsvallagötu, Nesvegi
um Hagatorg að Háskólabíói. Lúðrasveit drengja undir stjórn Páls Pampicler leikur fyrir
göngunni.
Kl. 2,00: Skrúðganga barna frá Laugarnesskóla um Gullteig, Sundlaugaveg, Brúnaveg að Hrafn-
istu. Lúðrasveitin Svanur undir stjórn Jóns Sigurðssonar leikur fyrir skrúðgöngunni.
Kl. 1,30: Skrúðganga barna frá Hvassaleitisskóla um Grensásveg og Hæðargerði að Réttarholts
skóla. Lúðrasveit verkalýðsins undir stjórn Ólafs Kristjánssonar leikur fyrir skrúðgöngunni.
Kl. 1,00: Skrúðganga barna frá Langholtsskóla um Holtaveg, Langholtsveg, Álfheima, Glað-
heima, Sólheima að safnaðarheimili Lang holtssafnaðar. Lúðrasveit drengja undir stjórn
Karls O. Runólfssonar leikur undir fyrir skrúðgöngunni.
Kl. 3,30: Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Aust urvelli. Að loknum skrúðgöngunum á hverjum
stað leika lúðrasveitimar nokkur. vor_ og sumarlög.
Foreldrar athugið: Leyfið bömum ykkar að taka þátt í skrúðgöngunum og verið sjálf með
þeim, en látið þau vera vel klædd ef kalt er í veðri.
Mætið stundvíslega þar, sem skrúðgöngurnar hefjast. iHjiSd :
FORELDRAR ERU FYRIRMYND BARNA í UMFERÐINNI.
INNISKEMMTANIR:
Kl. 3,00 í Laugarásbíói.
Börn og kennarar úr Langholts - Laugalækjar og Laugarnesskóla, annast skemmtiatriði.
Klemens Jónsson, leikari, stjórnar.
KI. 2,30 í Réttarholtsskóla.
Böm og kennarar úr Álftamýrar _ Hvassaleitis - og Breiðagerðisskóla annast skemmti-
atriði.
Klemens Jónsson, leikari, stjórnar.
Kl. 2,00 i Hagaskóla.
Böm og kennarar úr Miðbæjarskóla, Mela - og Hagaskóla annast skemmtiatriði.
Klemens Jónsson, leikari, stjórnar.
Kl. 3,00 í Austurbæjarbíói.
Börn og kennarar úr Hlíðar - og Austurbæjar skólanum sjá um skemmtiatriði.
Kl. 3,00 í Austurbæjarbíó.
Böm og fóstmr á barnaheimilum Sumargjafar, ásamt nemendum úr Fóstruskóla Sumar-
gjafar, sjá um skemmtiatriði. Skemmtunin er ætluð yngri börnum, 2-6 ára.
Kl. 1,30 í Safnaðarheimili Langholtssafnaðar.
Börn úr barnastúkunni „Ljósinu”, lúðrasveit drengja undir stjórn Karls O. Runólfsson.
ar o.fl. sjá um skémmtiatriði.
Séra Árelíus Níelsson stjórnar.
KI. 4,00 í Háskólabíói.
Nemendur úr gagnfræðaskólum borgarinnar og Óðmenn annast skemmtiatriðin.
Bessi Bjarnason, leikari, sér um skemmtunina og kynnir.
DANSLEIKIR:
Kl. 3,00 - 5,00 í Lídó.
Fyrir 13 - 15 ára unglinga.
KI. 9 - 12 e.h. í Lídó.
Fyrir 16 ára og eldri. Hljómar leika á báð um dansleikjunum.
KVIKMYNDASÝNINGAR:
KI. 3 og 5 í Nýja bíói.
KI. 5 og 9 í Gamla bíói.
Kl. 5 og 9 i Austurbæjarbíói. x "
Aðgöngumiðar á venjulegum tíma í kvikmyndahúsum. Venjulegt verð.
RfKISÚTVARPIÐ:
KI. 5 barnatími í umsjá Guðrúnar Birnir.
LEIKSÝNING:
Þjóðleikhúsið kl, 3, Bangsímon.
Aðgöngumiðar á venjulegum tíma í Þjþðl eikhúsinu. Venjulegt verð.
DREIFING OG SALA:
Bókin Sólskin kemur að þessu sinni ekki út á sumardaginn fyrsta, heldur síðar og verður þá
seld á barnaheimilum Sumargjafar og í bókabúðum.
íslenzkir fánar fást á seinasta vetrardag á öllum bamaheimilum Sumargjafar: Vesturborg, Drafn
arborg, Hagaborg, Tjamarborg, Laufásborg, Grænuborg, Barónsborg, Hlíðarborg, Hamra-
borg, Austurborg, Álftaborg, Staðarborg, Steinahlíð, Brákarborg, Holtaborg, Hlíðarendi v.
Sunnutorg og Laugaborg.
Frá kl. 10-2 á sumardaginn fyrsta verður mer kjum félagsins dreift til sölubarna á eftirtöld-
um stöðum:
Melaskólanum, Miðbæjarskólanum, Austurbæjarskólanum, Hlíðarskólanum, Álftamýraskólan-
um, Hvassaleitisskólanum, Breiðagerðisskólanum, Vogaskólanum, Langholtsskólanum, Laugar-
nesskólanum, Vesturbæjarskóla v. Öldugötu, Árbæjarskólanum og ísaksskóla.
Merki félagsins kosta kr. 25.00
íslenzkjr fánar kosta kr. 15.00 og kr. 25.00 (bréf. og taufánar).
Aðgöngumiðar að skemmtuúunum verða seldir í húsunum sjálfum frá kl 4 - 9 seinasta vetrar
dag og frá kl. 2 sumardaginn fyrsta, nema aðgöngumiðar að skemmtununum í Réttarholtsskóla,
Hagaskóla, Austurbæjarskóla og safnaðarheimili Langholtssafnaðar verða seldir í húsunum
sjálfum frá kl. 4 - 6 sei.iasta vetrardag og frá kl. 1 sumardaginn fyrsta.
Aðgöngumiðar að dansleikjunum í Lídó verða seldir frá kl. 4 - 6 seinasta vetrardag og við
innganginn á sumardaginn fyrsta.
Aðgöngumiðar að skemmtununum kosta kr. 50.00.
Aðgöngumiðar að dansleik í Lídó kosta:
f. 13—15 ára kr. 50.00
f. 16 ára og eldri —• 75.00 1
Aðgöngumiðar að leiksýningum og bíósýning um verða seldir í aðgöngumiðasölum viðkomondi
húsa og á því verði, sem hjá þeim gildir. Sölulaun eru 10 prósent.