Alþýðublaðið - 03.01.1970, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 03.01.1970, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 3. janúar 1970 Fred Hoyle: Smáauglýsingar ANDRÓMEDA 2. TRÉSMÍÐ AÞ J ÓNUSTA Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 41055 Bridger? Judy ieit skyndilega upp. — Það er Fleming, sem er potturinn og pann- an í þessu öllu saman. John Fleming. Hann kallaði í átt til stiórnborðsins: — John. Eirrn ungu mannanna kom í átt til þeirra. Hann varpaði kveðju á prófessorinn, en virti Judy ekki viðlits. — Má ég tefja þig andartak. Þetta er dr. Flem- ing. Ungfrú Adamson. Ungi maðurinn leit á Judy og kallaði svo í átt til stjórnborðsins: — Skrúfiði fyrir þennan hávaða. — Hvaða hávaði er þetta? spurði Judy. — Aðallega suð utan úr geimnum. Himingeimur- inn er fullur af rafmögnuðu efni. essi efni senda frá sér rafmagnsbylgjur, sem berast til okkar sem hávaði. — Þetta er eins konar undirspil alheimsins, sagði Reinhart. Hann sneri sér að Fleming. — Ungfrú Adamson er rrýi blaðafulltrúinn okkar. Fleming virti hana fyrir sér áhugalaust. — Það kemur maður í manns stað. — Ég er að útskýra fyrir henni dagskrána á fimmtudaginn, sagði prófessorinn. — Vígsluhátíð- ina. Hún á að hugsa um blaðamennina. Fleming var dökkur í andliti, íhugull á svip. Hanrn virtist þreyttur og beizkur í lund. — Já, það er líka satt. Vígsluhátíðin. Þá glamp- ar á öll marglitu Ijósin í stjórnborðinu og stjörnurnar syngja þjóðsönginn í sóprankór og ég ætla að halda mig á kránrni. — Ég vonast til þess, að þú verðir hér, John. Prófessorinn virtist ofurlítið argur. — Kannski þú viljir sýna ungfrú Adamson stöðina? — Ekki ef þér eigið annríkt, sagði Judy reiðilegri röddu. Fleming horfði á hana með áhuga í fyrsta sinn. — Hvað vitið þér um þessa stöð? — Ösköp lítið enn sem komið er. Hún drap fingri á blaðabunkann. Eg hef verið að lesa mér til. Fleming snerist þreytulega á hæli og bandaði frá sér með annarri hendinni: — Þetta, herrar mínir og frúr, er stærsta og nýj- asta radíóstjarnsjá veraldar, — og hin dýrasta. Hún er 15 til 20 sinnum næmari en nokkur annar bún- aður af þessu tagi, sem nú er vitað um, og er vita- skuld undraverk brezkrar vísindastarfsemi. Hún get- ur elt hljóðmerki um himingeiminn. Og nú getið þér frætt blaðamenrrina, ekki satt? — Þakka yður fyrir, sagði Judy kuldalega. Hún leit til prófessorsins, en hann virtist ekki iáta þetta mikið á sig fá. — Mér þykir leitt, að við skyldum trufla þig, John, sagði hann. — Minnztu, ekki á það. Það er ekki nema sjálf- sagt. Hvenær, sem þú vilt. Prófessorinn sneri sér að Judy. — Ég ætia að reyna að sýna yður stöðina sjálf- ur. — Þú vilt láta setja stöðina af stað á fimrntu- daginn, er það ekki? sagði Fleming. — Já, John, verður það ekki í lagi? — Ekki er annað að sjá. — Það er gott. Ég vildi gjaman koma þessu af stað. — Jahá- 8 Fleming snerist á hæli og gekk aftur til stjórn- É borðsins. Judy beið þess að sjá einhver reiðimerki _ á prófessornum en hann kinkaði aðeins kolli. — Það borgar sig ekki að reka of mikið á eftir 8 manrni eins og John. Það þarf stundum að bíða mán- g uðum saman eftir góðri hugmynd. Kannski árum g sam'an. Samt er það þess virði, ef hugmyndin er góð ■ og John fær góðar hugmyndir. Við setjum allt okkar 8 traust á hina ungu, eins og þér vitið. Ég er hrædd- 8 ur um, að við höfum lagt of mikið á hann. Hann andvarpaði og fór með Judy um bygging- I una. Hann sýndi henni myndir á veggnum af næt- | urhimninum' og sagði henni nöfnin á hinum miklu g útvarpshnöttum. Hann benti á myndirnar og sagði: 8 — Þetta er ekki stjarna, heldur tvær vetrarbrautir, 8 sem rekast á; og hér er stjarna að springa í loft I upp. — Og hvað er þetta? — Þetta er stjörnuþokan mikla, Andromeda. Við 1 köllum hana M.31. — Er hún í Andromeda-stjörnumerkinu? m — Nei, hún er í órafjarlægð handan þess. — Heyrið þið hljóðmerki þaðan? — Aðeins suð. Eins og þér heyrðuð. En við verð g urn einnig að hlusta eftir því, sem gerist nær jörðu, 8 þótt það sé illa farið með tæki sem þetta. En hern- " aðaryfirvöldirr krefjast þess af okkur, og við fáum 1 hvergi það fé, sem við þurfum á að halda, nema frá 1 þeim. — Svo að herinn hefur áhuga á þessu? — Já, en stofnunin er mín — eða tilheyrir vís-1 indamálaráðuneytinu — réttara sagt. Ekki' yðar ráðuneyti. | — Ég tilheyri starfsliði yðar núna. — Ekki samkvæmt mjnni ósk. 1 V OLKS WAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hufbir — Vélarlok — Geymslu lok á Voikswagen í allffestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum, frárennslis- og vatnsiögnum. GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Sími 18 717 PÍPULAGNIR. Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns- leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og kalda krana. Geri við WC kassa. — Sími 17041. HILMAR J. H. LÚTHERSSON, pipulagningameistari. Jarðýtur - Iraktorsgröíur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur cg bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar- innar. Heimasímar 83882 33982. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Mafur og Bensín ALLAN S OLARHRINGINN VEITINGáSKÁLINN, Geithálsi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.